Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2015 08:54 Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. Vísir/AFP Lögregla réðst til atlögu gegn báðum gíslatökustöðunum í og í kringum París um klukkan 16. AFP greinir frá því að bræðurnir Said og Cherif Kouachi séu báðir látnir og að takist hafi að bjarga gíslinum í prentsmiðjunni í Dammartin. Greint hefur verið frá því að gíslatökumaðurinn í París hafi fallið í aðgerðum lögreglu auk að minnsta kosti fjögurra gísla sem voru í versluninni. Áður hafði verið greint frá því að allir gíslarnir hefðu komist lífs af. Ekki liggur fyrir hvort þeir hafi látist fyrir eða eftir áhlaup lögreglu.Umsátur hófst í morgun Mikil lögregluaðgerð hefur staðið yfir í Dammartin-en-Goële, 35 kílómetra norðaustur af París, í allan dag en Kouachi-bræðurnir, sem grunaðir eru um árásina á skrifstofur Charlie Hebdo, hafa haldið þar til með minnst einn gísl í haldi. AFP greinir frá því að bræðurnir hafi haldið út úr prentsmiðjunni og byrjað að skjóta í átt að lögreglu. Hafi þeir verið skotnir til bana. Skothljóð og fjórar eða fimm sprengingar heyrðust í sjónvarpsútsendingum frá staðnum. Tveir lögreglumenn særðust í aðgerðum við verslunina í austurhluta Parísarborgar. Minnst fjórir gíslar létu lífið í umsátrinu í austurhluta Parísar. Franska lögreglan réðist til atlögu gegn gíslatökustöðunum í samræmdri aðgerð. Alsírska leyniþjónustan varaði á þriðjudag frönsk yfirvöld við yfirvofandi hryðjuverkaárás. Það var daginn áður en að ráðist var á skrifstofur satírublaðsins Charlie Hebdo. Franska sjónvarpsstöðin iTele greinir frá þessu. Bræðurnir eru ættaðir frá Alsír.Tengdist bræðrunum Amedy Coulibaly réðist þungvopnaður inn í kosher matvöruverslun í Porte de Vincennes í austurhluta Parísar og tók minnst fimm gíslingu, þar á meðal börn í dag eftir að umsátur í Dammartin-en-Goële hafði staðið í nokkurn tíma. Samkvæmt sjónarvottum var hann vopnaður tveimur Kalashnikov-hríðskotarifflum. Coulibaly hafði krafist þess við lögreglu að Kouachi-bræðrunum yrði sleppt úr umsátri lögreglunnar. Samkvæmt frönskum fjölmiðlum tengdist Coulibaly bræðrunum. Coulibaly er með langan sakaferil og hefur margoft verið dæmdur vegna þjófnaðar- og fíkniefnamála. Þá hefur nafn hans komið upp í tengslum við lögreglurannsóknir þar sem nafn Cherif Kouachi hefur komið upp. Að sögn Le Monde voru Coulibaly og Cherif Kouachi tveir af nánustu fylgjendum hins dæmda hryðjuverkamanns, Djamel Beghal . Símahleranir lögreglu hafi leitt í ljós að tvímenningarnir hafi heimsótt heimili Beghal í bænum Murat í suðurhluta Frakklands.Reyndu að drepa prentfrelsið Bræðurnir eru grunaðir eru um árásina á ritstjórnarskrifstofum Charlie Hebdo á miðvikudaginn. Tólf manns létust í árásinni, þar af tveir lögreglumenn og átta starfsmenn blaðsins. Þjóðarsorg var í Frakklandi í gær og hefur viðbúnaður verið færður á hæsta stig í París og á þeim stöðum sem mannanna hefur verið leitað. Mikill víðbúnaður var við ritstjórnarskrifstofur Liberation í París í morgun þar sem blaðamenn og teiknarar hafa komið saman til að vinna að útgáfu næsta tölublaðs Charlie Hebdo. Valls forsætisráðherra heimsótti ritstjórnarskrifstofurnar um hádegisbil. Sagði hann árásarmennina reynt að drepa prentfrelsið og sterkasta svarið við því væri að halda útgáfu blaðsins Charlie Hebdo áfram. Stór hluti ritstjórnarinnar lést í árásinni og hafa aðrir fjölmiðlar boðið fram starfskrafta til að tryggja útgáfu blaðsins, þar á meðal Liberation. Þá hefur franska ríkið einnig boðið fram stuðning. Tölublaðið verður gefið út í milljón eintaka, en blaðið var vanalega gefið út í minna en 60 þúsund eintökum. Charlie Hebdo Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Lögregla réðst til atlögu gegn báðum gíslatökustöðunum í og í kringum París um klukkan 16. AFP greinir frá því að bræðurnir Said og Cherif Kouachi séu báðir látnir og að takist hafi að bjarga gíslinum í prentsmiðjunni í Dammartin. Greint hefur verið frá því að gíslatökumaðurinn í París hafi fallið í aðgerðum lögreglu auk að minnsta kosti fjögurra gísla sem voru í versluninni. Áður hafði verið greint frá því að allir gíslarnir hefðu komist lífs af. Ekki liggur fyrir hvort þeir hafi látist fyrir eða eftir áhlaup lögreglu.Umsátur hófst í morgun Mikil lögregluaðgerð hefur staðið yfir í Dammartin-en-Goële, 35 kílómetra norðaustur af París, í allan dag en Kouachi-bræðurnir, sem grunaðir eru um árásina á skrifstofur Charlie Hebdo, hafa haldið þar til með minnst einn gísl í haldi. AFP greinir frá því að bræðurnir hafi haldið út úr prentsmiðjunni og byrjað að skjóta í átt að lögreglu. Hafi þeir verið skotnir til bana. Skothljóð og fjórar eða fimm sprengingar heyrðust í sjónvarpsútsendingum frá staðnum. Tveir lögreglumenn særðust í aðgerðum við verslunina í austurhluta Parísarborgar. Minnst fjórir gíslar létu lífið í umsátrinu í austurhluta Parísar. Franska lögreglan réðist til atlögu gegn gíslatökustöðunum í samræmdri aðgerð. Alsírska leyniþjónustan varaði á þriðjudag frönsk yfirvöld við yfirvofandi hryðjuverkaárás. Það var daginn áður en að ráðist var á skrifstofur satírublaðsins Charlie Hebdo. Franska sjónvarpsstöðin iTele greinir frá þessu. Bræðurnir eru ættaðir frá Alsír.Tengdist bræðrunum Amedy Coulibaly réðist þungvopnaður inn í kosher matvöruverslun í Porte de Vincennes í austurhluta Parísar og tók minnst fimm gíslingu, þar á meðal börn í dag eftir að umsátur í Dammartin-en-Goële hafði staðið í nokkurn tíma. Samkvæmt sjónarvottum var hann vopnaður tveimur Kalashnikov-hríðskotarifflum. Coulibaly hafði krafist þess við lögreglu að Kouachi-bræðrunum yrði sleppt úr umsátri lögreglunnar. Samkvæmt frönskum fjölmiðlum tengdist Coulibaly bræðrunum. Coulibaly er með langan sakaferil og hefur margoft verið dæmdur vegna þjófnaðar- og fíkniefnamála. Þá hefur nafn hans komið upp í tengslum við lögreglurannsóknir þar sem nafn Cherif Kouachi hefur komið upp. Að sögn Le Monde voru Coulibaly og Cherif Kouachi tveir af nánustu fylgjendum hins dæmda hryðjuverkamanns, Djamel Beghal . Símahleranir lögreglu hafi leitt í ljós að tvímenningarnir hafi heimsótt heimili Beghal í bænum Murat í suðurhluta Frakklands.Reyndu að drepa prentfrelsið Bræðurnir eru grunaðir eru um árásina á ritstjórnarskrifstofum Charlie Hebdo á miðvikudaginn. Tólf manns létust í árásinni, þar af tveir lögreglumenn og átta starfsmenn blaðsins. Þjóðarsorg var í Frakklandi í gær og hefur viðbúnaður verið færður á hæsta stig í París og á þeim stöðum sem mannanna hefur verið leitað. Mikill víðbúnaður var við ritstjórnarskrifstofur Liberation í París í morgun þar sem blaðamenn og teiknarar hafa komið saman til að vinna að útgáfu næsta tölublaðs Charlie Hebdo. Valls forsætisráðherra heimsótti ritstjórnarskrifstofurnar um hádegisbil. Sagði hann árásarmennina reynt að drepa prentfrelsið og sterkasta svarið við því væri að halda útgáfu blaðsins Charlie Hebdo áfram. Stór hluti ritstjórnarinnar lést í árásinni og hafa aðrir fjölmiðlar boðið fram starfskrafta til að tryggja útgáfu blaðsins, þar á meðal Liberation. Þá hefur franska ríkið einnig boðið fram stuðning. Tölublaðið verður gefið út í milljón eintaka, en blaðið var vanalega gefið út í minna en 60 þúsund eintökum.
Charlie Hebdo Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira