Í fullkomnum heimi Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar 31. desember 2014 09:30 "Unnur hefur fengið sterka dansara með sér í verkið og má þar ekki á milli sjá hver stendur sig best.“ Dans: Vivid Þjóðleikhúsið Danshöfundur: Unnur Elísabet Gunnarsdóttir. Tónlist: Viktor Orri Árnason. Dansarar: Berglind Rafnsdóttir, Ellen Margrét Bæhrenz, Þórey Birgisdóttir, Sigríður Ólöf Valdimarsdóttir, Elín Signý W. Ragnarsdóttir. Leikmynd og búningar: Raluca Grada-Emandi. Hreyfigrafík: Olivia Lugojan-Ghenciu. Ljósahönnun: Jóhann Friðrik Ágústsson. Það er inn í fjölbreytta flóru íslenskra dansverka sem Unnur Elísabet frumsýnir verkið sitt Vivid nú á milli jóla og nýárs. Þar heldur hún uppi merkjum meira hefðbundinnar danssköpunar þar sem vel þjálfaðir dansarar tjá með hreyfingum, innan vel gerðrar danssköpunar, hugmynd sem er undirstrikuð með áhugaverðri tónlist og fallegri umgjörð. Unnur hefur þróað sinn ákveðna stíl í danssköpun á undanförnum árum. Verkin hennar eru oftast mjög sjónræn, þau vísa til kvenlegs veruleika, hreyfingar eru í fyrirrúmi sem tjáningarform og mikið er lagt upp úr danssmíðinni sem slíkri. Það sést á þessari sýningu eins og öðrum sem hún hefur gert að nostrað er við hvert smáatriði. Hreyfingarnar í verkinu, bæði stórar og smáar, einkennast af mýkt. Mikið er um smáar hreyfingar sem krefjast nákvæmni, hraða og sterkrar samhæfingar en þó eru aldrei nein læti. Unnur hefur fengið sterka dansara með sér í verkið og má þar ekki á milli sjá hver stendur sig best. Dansararnir ná góðum tökum á öllu hreyfiefninu og gefa því mikla dýpt. Verkið Vivid gerist í fullkomnum heimi að því er virðist en afhjúpar um leið yfirborðsmennsku, tilfinningaleysi, tómleika og endurtekningar. Vísað er í þann heim kvenna þar sem áhersla á yfirborðið skiptir meira máli en það sem undir liggur og ekkert má ógna hinni fullkomnu mynd út á við. Hvítir leikmunir, borð og stólar og ljósir búningar undirstrikuðu vel stemninguna og það sama má segja um hárgreiðsluna en dansararnir báru allar óaðfinnanlegan hnút í hárinu sem haggaðist ekki sama á hverju gekk. Liturinn og áferðin á samfestingunum og serkjum dansaranna voru mjög passandi og flott en sniðið minnti þó fullmikið á gríðarstór nærföt sem konur klæðast inni á kvennadeild Landspítalans eftir barnsburð og sloppana sem boðið er upp á þegar farið er í krabbameinsskoðun. Upplifun af dansverkum er eins misjöfn og þau eru mörg. Stundum eru þau þess eðlis að þau ýta við lífsskoðunum manns, stundum spila þau á tilfinningarnar og í önnur skipti fá þau mann til að hlæja. Vivid er síðan sú tegund verks sem er fyrst og fremst nautn að horfa á vegna þess hvað það er vandað þó að það búi einnig yfir boðskap sem vert er að hugsa um.Niðurstaða: Vandað og vel unnið dansverk. Gagnrýni Menning Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Dans: Vivid Þjóðleikhúsið Danshöfundur: Unnur Elísabet Gunnarsdóttir. Tónlist: Viktor Orri Árnason. Dansarar: Berglind Rafnsdóttir, Ellen Margrét Bæhrenz, Þórey Birgisdóttir, Sigríður Ólöf Valdimarsdóttir, Elín Signý W. Ragnarsdóttir. Leikmynd og búningar: Raluca Grada-Emandi. Hreyfigrafík: Olivia Lugojan-Ghenciu. Ljósahönnun: Jóhann Friðrik Ágústsson. Það er inn í fjölbreytta flóru íslenskra dansverka sem Unnur Elísabet frumsýnir verkið sitt Vivid nú á milli jóla og nýárs. Þar heldur hún uppi merkjum meira hefðbundinnar danssköpunar þar sem vel þjálfaðir dansarar tjá með hreyfingum, innan vel gerðrar danssköpunar, hugmynd sem er undirstrikuð með áhugaverðri tónlist og fallegri umgjörð. Unnur hefur þróað sinn ákveðna stíl í danssköpun á undanförnum árum. Verkin hennar eru oftast mjög sjónræn, þau vísa til kvenlegs veruleika, hreyfingar eru í fyrirrúmi sem tjáningarform og mikið er lagt upp úr danssmíðinni sem slíkri. Það sést á þessari sýningu eins og öðrum sem hún hefur gert að nostrað er við hvert smáatriði. Hreyfingarnar í verkinu, bæði stórar og smáar, einkennast af mýkt. Mikið er um smáar hreyfingar sem krefjast nákvæmni, hraða og sterkrar samhæfingar en þó eru aldrei nein læti. Unnur hefur fengið sterka dansara með sér í verkið og má þar ekki á milli sjá hver stendur sig best. Dansararnir ná góðum tökum á öllu hreyfiefninu og gefa því mikla dýpt. Verkið Vivid gerist í fullkomnum heimi að því er virðist en afhjúpar um leið yfirborðsmennsku, tilfinningaleysi, tómleika og endurtekningar. Vísað er í þann heim kvenna þar sem áhersla á yfirborðið skiptir meira máli en það sem undir liggur og ekkert má ógna hinni fullkomnu mynd út á við. Hvítir leikmunir, borð og stólar og ljósir búningar undirstrikuðu vel stemninguna og það sama má segja um hárgreiðsluna en dansararnir báru allar óaðfinnanlegan hnút í hárinu sem haggaðist ekki sama á hverju gekk. Liturinn og áferðin á samfestingunum og serkjum dansaranna voru mjög passandi og flott en sniðið minnti þó fullmikið á gríðarstór nærföt sem konur klæðast inni á kvennadeild Landspítalans eftir barnsburð og sloppana sem boðið er upp á þegar farið er í krabbameinsskoðun. Upplifun af dansverkum er eins misjöfn og þau eru mörg. Stundum eru þau þess eðlis að þau ýta við lífsskoðunum manns, stundum spila þau á tilfinningarnar og í önnur skipti fá þau mann til að hlæja. Vivid er síðan sú tegund verks sem er fyrst og fremst nautn að horfa á vegna þess hvað það er vandað þó að það búi einnig yfir boðskap sem vert er að hugsa um.Niðurstaða: Vandað og vel unnið dansverk.
Gagnrýni Menning Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira