Alfreð tekur ekki bara góðu metin af Pétri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2014 08:00 Metbið eftir marki. Pétur Pétursson með Hércules 1985 og Alfreð Finnbogason með Real Sociedad í leiknum á móti Levante um helgina. Fréttablaðið/Getty Alfreð Finnbogason hefur verið duglegur að taka góðu metin af Pétri Péturssyni en nú er hann búinn að taka eitt „slæmt“ met af Pétri líka. Alfreð varð á laugardaginn fyrsti íslenski sóknarmaðurinn sem nær ekki að skora í ellefu fyrstu leikjum sínum í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Alfreð náði ekki að fylgja eftir tveggja marka leik sínum á móti C-deildarliðinu Real Oviedo í bikarnum í vikunni á undan. Alfreð hefur á síðustu árum tekið metin af Pétri Péturssyni yfir flest mörk á einu almanaksári og flest mörk á einu í tímabili í efstu deild en þau bæði átti Pétur í meira en þrjá áratugi.Alfreð er fjórði íslenski sóknarmaðurinn sem spilar í spænsku úrvalsdeildinni. Pétur Pétursson spilaði með Hércules tímabilið 1985 til 1986 og skoraði ekki fyrr en í sínum ellefta leik eða þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Celta de Vigo 10. nóvember 1985. Pétur Pétursson á reyndar enn mínútu-metið en fyrsta mark hans kom ekki fyrr en eftir 685 mínútna leik. Alfreð hefur komið inn á sem varamaður í mörgum leikja sinna með Sociedad í vetur og er því „bara“ kominn með 477 mínútur. Fyrsta mark Þórðar Guðjónssonar fyrir Las Palmas tímabilið 2000 til 2001 lét ekki bíða eftir sér en hann skoraði í sínum öðrum leik og eftir aðeins 25 mínútna leik. Þórður kom inn á sem varamaður í fyrstu tveimur leikjum sínum og skoraði í leik númer tvö.Pétur fagnar í leik með Hercules.fréttablaðið/gettyEiður Smári Guðjohnsen var aðeins 13 mínútur að skora í sínum fyrsta leik með Barcelona eftir að hafa komið inn á sem varamaður á móti Celta de Vigo 28. ágúst 2006. Eiður Smári átti það því sameiginlegt með hinum tveimur íslensku sóknarmönnunum að skora sitt fyrsta mark sem varamaður. Einn annar leikmaður hefur reyndar spilað í spænsku úrvalsdeildinni án þess að skora en miðjumaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson lék 12 leiki með Real Betis á árunum 2001 til 2002. Næsti leikur Alfreðs og félaga hans í Real Sociedad er ekki fyrr en í byrjun nýja ársins en þá mæta þeir Barcelona á heimavelli sínum 4. janúar. Spænski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Alfreð Finnbogason hefur verið duglegur að taka góðu metin af Pétri Péturssyni en nú er hann búinn að taka eitt „slæmt“ met af Pétri líka. Alfreð varð á laugardaginn fyrsti íslenski sóknarmaðurinn sem nær ekki að skora í ellefu fyrstu leikjum sínum í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Alfreð náði ekki að fylgja eftir tveggja marka leik sínum á móti C-deildarliðinu Real Oviedo í bikarnum í vikunni á undan. Alfreð hefur á síðustu árum tekið metin af Pétri Péturssyni yfir flest mörk á einu almanaksári og flest mörk á einu í tímabili í efstu deild en þau bæði átti Pétur í meira en þrjá áratugi.Alfreð er fjórði íslenski sóknarmaðurinn sem spilar í spænsku úrvalsdeildinni. Pétur Pétursson spilaði með Hércules tímabilið 1985 til 1986 og skoraði ekki fyrr en í sínum ellefta leik eða þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Celta de Vigo 10. nóvember 1985. Pétur Pétursson á reyndar enn mínútu-metið en fyrsta mark hans kom ekki fyrr en eftir 685 mínútna leik. Alfreð hefur komið inn á sem varamaður í mörgum leikja sinna með Sociedad í vetur og er því „bara“ kominn með 477 mínútur. Fyrsta mark Þórðar Guðjónssonar fyrir Las Palmas tímabilið 2000 til 2001 lét ekki bíða eftir sér en hann skoraði í sínum öðrum leik og eftir aðeins 25 mínútna leik. Þórður kom inn á sem varamaður í fyrstu tveimur leikjum sínum og skoraði í leik númer tvö.Pétur fagnar í leik með Hercules.fréttablaðið/gettyEiður Smári Guðjohnsen var aðeins 13 mínútur að skora í sínum fyrsta leik með Barcelona eftir að hafa komið inn á sem varamaður á móti Celta de Vigo 28. ágúst 2006. Eiður Smári átti það því sameiginlegt með hinum tveimur íslensku sóknarmönnunum að skora sitt fyrsta mark sem varamaður. Einn annar leikmaður hefur reyndar spilað í spænsku úrvalsdeildinni án þess að skora en miðjumaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson lék 12 leiki með Real Betis á árunum 2001 til 2002. Næsti leikur Alfreðs og félaga hans í Real Sociedad er ekki fyrr en í byrjun nýja ársins en þá mæta þeir Barcelona á heimavelli sínum 4. janúar.
Spænski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira