Skalf á beinunum í fyrra en ekkert stressuð núna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. desember 2014 08:00 Valdís Þóra mun freista þess annað árið í röð að vinna sér þátttökurétt á Evrópumótaröði kvenna í golfi. vísir/daníel Tveir íslenskir kylfingar verða meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi en það hefst á miðvikudag í næstu viku. Valdís Þóra Jónsdóttir, Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, tryggði sér í gær þátttökurétt á lokamótinu með því að hafna í 8.-10. sæti á úrtökumóti í Marokkó en 42 efstu kylfingarnir komust áfram. „Ég var ekki að spila vel í dag og gerði margt illa. En það var í raun engin pressa á mér þannig séð og því var það bara fínt að geta klárað þennan lélega hring,“ sagði Valdís Þóra í samtali við Fréttablaði í gær. „Maður gat átt von á því að það kæmi einn lélegur hringur hjá mér.“ Valdís Þóra spilaði lokahringinn á sjö höggum yfir pari en á fjórtán höggum yfir pari samtals. Hún lék því fyrstu þrjá keppnisdagana á samtals sjö höggum yfir pari. „Mér gekk heilt yfir alveg ágætlega og var aldrei að koma mér í nein alvarleg vandræði. Ég hélt bara mínu striki og það voru meira að segja nokkur pútt sem hefðu alveg eins getað dottið niður fyrir mig – en ég á þau þá inni fyrir næstu viku,“ segir hún. Valdís Þóra komst einnig á lokastig úrtökumótaraðarinnar í fyrra en náði ekki að vinna sér þátttökurétt á sjálfri Evrópumótaröðinni. Hún segir mikilvægt að búa að þeirri reynslu. „Maður skalf á beinunum í fyrsta teig í fyrra en ég fann ekki fyrir neinu stressi í ár. Það getur hins vegar verið að maður verði aðeins á nálum í næstu viku en ekkert í líkingu við það sem maður upplifði í fyrra.“ Lokamótið fer fram í Marrakesh sem er í norðvesturhluta landsins. Þar verður keppt á tveimur völlum sem eru þó gjörólíkir að sögn Valdísar Þóru. „Þeir reyna á marga mismunandi þætti í golfinu en ég bý þó að þeirri reynslu að hafa spilað á þeim í fyrra.“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, ríkjandi Íslandsmeistari í golfi, var þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á lokamótinu og Valdís Þóra segir að það verði gott að hafa annan íslenskan kylfing með sér í mótinu. „Það hjálpar alltaf að hafa einhvern með sér sem maður þekkir en þar að auki ætlar Tinna Jóhannsdóttir [fyrrum Íslandsmeistari] að fljúga út og vera kylfuberi fyrir mig. Það verður mjög gott að njóta hennar aðstoðar,“ segir hún en áður en að því kemur mun hún keppa í svokölluðu Pro-Am móti á morgun. „Efstu ellefu kylfingarnir á þessu móti þurfa að taka þátt í því. Mér líst ekkert illa á það og lít á það sem góða æfingu fyrir mótið.“ Golf Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Tveir íslenskir kylfingar verða meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi en það hefst á miðvikudag í næstu viku. Valdís Þóra Jónsdóttir, Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, tryggði sér í gær þátttökurétt á lokamótinu með því að hafna í 8.-10. sæti á úrtökumóti í Marokkó en 42 efstu kylfingarnir komust áfram. „Ég var ekki að spila vel í dag og gerði margt illa. En það var í raun engin pressa á mér þannig séð og því var það bara fínt að geta klárað þennan lélega hring,“ sagði Valdís Þóra í samtali við Fréttablaði í gær. „Maður gat átt von á því að það kæmi einn lélegur hringur hjá mér.“ Valdís Þóra spilaði lokahringinn á sjö höggum yfir pari en á fjórtán höggum yfir pari samtals. Hún lék því fyrstu þrjá keppnisdagana á samtals sjö höggum yfir pari. „Mér gekk heilt yfir alveg ágætlega og var aldrei að koma mér í nein alvarleg vandræði. Ég hélt bara mínu striki og það voru meira að segja nokkur pútt sem hefðu alveg eins getað dottið niður fyrir mig – en ég á þau þá inni fyrir næstu viku,“ segir hún. Valdís Þóra komst einnig á lokastig úrtökumótaraðarinnar í fyrra en náði ekki að vinna sér þátttökurétt á sjálfri Evrópumótaröðinni. Hún segir mikilvægt að búa að þeirri reynslu. „Maður skalf á beinunum í fyrsta teig í fyrra en ég fann ekki fyrir neinu stressi í ár. Það getur hins vegar verið að maður verði aðeins á nálum í næstu viku en ekkert í líkingu við það sem maður upplifði í fyrra.“ Lokamótið fer fram í Marrakesh sem er í norðvesturhluta landsins. Þar verður keppt á tveimur völlum sem eru þó gjörólíkir að sögn Valdísar Þóru. „Þeir reyna á marga mismunandi þætti í golfinu en ég bý þó að þeirri reynslu að hafa spilað á þeim í fyrra.“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, ríkjandi Íslandsmeistari í golfi, var þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á lokamótinu og Valdís Þóra segir að það verði gott að hafa annan íslenskan kylfing með sér í mótinu. „Það hjálpar alltaf að hafa einhvern með sér sem maður þekkir en þar að auki ætlar Tinna Jóhannsdóttir [fyrrum Íslandsmeistari] að fljúga út og vera kylfuberi fyrir mig. Það verður mjög gott að njóta hennar aðstoðar,“ segir hún en áður en að því kemur mun hún keppa í svokölluðu Pro-Am móti á morgun. „Efstu ellefu kylfingarnir á þessu móti þurfa að taka þátt í því. Mér líst ekkert illa á það og lít á það sem góða æfingu fyrir mótið.“
Golf Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira