Búið er að auka öryggisgæslu á skrifstofum Jyllands-Posten í kjölfar árásar sem gerð var ritstjórnarskrifstofu franska satírublaðsins Charlie Hebdo í morgun, samkvæmt Reuters. Jyllands-Posten birti árið 2005 skopmyndateikningu af Múhameð spámanni.
Sjá einnig: Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París
Árásin í dag er ekki sú fyrsta sem gerð er á skrifstofur Charlie Hebdo en tímaritið hefur sætt mikilli gagnrýni vegna teikninga sem þar hafa verið birtar af leiðtogum múslíma. Árið 2008 birtu þeir umdeilda teikningu Jyllands-Posten.
Öryggisgæsla aukin við skrifstofur Jyllands-Posten

Tengdar fréttir

Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París
Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París.

Ritstjóri DV var kallaður í yfirheyrslu vegna teikninganna
Umdeildar teikningar reynast sprengiefni. Afstaða Íslendinga hefur verið á stjákli.

„Allir eru í áfalli“
Lea Gestsdóttir Gayet býr í París og segist vera í sjokki vegna atburða morgunsins. Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera Frökkum mjög kært.