Alfreð tekur ekki bara góðu metin af Pétri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2014 08:00 Metbið eftir marki. Pétur Pétursson með Hércules 1985 og Alfreð Finnbogason með Real Sociedad í leiknum á móti Levante um helgina. Fréttablaðið/Getty Alfreð Finnbogason hefur verið duglegur að taka góðu metin af Pétri Péturssyni en nú er hann búinn að taka eitt „slæmt“ met af Pétri líka. Alfreð varð á laugardaginn fyrsti íslenski sóknarmaðurinn sem nær ekki að skora í ellefu fyrstu leikjum sínum í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Alfreð náði ekki að fylgja eftir tveggja marka leik sínum á móti C-deildarliðinu Real Oviedo í bikarnum í vikunni á undan. Alfreð hefur á síðustu árum tekið metin af Pétri Péturssyni yfir flest mörk á einu almanaksári og flest mörk á einu í tímabili í efstu deild en þau bæði átti Pétur í meira en þrjá áratugi.Alfreð er fjórði íslenski sóknarmaðurinn sem spilar í spænsku úrvalsdeildinni. Pétur Pétursson spilaði með Hércules tímabilið 1985 til 1986 og skoraði ekki fyrr en í sínum ellefta leik eða þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Celta de Vigo 10. nóvember 1985. Pétur Pétursson á reyndar enn mínútu-metið en fyrsta mark hans kom ekki fyrr en eftir 685 mínútna leik. Alfreð hefur komið inn á sem varamaður í mörgum leikja sinna með Sociedad í vetur og er því „bara“ kominn með 477 mínútur. Fyrsta mark Þórðar Guðjónssonar fyrir Las Palmas tímabilið 2000 til 2001 lét ekki bíða eftir sér en hann skoraði í sínum öðrum leik og eftir aðeins 25 mínútna leik. Þórður kom inn á sem varamaður í fyrstu tveimur leikjum sínum og skoraði í leik númer tvö.Pétur fagnar í leik með Hercules.fréttablaðið/gettyEiður Smári Guðjohnsen var aðeins 13 mínútur að skora í sínum fyrsta leik með Barcelona eftir að hafa komið inn á sem varamaður á móti Celta de Vigo 28. ágúst 2006. Eiður Smári átti það því sameiginlegt með hinum tveimur íslensku sóknarmönnunum að skora sitt fyrsta mark sem varamaður. Einn annar leikmaður hefur reyndar spilað í spænsku úrvalsdeildinni án þess að skora en miðjumaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson lék 12 leiki með Real Betis á árunum 2001 til 2002. Næsti leikur Alfreðs og félaga hans í Real Sociedad er ekki fyrr en í byrjun nýja ársins en þá mæta þeir Barcelona á heimavelli sínum 4. janúar. Spænski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Sjá meira
Alfreð Finnbogason hefur verið duglegur að taka góðu metin af Pétri Péturssyni en nú er hann búinn að taka eitt „slæmt“ met af Pétri líka. Alfreð varð á laugardaginn fyrsti íslenski sóknarmaðurinn sem nær ekki að skora í ellefu fyrstu leikjum sínum í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Alfreð náði ekki að fylgja eftir tveggja marka leik sínum á móti C-deildarliðinu Real Oviedo í bikarnum í vikunni á undan. Alfreð hefur á síðustu árum tekið metin af Pétri Péturssyni yfir flest mörk á einu almanaksári og flest mörk á einu í tímabili í efstu deild en þau bæði átti Pétur í meira en þrjá áratugi.Alfreð er fjórði íslenski sóknarmaðurinn sem spilar í spænsku úrvalsdeildinni. Pétur Pétursson spilaði með Hércules tímabilið 1985 til 1986 og skoraði ekki fyrr en í sínum ellefta leik eða þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Celta de Vigo 10. nóvember 1985. Pétur Pétursson á reyndar enn mínútu-metið en fyrsta mark hans kom ekki fyrr en eftir 685 mínútna leik. Alfreð hefur komið inn á sem varamaður í mörgum leikja sinna með Sociedad í vetur og er því „bara“ kominn með 477 mínútur. Fyrsta mark Þórðar Guðjónssonar fyrir Las Palmas tímabilið 2000 til 2001 lét ekki bíða eftir sér en hann skoraði í sínum öðrum leik og eftir aðeins 25 mínútna leik. Þórður kom inn á sem varamaður í fyrstu tveimur leikjum sínum og skoraði í leik númer tvö.Pétur fagnar í leik með Hercules.fréttablaðið/gettyEiður Smári Guðjohnsen var aðeins 13 mínútur að skora í sínum fyrsta leik með Barcelona eftir að hafa komið inn á sem varamaður á móti Celta de Vigo 28. ágúst 2006. Eiður Smári átti það því sameiginlegt með hinum tveimur íslensku sóknarmönnunum að skora sitt fyrsta mark sem varamaður. Einn annar leikmaður hefur reyndar spilað í spænsku úrvalsdeildinni án þess að skora en miðjumaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson lék 12 leiki með Real Betis á árunum 2001 til 2002. Næsti leikur Alfreðs og félaga hans í Real Sociedad er ekki fyrr en í byrjun nýja ársins en þá mæta þeir Barcelona á heimavelli sínum 4. janúar.
Spænski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Sjá meira