Þú ert söguhetjan Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 22. desember 2014 12:00 Þín eigin þjóðsaga Bækur: Þín eigin þjóðsaga Ævar Þór Benediktsson Mál og menning Sögur enda ekki allar vel, stundum fer allt á versta veg. Þá er mikill lúxus að geta byrjað upp á nýtt á sögunni, tekið aðra ákvörðun og séð hvort leysist úr málunum. Þín eigin þjóðsaga er eiginlega ekki ein saga heldur margar smásögur, þar sem lesandinn er söguhetjan og tekur ákvörðun í lok hvers kafla um framgang mála. Þannig býður bókin upp á að vera lesin aftur og aftur og á ólíka vegu. Ævar Þór Benediktsson er flestum börnum kunnugur í hlutverki sínu sem Ævar vísindamaður. Og þótt bókin eigi kannski lítið skylt við vísindi þá er hún engu að síður nokkuð tilraunakennd og býður lesendum sínum að gera eigin tilraunir með söguþráðinn. Já, þetta eru eiginlega margar smásögur, þar sem lesandinn fær samt á tilfinninguna að hann stjórni ferðinni algjörlega. Höfundur sækir innblástur í þjóðsagnaarf Íslendinga sem og söguna. Ýmsir karakterar verða á vegi lesandans, gömlu jólasveinarnir, Sæmundur fróði, Jón Árnason, Grimms-bræður og Lagarfljótsormurinn, svo dæmi séu tekin. Þannig er bókin fræðandi og til að auka enn á fræðslugildið laumar höfundur ýmsum orðskýringum í textann. Sem er vel.Ævar Þór Benediktsson „Bókin minnir eiginlega frekar á borðspil en bók. Áhugaverð og skemmtileg tilraun,“ segir Halla Þórlaug.Vísir/ValliBókin er skrifuð í annarri persónu, lesandinn er ávarpaður og settur inn í söguna. Hann er aðalsöguhetjan. Aðalsöguhetjan er þannig skrifuð nokkurn veginn persónuleikalaus. Hugmyndin er væntanlega sú að hafa hetjuna hlutlausa svo lesandinn geti fært eigin persónuleika yfir á hana. Höfundur er meðvitaður um þetta og passar sig að forðast orð sem koma upp um kyn „þitt“ eða nafn. Afleiðingin er sú að lesandinn fær ekki mikla samúð með aðalpersónunni. Markmið bókarinnar er auðvitað annað. Hún er söguþráðardrifin – eðli málsins samkvæmt – og persónur skipta þá minna máli. Þó skal taka fram að aukapersónur allar eru vel heppnaðar og þeim að þakka er bókin á köflum stórskemmtileg og fyndin. Bókin minnir eiginlega frekar á borðspil en bók. Áhugaverð og skemmtileg tilraun sem mun vafalaust slá í gegn hjá ungum lesendum og býður einnig upp á skemmtilegan og gagnvirkan upplestur. Niðurstaða: Öðruvísi bók sem ætti að höfða til bæði til bókaorma og líka þeirra sem hafa meira gaman af borðspilum en bókalestri. Gagnrýni Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Bækur: Þín eigin þjóðsaga Ævar Þór Benediktsson Mál og menning Sögur enda ekki allar vel, stundum fer allt á versta veg. Þá er mikill lúxus að geta byrjað upp á nýtt á sögunni, tekið aðra ákvörðun og séð hvort leysist úr málunum. Þín eigin þjóðsaga er eiginlega ekki ein saga heldur margar smásögur, þar sem lesandinn er söguhetjan og tekur ákvörðun í lok hvers kafla um framgang mála. Þannig býður bókin upp á að vera lesin aftur og aftur og á ólíka vegu. Ævar Þór Benediktsson er flestum börnum kunnugur í hlutverki sínu sem Ævar vísindamaður. Og þótt bókin eigi kannski lítið skylt við vísindi þá er hún engu að síður nokkuð tilraunakennd og býður lesendum sínum að gera eigin tilraunir með söguþráðinn. Já, þetta eru eiginlega margar smásögur, þar sem lesandinn fær samt á tilfinninguna að hann stjórni ferðinni algjörlega. Höfundur sækir innblástur í þjóðsagnaarf Íslendinga sem og söguna. Ýmsir karakterar verða á vegi lesandans, gömlu jólasveinarnir, Sæmundur fróði, Jón Árnason, Grimms-bræður og Lagarfljótsormurinn, svo dæmi séu tekin. Þannig er bókin fræðandi og til að auka enn á fræðslugildið laumar höfundur ýmsum orðskýringum í textann. Sem er vel.Ævar Þór Benediktsson „Bókin minnir eiginlega frekar á borðspil en bók. Áhugaverð og skemmtileg tilraun,“ segir Halla Þórlaug.Vísir/ValliBókin er skrifuð í annarri persónu, lesandinn er ávarpaður og settur inn í söguna. Hann er aðalsöguhetjan. Aðalsöguhetjan er þannig skrifuð nokkurn veginn persónuleikalaus. Hugmyndin er væntanlega sú að hafa hetjuna hlutlausa svo lesandinn geti fært eigin persónuleika yfir á hana. Höfundur er meðvitaður um þetta og passar sig að forðast orð sem koma upp um kyn „þitt“ eða nafn. Afleiðingin er sú að lesandinn fær ekki mikla samúð með aðalpersónunni. Markmið bókarinnar er auðvitað annað. Hún er söguþráðardrifin – eðli málsins samkvæmt – og persónur skipta þá minna máli. Þó skal taka fram að aukapersónur allar eru vel heppnaðar og þeim að þakka er bókin á köflum stórskemmtileg og fyndin. Bókin minnir eiginlega frekar á borðspil en bók. Áhugaverð og skemmtileg tilraun sem mun vafalaust slá í gegn hjá ungum lesendum og býður einnig upp á skemmtilegan og gagnvirkan upplestur. Niðurstaða: Öðruvísi bók sem ætti að höfða til bæði til bókaorma og líka þeirra sem hafa meira gaman af borðspilum en bókalestri.
Gagnrýni Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira