Innlent

300 á samstöðufundi við franska sendiráðið

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Um 300 manns mættu á samstöðufund fyrir utan franska sendiráðið í kvöld, til minningar þeirra tólf sem féllu í árásunum í París í gær.

Fólk lagði blóm og kerti við fánana í sendiráðsgarðinum og flutti sendiherra Frakka, Philippe O‘Quin, stutt ávarp. Þá gátu þeir sem vildu ritað nafn sitt í minningarbók sem lá frammi í sendiráðinu.

Í myndaalbúminu hér fyrir neðan má sjá myndir frá fundinum, en þær tók Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×