Flottur einleikari með London Philharmonic Jónas Sen skrifar 22. desember 2014 12:30 Leif Ove Andsnes „Krafturinn í túlkuninni var smitandi, það var eitthvað karlmannlegt og hraustlegt við hana.“ Nordicphotos/Getty Tónlist: London Philharmonic Orchestra Einleikari: Leif Ove Andsnes. Stjórnandi: Osmo Vänskä Verk eftir Vaughan Williams, Beethoven og Tsjaíkovskí. Tónleikar í Eldborg í Hörpu fimmtudagur 18. desember Ég sá og heyrði Leif Ove Andsnes leika einleikinn í 3. píanókonsert Prokofievs með Sinfóníuhljómsveit Íslands þegar hann var bara sextán ára. Það voru stórfenglegir tónleikar. Ljóst er að honum hefur ekki farið aftur. Hann var einleikarinn á tónleikum London Philharmonic Orchestra á fimmtudagskvöldið. Að þessu sinni var hinn svonefndi Keisarakonsert Beethovens á dagskránni. Það er sá fimmti og síðasti sem hann samdi. Nafnið á konsertinum er trix sem nótnabókaútgefandinn fann upp á. „Keisarakonsert“ þótti óneitanlega meira sexí en „Konsert númer fimm“. Andsnes spilaði af yfirburðum. Allar nótnarunurnar fram og til baka, upp og niður hljómborðið voru óaðfinnanlegar. Krafturinn í túlkuninni var smitandi, það var eitthvað karlmannlegt og hraustlegt við hana. Hún var fremur hröð, sem fór verkinu vel. Samspil hljómsveitar og píanóleikara var líka með eindæmum gott, alveg hárnákvæmt. Osmo Vänskä hélt á sprotanum. Hann er tignarlegur stjórnandi, ber sig óvanalega fallega. Það var nánast eins og hann væri að gera kínverskar tai chi-æfingar fyrir framan hljómsveitina. Fyrsta verkið á efnisskránni, strengjastykki eftir Vaughan Williams var sérlega vel leikið. Það heitir Fantasía um stef eftir Thomas Tallis, sem var enskt tónskáld á sextándu öld. Tallis samdi magnaða kórtónlist, mjög fjölradda. Hér var strengjasveitinni, rétt eins og margradda kór, skipt upp í misstórar einingar. Hver þeirra hafði sína rödd. Útkoman var fínlega ofinn tónavefur sem var sjarmerandi íhugull. Hljómsveitin spilaði verkið af yfirburðum. Nákvæmnin í leiknum var aðdáunarverð, túlkunin áleitin og þráðurinn heill. Fyrsta sinfónía Tsjaíkovskís var líka sannfærandi í meðförum hljómsveitarinnar. Leikurinn var hressilegur og það var tilkomumikið hvernig ákafinn í túlkuninni stigmagnaðist. En í samanburðinum við aðrar erlendar hljómsveitir sem hingað hafa komið til tónleikahalds, þá var Fílharmóníusveitin hreinlega ekki eins góð. Það voru hnökrar hér, óhreinar nótur þar, ósamtaka spil annars staðar. Ekkert þó neitt áberandi, en það taldi samt. Sá orðrómur er uppi að breskar hljómsveitir fái ekki mikinn æfingatíma vegna tilkostnaðar. Þær æfa lítið, en spila mikið. Eftir að hafa heyrt hljómsveitina nú, þá get ég vel trúað að það sé rétt.Niðurstaða: Magnaður einleikur, hljómsveitin var flott, en ekki fullkomin. Gagnrýni Menning Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Tónlist: London Philharmonic Orchestra Einleikari: Leif Ove Andsnes. Stjórnandi: Osmo Vänskä Verk eftir Vaughan Williams, Beethoven og Tsjaíkovskí. Tónleikar í Eldborg í Hörpu fimmtudagur 18. desember Ég sá og heyrði Leif Ove Andsnes leika einleikinn í 3. píanókonsert Prokofievs með Sinfóníuhljómsveit Íslands þegar hann var bara sextán ára. Það voru stórfenglegir tónleikar. Ljóst er að honum hefur ekki farið aftur. Hann var einleikarinn á tónleikum London Philharmonic Orchestra á fimmtudagskvöldið. Að þessu sinni var hinn svonefndi Keisarakonsert Beethovens á dagskránni. Það er sá fimmti og síðasti sem hann samdi. Nafnið á konsertinum er trix sem nótnabókaútgefandinn fann upp á. „Keisarakonsert“ þótti óneitanlega meira sexí en „Konsert númer fimm“. Andsnes spilaði af yfirburðum. Allar nótnarunurnar fram og til baka, upp og niður hljómborðið voru óaðfinnanlegar. Krafturinn í túlkuninni var smitandi, það var eitthvað karlmannlegt og hraustlegt við hana. Hún var fremur hröð, sem fór verkinu vel. Samspil hljómsveitar og píanóleikara var líka með eindæmum gott, alveg hárnákvæmt. Osmo Vänskä hélt á sprotanum. Hann er tignarlegur stjórnandi, ber sig óvanalega fallega. Það var nánast eins og hann væri að gera kínverskar tai chi-æfingar fyrir framan hljómsveitina. Fyrsta verkið á efnisskránni, strengjastykki eftir Vaughan Williams var sérlega vel leikið. Það heitir Fantasía um stef eftir Thomas Tallis, sem var enskt tónskáld á sextándu öld. Tallis samdi magnaða kórtónlist, mjög fjölradda. Hér var strengjasveitinni, rétt eins og margradda kór, skipt upp í misstórar einingar. Hver þeirra hafði sína rödd. Útkoman var fínlega ofinn tónavefur sem var sjarmerandi íhugull. Hljómsveitin spilaði verkið af yfirburðum. Nákvæmnin í leiknum var aðdáunarverð, túlkunin áleitin og þráðurinn heill. Fyrsta sinfónía Tsjaíkovskís var líka sannfærandi í meðförum hljómsveitarinnar. Leikurinn var hressilegur og það var tilkomumikið hvernig ákafinn í túlkuninni stigmagnaðist. En í samanburðinum við aðrar erlendar hljómsveitir sem hingað hafa komið til tónleikahalds, þá var Fílharmóníusveitin hreinlega ekki eins góð. Það voru hnökrar hér, óhreinar nótur þar, ósamtaka spil annars staðar. Ekkert þó neitt áberandi, en það taldi samt. Sá orðrómur er uppi að breskar hljómsveitir fái ekki mikinn æfingatíma vegna tilkostnaðar. Þær æfa lítið, en spila mikið. Eftir að hafa heyrt hljómsveitina nú, þá get ég vel trúað að það sé rétt.Niðurstaða: Magnaður einleikur, hljómsveitin var flott, en ekki fullkomin.
Gagnrýni Menning Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira