Prinsinn er lífsstíll Björn Teitsson skrifar 23. desember 2014 11:00 Svavar Pétur Eysteinsson er maðurinn á bak við Prins Póló. Vísir/GVA Tónlist Sorrí Prins Póló Skakkapopp Í þessum póstpóstmóderníska heimi þar sem fólk sem situr við sama borð er hætt að talast við nema í gegnum spjallforrit á snjallsímum er sem betur til eitthvað mótvægi, einhver andspyrnuhreyfing við andleysinu. Einlæg andspyrnuhreyfing, andspyrnueinlægnishreyfing. Æ fleiri eru tilbúnir til að vera einlægir, kaldhæðnin er að verða úr sér gengin, nema þá að kaldhæðnin sé einlæg (það er hægt, spyrjið bara Hrafn Jónsson). Það er eitthvað í loftinu, finnið þið það ekki? Vinsældir hljómsveitarinnar Prins Póló bera vott um uppgang einlægninnar. Því eru vinsældir hljómsveitarinnar í raun kærkomnar, þær boða betri tilveru með húmor, náungakærleik og fósturlandsást að vopni. Ekki þjóðrembingsást…heldur nostalgískri væntumþykju um landið, um þjóðina, sem við viljum tilheyra. Hvort sem það er Libby's tómatsósa í gleri, fótanuddtæki eða hakk og spaghettí í matinn. Prinsinn er meira en tónlist, Prinsinn er afstaða. Prinsinn er lífsstíll. Þegar þetta er skrifað er ljóst að Sorrí, önnur breiðskífa sveitarinnar, er plata ársins hjá Fréttablaðinu. Eina sem hægt er að setja út á það val er að elstu lög plötunnar komu út fyrir allt að þremur árum en var í ár safnað saman á eina skífu í fyrsta sinn. Að öðru leyti er valið fullkomlega réttlætanlegt. Hún er stútfull af smellum, sem eru einstakir á sinn hátt. Þar má finna argasta danspopp í einu besta lagi Íslandssögunnar „Hamstra sjarma,“ ljúfsára ástarballöðu með synþatvisti í „Finn á mér,“ fullkomna sambandslýsingu í „Tipp Topp“ og manifestóinu „Bragðarefir“.Sorrí, það er varla veikan blett að finna á Sorrí. Hún er frumleg, hún er galsafull, hún hentar við öll tilefni – til að dansa, brosa, hlæja eða gráta. En það sem er fallegast, er að þjóðin er einmitt að fatta þetta. Svavar Pétur og Berglind eru ekki að gefa út sína fyrstu plötu, þau eru ekki að búa til ímynd sem er loks að slá í gegn. Þetta eru þau, spilin lögð á borðið – einlæglega. Prinsinn er meira en tónlist. Prinsinn er afstaða. Prinsinn er lífsstíll. Ertu með? Niðurstaða: Prins Póló gefur út samansafn af frábærum smáskífum síðustu ára með smá aukasnakki til viðbótar. Sorrí, en Sorrí er frábær plata fyrir alla, konur og kalla. Gagnrýni Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist Sorrí Prins Póló Skakkapopp Í þessum póstpóstmóderníska heimi þar sem fólk sem situr við sama borð er hætt að talast við nema í gegnum spjallforrit á snjallsímum er sem betur til eitthvað mótvægi, einhver andspyrnuhreyfing við andleysinu. Einlæg andspyrnuhreyfing, andspyrnueinlægnishreyfing. Æ fleiri eru tilbúnir til að vera einlægir, kaldhæðnin er að verða úr sér gengin, nema þá að kaldhæðnin sé einlæg (það er hægt, spyrjið bara Hrafn Jónsson). Það er eitthvað í loftinu, finnið þið það ekki? Vinsældir hljómsveitarinnar Prins Póló bera vott um uppgang einlægninnar. Því eru vinsældir hljómsveitarinnar í raun kærkomnar, þær boða betri tilveru með húmor, náungakærleik og fósturlandsást að vopni. Ekki þjóðrembingsást…heldur nostalgískri væntumþykju um landið, um þjóðina, sem við viljum tilheyra. Hvort sem það er Libby's tómatsósa í gleri, fótanuddtæki eða hakk og spaghettí í matinn. Prinsinn er meira en tónlist, Prinsinn er afstaða. Prinsinn er lífsstíll. Þegar þetta er skrifað er ljóst að Sorrí, önnur breiðskífa sveitarinnar, er plata ársins hjá Fréttablaðinu. Eina sem hægt er að setja út á það val er að elstu lög plötunnar komu út fyrir allt að þremur árum en var í ár safnað saman á eina skífu í fyrsta sinn. Að öðru leyti er valið fullkomlega réttlætanlegt. Hún er stútfull af smellum, sem eru einstakir á sinn hátt. Þar má finna argasta danspopp í einu besta lagi Íslandssögunnar „Hamstra sjarma,“ ljúfsára ástarballöðu með synþatvisti í „Finn á mér,“ fullkomna sambandslýsingu í „Tipp Topp“ og manifestóinu „Bragðarefir“.Sorrí, það er varla veikan blett að finna á Sorrí. Hún er frumleg, hún er galsafull, hún hentar við öll tilefni – til að dansa, brosa, hlæja eða gráta. En það sem er fallegast, er að þjóðin er einmitt að fatta þetta. Svavar Pétur og Berglind eru ekki að gefa út sína fyrstu plötu, þau eru ekki að búa til ímynd sem er loks að slá í gegn. Þetta eru þau, spilin lögð á borðið – einlæglega. Prinsinn er meira en tónlist. Prinsinn er afstaða. Prinsinn er lífsstíll. Ertu með? Niðurstaða: Prins Póló gefur út samansafn af frábærum smáskífum síðustu ára með smá aukasnakki til viðbótar. Sorrí, en Sorrí er frábær plata fyrir alla, konur og kalla.
Gagnrýni Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira