Fótbolti

Barcelona í annað sætið eftir sigur á meisturunum - sjáðu mörkin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Leikmenn Barcelona fagna marki
Leikmenn Barcelona fagna marki Vísir/Getty
Barcelona vann uppgjör næst efstu liða spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Liðið skellti meisturum Atletico Madrid 3-1 á heimavelli.

Neymar kom Barcelona yfir á 12. mínútu þegar hann fékk boltann frá Luis Suarez. Suarez skoraði sjálfur eftir sendingu Lionel Messi á 35. mínútu og staðan í hálfleik 2-0.

Mario Mandzukic minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 57. mínútu úr vítaspyrnu sem dæmd var á Messi.

Messi gerði sjálfur út um leikinn með þriðja marki Barcelona á 87. mínútu eftir skelfileg mistök í vörn Atletico Madrid.

Barcelona er nú eitt í öðru sæti deildarinnar með 41 stig eftir 18 leiki, stigi á eftir Real Madrid sem á þó leik til góða. Atletico Madrid er með 38 stig í þriðja sæti.

Neymar kemur Barca í 1-0: Luis Suárez bætir við marki, 2-0: Mario Mandzukic minnkar muninn úr víti: Lionel Messi innsiglar 3-1 sigur Barca:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×