Noregur og Danmörk eru sögð næsta skotmark hryðjuverkaárásar. Þetta kemur fram á franskri vefsíðu og norska TV2 segir frá. Talsmaður norsku öryggislögreglunnar PST segir embættið vinna að því að sannreyna upplýsingarnar.
„Við könnumst við hótanirnar og vinnum að því að athuga hvort ógnin sé trúverðug eður ei,“ segir upplýsingafulltrúi PST í samtali við TV2.
Að sögn upplýsingafulltrúans berast reglulega hótanir sem þessar og eru þær flestar flokkaðar sem ótrúverugar.
Frönsk vefsíða: Noregur og Danmörk næsta skotmark hryðjuverka
Atli Ísleifsson skrifar
