Segist hafa haft á röngu að standa varðandi dönsku skopteikningarnar Jakob Bjarnar skrifar 8. janúar 2015 12:03 Auður Jónsdóttir segist hafa, fyrir tæpum tíu árum, ruglað saman ólíkum málum sem hættulegt er að rugla þeim saman. Morðin í París, þar sem ráðist var inn á skrifstofur vikuritsins Charlie Hebdo, skoprit þar sem ritstjórnarstefna er sú að ekkert sé heilagt; á síðum ritsins er gert grín að öllu, og 12 manns myrtir með köldu blóði, á sér aðdraganda. Á sínum tíma geisaði mikil umræða um hvort réttlætanlegt hafi verið af Jylland-Posten í Danmörku að birta myndir af Múhameð spámanni – myndir sem ollu miklum usla. Auður Jónsdóttir rithöfundur var ein þeirra sem tók þátt í þeirri umræðu og afstaða hennar var sú að Jyllands-Posten hefði átt að sýna tillitssemi og það hafi verið mistök að birta myndirnar. Hún segist nú hafa haft á röngu að standa. „En fyrir tæpum tíu árum ruglaði ég saman ólíkum málum og það er hættulegt að rugla þeim saman. Glæpurinn í París á líklega eftir að hafa afleiðingar, slæmar fyrir margt gott fólk, en það má aldrei gleyma því að tjáningarfrelsið er heilagt,“ skrifar Auður á Facebooksíðu sína og birtir með myndirnar umdeildu úr Jylland-Posten. Auður er búsett úti í Berlín ásamt manni sínum Þórarni Leifssyni, sem einmitt er skopmyndateiknari með meiru. Og líkast sennilega eru ýmsir sem eru, líkt og Auður, að endurskoða afstöðu sína til tjáningarfrelsisins í kjölfar atburðanna í París. „Það var mjög áköf umæða í Danmörku á þessum tíma og reyndar var hún almennt lituð ákveðnum fordómum í garð bæði múslima og innflytjenda og einmitt það gerði þetta flókið því maður vildi taka upp hanskann fyrir saklaust fólk, enda hin fína lína á milli hatursorðræðu og tjáningarfrelsis afar óljós og efni í óteljandi pælingar,“ segir Auður í samtali við Vísi. „Seinna, með tímanum, varð mér smám saman ljóst, að þrátt fyrir allt höfðu þessar myndir gefið mér margt. Þær urðu til þess að ég fór að velta tjáningarfrelsinu svo mikið fyrir mér, hvað það eiginlega þýðir og hvers virði það er. Ég held, satt að segja, að ég myndi hugsa öðruvísi í dag ef ekki fyrir þessar myndir sem ég fékk eiginlega á heilann og las óteljandi greinar og pælingar þeim viðkomandi. Á endanum urðu þær til þess að mér varð ljóst að tjáningarfrelsið er æðra okkur, einmitt það fær okkur til að skilja ranghugmyndir okkar en stundum tekur það tíma og maður þarf að fikra sig eftir allskonar flækjustígum.“ En, má einhver niðurstaða fást í þá umræðu, voru einhverjar raddir ofan á eins og til dæmis þær að þeir á Jyllands-Posten hafi getað sjálfum sér um kennt og átt skilið þau ofsafengnu viðbrögð sem þeir þá máttu mæta? „Umræðan um þessar myndir er út af fyrir sig svo dýrmæt. Hún var svo nauðsynleg, allar þessar ólíku raddir sem heyrðust. Raddir sem hefðu aldrei heyrst ef þær hefðu ekki birst og fengu fólk til að hugsa um myndirnar í stærra samhengi og þá á ég við frá öllum hliðum. Þær fengu fólk til að rífast og rökræða og hugsa,“ segir Auður og bætir því við að öll þessi umræða sé líka bensín á bál fordóma: „En ég held, þegar öllu er á botninn hvolft, að miklu meira gott en vont hafi komið út úr birtingu þeirra. Hlutir sem þurftu að koma upp á yfirborðið og hefðu gert það, fyrr en seinna.“ Charlie Hebdo Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos á höfuðborgarsvæðinu með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Sjá meira
Morðin í París, þar sem ráðist var inn á skrifstofur vikuritsins Charlie Hebdo, skoprit þar sem ritstjórnarstefna er sú að ekkert sé heilagt; á síðum ritsins er gert grín að öllu, og 12 manns myrtir með köldu blóði, á sér aðdraganda. Á sínum tíma geisaði mikil umræða um hvort réttlætanlegt hafi verið af Jylland-Posten í Danmörku að birta myndir af Múhameð spámanni – myndir sem ollu miklum usla. Auður Jónsdóttir rithöfundur var ein þeirra sem tók þátt í þeirri umræðu og afstaða hennar var sú að Jyllands-Posten hefði átt að sýna tillitssemi og það hafi verið mistök að birta myndirnar. Hún segist nú hafa haft á röngu að standa. „En fyrir tæpum tíu árum ruglaði ég saman ólíkum málum og það er hættulegt að rugla þeim saman. Glæpurinn í París á líklega eftir að hafa afleiðingar, slæmar fyrir margt gott fólk, en það má aldrei gleyma því að tjáningarfrelsið er heilagt,“ skrifar Auður á Facebooksíðu sína og birtir með myndirnar umdeildu úr Jylland-Posten. Auður er búsett úti í Berlín ásamt manni sínum Þórarni Leifssyni, sem einmitt er skopmyndateiknari með meiru. Og líkast sennilega eru ýmsir sem eru, líkt og Auður, að endurskoða afstöðu sína til tjáningarfrelsisins í kjölfar atburðanna í París. „Það var mjög áköf umæða í Danmörku á þessum tíma og reyndar var hún almennt lituð ákveðnum fordómum í garð bæði múslima og innflytjenda og einmitt það gerði þetta flókið því maður vildi taka upp hanskann fyrir saklaust fólk, enda hin fína lína á milli hatursorðræðu og tjáningarfrelsis afar óljós og efni í óteljandi pælingar,“ segir Auður í samtali við Vísi. „Seinna, með tímanum, varð mér smám saman ljóst, að þrátt fyrir allt höfðu þessar myndir gefið mér margt. Þær urðu til þess að ég fór að velta tjáningarfrelsinu svo mikið fyrir mér, hvað það eiginlega þýðir og hvers virði það er. Ég held, satt að segja, að ég myndi hugsa öðruvísi í dag ef ekki fyrir þessar myndir sem ég fékk eiginlega á heilann og las óteljandi greinar og pælingar þeim viðkomandi. Á endanum urðu þær til þess að mér varð ljóst að tjáningarfrelsið er æðra okkur, einmitt það fær okkur til að skilja ranghugmyndir okkar en stundum tekur það tíma og maður þarf að fikra sig eftir allskonar flækjustígum.“ En, má einhver niðurstaða fást í þá umræðu, voru einhverjar raddir ofan á eins og til dæmis þær að þeir á Jyllands-Posten hafi getað sjálfum sér um kennt og átt skilið þau ofsafengnu viðbrögð sem þeir þá máttu mæta? „Umræðan um þessar myndir er út af fyrir sig svo dýrmæt. Hún var svo nauðsynleg, allar þessar ólíku raddir sem heyrðust. Raddir sem hefðu aldrei heyrst ef þær hefðu ekki birst og fengu fólk til að hugsa um myndirnar í stærra samhengi og þá á ég við frá öllum hliðum. Þær fengu fólk til að rífast og rökræða og hugsa,“ segir Auður og bætir því við að öll þessi umræða sé líka bensín á bál fordóma: „En ég held, þegar öllu er á botninn hvolft, að miklu meira gott en vont hafi komið út úr birtingu þeirra. Hlutir sem þurftu að koma upp á yfirborðið og hefðu gert það, fyrr en seinna.“
Charlie Hebdo Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos á höfuðborgarsvæðinu með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Sjá meira