Spennandi og bráðnauðsynlegt innslag Sigríður Jónsdóttir skrifar 15. desember 2014 15:30 MP5 „Hilmir og Tryggvi hafa þróað með sér virkilega skemmtilegt samband á sviðinu,“ segir Sigríður Jónsdóttir. Vísir/GVA Leiklist: MP5 Skrifað, leikið og leikstýrt af Hilmi Jenssyni og Tryggva Gunnarssyni Sýnt í Tjarnarbíói Hvað myndi gerast ef hríðskotabyssa væri kynnt inn í lítið og friðsamt samfélag? Er þörf á henni? Hver mun bera ábyrgð á skotvopninu? Hvernig breytast samskipti milli einstaklinga? Þetta eru einungis nokkrar af þeim spurningum sem teknar eru fyrir í MP5, nýju leikriti sem sýnt er á fjölum Tjarnarbíós. Verkið gerist í náinni framtíð í alþjóðlegri geimstöð þar sem tveir geimfarar eyða dögum sínum í góðu yfirlæti við rannsóknir og tedrykkju. En friðurinn er úti þegar eldur brýst út í vistarverum Bandaríkjamanna og neyðarbjöllurnar fara í gang. Þeir lokast inni í vinnuaðstöðu sinni og verða að búast við hinu versta. Hilmir og Tryggvi hafa þróað með sér virkilega skemmtilegt samband á sviðinu sem einkennist af leikgleði og einlægni. Þeir hafa fundið skemmtilegan leiktakt sem á vel við sviðsetninguna og skapa þar af leiðandi mjög gott jafnvægi sín á milli. Geimfararnir takast á, sættast, grínast og gleðjast hvor með öðrum en óvissuástandið gerir þeim mjög erfitt fyrir. Hvernig er hægt að skapa traust þar sem hættan leynist í hverju horni? Sviðsetningin er stílhrein og hönnunin er látlaus en uppfull af frumlegum lausnum. Sviðshreyfingarnar eru oft á tíðum bráðfyndnar og skemmtilega útsettar. Þá verður sérstaklega að nefna búningana sem eru samsettir úr hvítu teygjuefni, hvítum strigaskóm og dökkbláum nærbuxum, frábærir geimbúningar. Hljóðmyndin er að sama skapi einföld en virkilega smellin á köflum þar sem öll sviðshljóð eru leikin af hljóðmanni. Vandamálið við verk af þessu tagi er einmitt ástæðan fyrir því að þau eru svona áhugaverð; handritið er skrifað á stuttum tíma, í takt við líðandi stund en ekki gefst endilega mikið pláss fyrir endurskoðun eða flókna framvindu. Útkoman verður eins konar geimsápuópera sem hefur sína kosti og galla. Þannig fær glensið að njóta sín en erfiðara er að finna rými fyrir dramatísk augnablik. Af þeim sökum er hætta á að skrifa sig út í horn sem er síðan leyst með gömlu leikhúsbragði til að afgreiða lokin á verkinu. Þrátt fyrir fyrrnefnda vankanta á verkinu sjálfu þá er sýningin vonandi byrjun á nýrri bylgju af sviðsetningum sem bregðast skjótt við samtímaatburðum: Einföld örverk sem hafa mikið að segja, beintengd inn í íslenskan raunveruleika. Þetta er spennandi og bráðnauðsynlegt innslag í íslenskt samtímaleikhús sem getur verið alltof passasamt.Niðurstaða: Þrátt fyrir galla er MP5 virðingarvert og á köflum stórskemmtilegt ákall um betri viðbragðstíma sviðslistarinnar. Gagnrýni Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leiklist: MP5 Skrifað, leikið og leikstýrt af Hilmi Jenssyni og Tryggva Gunnarssyni Sýnt í Tjarnarbíói Hvað myndi gerast ef hríðskotabyssa væri kynnt inn í lítið og friðsamt samfélag? Er þörf á henni? Hver mun bera ábyrgð á skotvopninu? Hvernig breytast samskipti milli einstaklinga? Þetta eru einungis nokkrar af þeim spurningum sem teknar eru fyrir í MP5, nýju leikriti sem sýnt er á fjölum Tjarnarbíós. Verkið gerist í náinni framtíð í alþjóðlegri geimstöð þar sem tveir geimfarar eyða dögum sínum í góðu yfirlæti við rannsóknir og tedrykkju. En friðurinn er úti þegar eldur brýst út í vistarverum Bandaríkjamanna og neyðarbjöllurnar fara í gang. Þeir lokast inni í vinnuaðstöðu sinni og verða að búast við hinu versta. Hilmir og Tryggvi hafa þróað með sér virkilega skemmtilegt samband á sviðinu sem einkennist af leikgleði og einlægni. Þeir hafa fundið skemmtilegan leiktakt sem á vel við sviðsetninguna og skapa þar af leiðandi mjög gott jafnvægi sín á milli. Geimfararnir takast á, sættast, grínast og gleðjast hvor með öðrum en óvissuástandið gerir þeim mjög erfitt fyrir. Hvernig er hægt að skapa traust þar sem hættan leynist í hverju horni? Sviðsetningin er stílhrein og hönnunin er látlaus en uppfull af frumlegum lausnum. Sviðshreyfingarnar eru oft á tíðum bráðfyndnar og skemmtilega útsettar. Þá verður sérstaklega að nefna búningana sem eru samsettir úr hvítu teygjuefni, hvítum strigaskóm og dökkbláum nærbuxum, frábærir geimbúningar. Hljóðmyndin er að sama skapi einföld en virkilega smellin á köflum þar sem öll sviðshljóð eru leikin af hljóðmanni. Vandamálið við verk af þessu tagi er einmitt ástæðan fyrir því að þau eru svona áhugaverð; handritið er skrifað á stuttum tíma, í takt við líðandi stund en ekki gefst endilega mikið pláss fyrir endurskoðun eða flókna framvindu. Útkoman verður eins konar geimsápuópera sem hefur sína kosti og galla. Þannig fær glensið að njóta sín en erfiðara er að finna rými fyrir dramatísk augnablik. Af þeim sökum er hætta á að skrifa sig út í horn sem er síðan leyst með gömlu leikhúsbragði til að afgreiða lokin á verkinu. Þrátt fyrir fyrrnefnda vankanta á verkinu sjálfu þá er sýningin vonandi byrjun á nýrri bylgju af sviðsetningum sem bregðast skjótt við samtímaatburðum: Einföld örverk sem hafa mikið að segja, beintengd inn í íslenskan raunveruleika. Þetta er spennandi og bráðnauðsynlegt innslag í íslenskt samtímaleikhús sem getur verið alltof passasamt.Niðurstaða: Þrátt fyrir galla er MP5 virðingarvert og á köflum stórskemmtilegt ákall um betri viðbragðstíma sviðslistarinnar.
Gagnrýni Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira