Tveir árásarmannanna eru bræður frá París og sá þriðji er frá Reims. Allir eru þeir sagði vera franskir ríkisborgarar. Samkvæmt Reuters eru bræðurnir 32 og 34 ára gamlir og sá þriðji er átján ára.

Cherif Kouachi var dæmdur árið 2008, fyrir að hjálpa við að smygla vígamönnum til Írak. Hann sat í fangelsi í 18 mánuði.
AP fréttaveitan segir að embættismaður sem rætt var við hafi segi mennina tengda hryðjuverkasamtökum frjá Jemen. Vitni sagði fyrr í dag að einn árásarmannanna hafi kallað til vitna: „Þið getið sagt fjölmiðlum að við séum al-Qaida í Jemen.“
Uppfært 23:30
AFP fréttaveitan hefur eftir talsmanni lögreglu að lögregluaðgerð sé nú í gangi í borginni Reims. Hamyd Mourad, sem er 18 ára gamall, er frá Reims. Meðlimur sérsveitar lögreglu sagði blaðamönnum að vera á varðbergi. Annað hvort myndu árásarmennirnir sleppa eða það yrði „lokauppgjör“.
Hér að neðan má sjá myndband frá aðgerðum lögreglu í Reims.
Watch: French TV shows anti-terror raid under way in north-eastern city of Reims in hunt for #ParisShooting gunmen http://t.co/pPMArBqadX
— Sky News (@SkyNews) January 7, 2015