Magnaðar tónahugleiðslur Jónas Sen skrifar 18. desember 2014 16:00 525 Tónlist: 525 Gunnar Gunnarsson ásamt Ásgeiri Ásgeirssyni og Þorgrími Jónssyni Dimma 525 er ekki sérlega krassandi titill á geisladiski. 666 myndi vekja miklu meiri athygli. En 525 hefur líka merkingu, mun háleitari. Sálmur nr. 525 í sálmabók kirkjunnar er friðarbæn Páls Kolka, Til þín, Drottinn hnatta og heima. Við hana samdi Þorkell Sigurbjörnsson undurfagurt lag. Það er að finna á geisladiski Gunnars Gunnarssonar, sem er m.a. organisti Fríkirkjunnar. Þetta er samt ekki sálmadiskur í venjulegum skilningi. Gunnar hefur áður vakið athygli fyrir óhefðbundnar djassútsetningar á íslenskum sálmum og diskurinn nú er einmitt í þeim anda . Þarna eru tvö lög úr Hallgrímspassíu Sigurðar Sævarssonar. Ég hef ekki heyrt passíuna sjálfa, en lögin hér hljóma ákaflega fallega. Þau eru þýð og yfir þeim er heillandi ferskleiki. Hið magnaða lag Gunnars Þórðarsonar úr óperunni Ragnheiði, Allt eins og blómstrið eina, kemur líka prýðilega út í útsetningu Gunnars. Lagið er grípandi og útsetningin er látlaus og innhverf. Hún er nánast eins og hugleiðsla í stofunni heima eftir að hafa séð óperuna á sviði. Það er mögnuð upplifun. Aðdáunarvert er hversu Gunnari tekst að gera lögin að sínum, án þess að stela þeim. Lögin eru allskonar, hinn fyrrnefndi sálmur nr. 525, einnig Haustvísur til Máríu eftir Atla Heimi Sveinsson, Hinsta kveðja eftir Sigurð Flosason og fleira. En persónuleiki Gunnars er í þeim öllum. Maður fær nýja sýn á lögin, akkúrat eins og góð útsetning á að framkalla. Hljóðfæraleikurinn á geisladiskinum er flottur. Gunnar spilar af unaðslegri litfegurð á píanóið, Ásgeir Ásgeirsson er innblásinn á gítarinn og kontrabassaleikur Þorgríms Jónssonar er kvikur og áleitinn. Það gerist varla betra.Niðurstaða: Einstaklega heillandi djassútsetningar og flutningur á nokkrum perlum íslenskra sálmatónbókmennta. Gagnrýni Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist: 525 Gunnar Gunnarsson ásamt Ásgeiri Ásgeirssyni og Þorgrími Jónssyni Dimma 525 er ekki sérlega krassandi titill á geisladiski. 666 myndi vekja miklu meiri athygli. En 525 hefur líka merkingu, mun háleitari. Sálmur nr. 525 í sálmabók kirkjunnar er friðarbæn Páls Kolka, Til þín, Drottinn hnatta og heima. Við hana samdi Þorkell Sigurbjörnsson undurfagurt lag. Það er að finna á geisladiski Gunnars Gunnarssonar, sem er m.a. organisti Fríkirkjunnar. Þetta er samt ekki sálmadiskur í venjulegum skilningi. Gunnar hefur áður vakið athygli fyrir óhefðbundnar djassútsetningar á íslenskum sálmum og diskurinn nú er einmitt í þeim anda . Þarna eru tvö lög úr Hallgrímspassíu Sigurðar Sævarssonar. Ég hef ekki heyrt passíuna sjálfa, en lögin hér hljóma ákaflega fallega. Þau eru þýð og yfir þeim er heillandi ferskleiki. Hið magnaða lag Gunnars Þórðarsonar úr óperunni Ragnheiði, Allt eins og blómstrið eina, kemur líka prýðilega út í útsetningu Gunnars. Lagið er grípandi og útsetningin er látlaus og innhverf. Hún er nánast eins og hugleiðsla í stofunni heima eftir að hafa séð óperuna á sviði. Það er mögnuð upplifun. Aðdáunarvert er hversu Gunnari tekst að gera lögin að sínum, án þess að stela þeim. Lögin eru allskonar, hinn fyrrnefndi sálmur nr. 525, einnig Haustvísur til Máríu eftir Atla Heimi Sveinsson, Hinsta kveðja eftir Sigurð Flosason og fleira. En persónuleiki Gunnars er í þeim öllum. Maður fær nýja sýn á lögin, akkúrat eins og góð útsetning á að framkalla. Hljóðfæraleikurinn á geisladiskinum er flottur. Gunnar spilar af unaðslegri litfegurð á píanóið, Ásgeir Ásgeirsson er innblásinn á gítarinn og kontrabassaleikur Þorgríms Jónssonar er kvikur og áleitinn. Það gerist varla betra.Niðurstaða: Einstaklega heillandi djassútsetningar og flutningur á nokkrum perlum íslenskra sálmatónbókmennta.
Gagnrýni Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira