Oft betra að taka 2-3 ár á Íslandi áður en farið er út Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. desember 2014 06:00 Þórir Ólafsson hefur lítið spilað vegna hnémeiðsla að undanförnu en segir meiðslin vonandi smávægileg. vísir/valli Þórir Ólafsson sneri aftur heim í íslenska handboltann í sumar eftir níu ára dvöl sem atvinnumaður, fyrst í Þýskalandi og svo Póllandi þar sem hann varð þrívegis meistari með stórliði Kielce. Þórir komst einnig í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 2013 og hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár. Þórir, sem býr nú og starfar á Selfossi, ákvað að ganga til liðs við Stjörnuna og kann þar vel við sig. „Þetta er auðvitað mikil breyting og eitt og annað sem maður var vanur úr atvinnumennskunni sem ekki er til staðar hér, sem eðlilegt er. Svo er fullt af nýjum leikmönnum sem maður þekkti ekki. Það er gaman að fá að takast á við nýja deild og takast á við þá áskorun að sanna sig upp á nýtt í íslenskum handbolta,“ segir Þórir. Þrátt fyrir að vera í næstneðsta sæti Olísdeildar karla eru aðeins þrjú stig upp í liðin í 5.-6. sæti deildarinnar. Þórir segir að úrslitin mættu ef til vill vera betri en að það sé góður stígandi í liðinu. „Þar að auki erum við með afar skemmtilegan hóp leikmanna í Stjörnunni. Við leyfum okkur að fagna hverjum sigri vel og innilega áður en við snúum okkur svo að næsta leik. Það er afar góður mórall í hópnum,“ segir hann.vísir/valliMinni gæði í leikjunum Þórir segir að deildin hafi breyst mikið síðan hann hélt utan til Þýskalands árið 2005. „Það voru fleiri útlendingar í deildinni þá og í minningunni finnst mér að það hafi verið fleiri eldri leikmenn en eru nú. Það gerir það að verkum að gæðin í leikjunum eru ekki alltaf mjög mikil sem sést best á því að það er oft lítið skorað og að liðin eiga oft í erfiðleikum með sóknarleikinn.“ „En það er fullt af flottum leikmönnum í deildinni en það hefur reynst erfiðara að halda þeim hér heima,“ segir Þórir sem var sjálfur 25 ára gamall þegar hann samdi við Lübbecke. „Stundum finnst mér að sumir leikmenn æði út allt of snemma. Það er ekki alltaf nóg að eiga eitt gott tímabil hér heima og oft er það betra að taka 2-3 ár í viðbót til að halda áfram að þroskast og vaxa sem leikmaður. Ef menn eru svo þar að auki að glíma við meiðsli þykir ekki gott að fara út í enn sterkari deild þar sem álagið er meira. Það er því að mörgu að huga og þá á ekki að hugsa bara um að koma sér út sem fyrst sama hvað,“ segir hann. Þórir segir að það sé allt til staðar hér á Íslandi fyrir unga leikmenn til að dafna, líkt og dæmin hafi sannað undanfarin ár. „Við erum með góða þjálfara á Íslandi enda mikill áhugi á þeim í Evrópu. Aðstaðan er líka fín. Það er mikilhandboltakunnátta á Íslandi sem hefur skilað sér í því að árlega koma upp flottir leikmenn.“vísir/ernirSjaldnar heima hjá mér Þóri bauðst að vera áfram í Póllandi þegar hann og fjölskylda hans voru búin að ákveða að halda heim á leið. Miklar breytingar fylgdu þeirri ákvörðun en Þórir segist ánægður með að hafa komið heim. „Helsta breytingin er að ég er mun minna heima hjá mér en áður. Atvinnumenn æfa 1-2 sinnum á dag og eru svo heima hjá sér þess á milli en nú er maður í vinnu frá átta til fjögur og keyrir svo á æfingu í bænum. Það hefur tekið mann tíma að venjast nýrri rútínu en þetta er allt að koma. Það var alveg ljóst að breytinga var þörf og ég er ánægður með að vera kominn heim.“ Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira
Þórir Ólafsson sneri aftur heim í íslenska handboltann í sumar eftir níu ára dvöl sem atvinnumaður, fyrst í Þýskalandi og svo Póllandi þar sem hann varð þrívegis meistari með stórliði Kielce. Þórir komst einnig í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 2013 og hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár. Þórir, sem býr nú og starfar á Selfossi, ákvað að ganga til liðs við Stjörnuna og kann þar vel við sig. „Þetta er auðvitað mikil breyting og eitt og annað sem maður var vanur úr atvinnumennskunni sem ekki er til staðar hér, sem eðlilegt er. Svo er fullt af nýjum leikmönnum sem maður þekkti ekki. Það er gaman að fá að takast á við nýja deild og takast á við þá áskorun að sanna sig upp á nýtt í íslenskum handbolta,“ segir Þórir. Þrátt fyrir að vera í næstneðsta sæti Olísdeildar karla eru aðeins þrjú stig upp í liðin í 5.-6. sæti deildarinnar. Þórir segir að úrslitin mættu ef til vill vera betri en að það sé góður stígandi í liðinu. „Þar að auki erum við með afar skemmtilegan hóp leikmanna í Stjörnunni. Við leyfum okkur að fagna hverjum sigri vel og innilega áður en við snúum okkur svo að næsta leik. Það er afar góður mórall í hópnum,“ segir hann.vísir/valliMinni gæði í leikjunum Þórir segir að deildin hafi breyst mikið síðan hann hélt utan til Þýskalands árið 2005. „Það voru fleiri útlendingar í deildinni þá og í minningunni finnst mér að það hafi verið fleiri eldri leikmenn en eru nú. Það gerir það að verkum að gæðin í leikjunum eru ekki alltaf mjög mikil sem sést best á því að það er oft lítið skorað og að liðin eiga oft í erfiðleikum með sóknarleikinn.“ „En það er fullt af flottum leikmönnum í deildinni en það hefur reynst erfiðara að halda þeim hér heima,“ segir Þórir sem var sjálfur 25 ára gamall þegar hann samdi við Lübbecke. „Stundum finnst mér að sumir leikmenn æði út allt of snemma. Það er ekki alltaf nóg að eiga eitt gott tímabil hér heima og oft er það betra að taka 2-3 ár í viðbót til að halda áfram að þroskast og vaxa sem leikmaður. Ef menn eru svo þar að auki að glíma við meiðsli þykir ekki gott að fara út í enn sterkari deild þar sem álagið er meira. Það er því að mörgu að huga og þá á ekki að hugsa bara um að koma sér út sem fyrst sama hvað,“ segir hann. Þórir segir að það sé allt til staðar hér á Íslandi fyrir unga leikmenn til að dafna, líkt og dæmin hafi sannað undanfarin ár. „Við erum með góða þjálfara á Íslandi enda mikill áhugi á þeim í Evrópu. Aðstaðan er líka fín. Það er mikilhandboltakunnátta á Íslandi sem hefur skilað sér í því að árlega koma upp flottir leikmenn.“vísir/ernirSjaldnar heima hjá mér Þóri bauðst að vera áfram í Póllandi þegar hann og fjölskylda hans voru búin að ákveða að halda heim á leið. Miklar breytingar fylgdu þeirri ákvörðun en Þórir segist ánægður með að hafa komið heim. „Helsta breytingin er að ég er mun minna heima hjá mér en áður. Atvinnumenn æfa 1-2 sinnum á dag og eru svo heima hjá sér þess á milli en nú er maður í vinnu frá átta til fjögur og keyrir svo á æfingu í bænum. Það hefur tekið mann tíma að venjast nýrri rútínu en þetta er allt að koma. Það var alveg ljóst að breytinga var þörf og ég er ánægður með að vera kominn heim.“
Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira