Stelpurnar með öll Íslandsmetin og níu bestu sætin á HM í sundi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2014 07:30 Hrafnhildur Lúthersdóttir komst inn á topp 22 í þremur sundum. Vísir/Vilhelm Jacky Pellerin, landsliðsþjálfari Íslands í sundi, var ánægður með árangur íslenska sundfólksins á HM í sundi í 25 metra laug sem lauk í Doha, höfuðborg Katar, um helgina. „Ég er mjög sáttur með árangur hópsins. Við fengum fimm Íslandsmet og þrjú landssveitarmet svo að það er ekki hægt annað en að vera ánægður með það,“ sagði Jacky Pellerin. Eygló Ósk Gústafsdóttir náði bestum árangri þegar hún náði tíunda sæti í 200 metra baksundi en hún var mjög nálægt því að komast í úrslitin. „Þetta munaði litlu hjá henni. Hún var alveg við sinn besta tíma en auðvitað vorum við pínulítið vonsvikinn þar sem það munaði svona litlu. Þetta var samt hröð grein með heimsmeti og hún var sátt enda skilaði hún sínu,“ sagði Pellerin. Stelpurnar áttu öll fimm Íslandsmetin í einstaklingsgreinum á mótinu. Hrafnhildur Lúthersdóttir (100 og 200 metra bringusund) og Inga Elín Cryer (400 og 800 metra skriðsund) settu báðar tvö Íslandsmet og Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti metið í 100 metra fjórsundi. En eru stelpurnar betri en strákarnir? „Það er í rauninni ekki hægt að bera þetta saman en það er samt ekki hægt að neita því að stelpurnar eru örlítið betri en strákarnir. Stelpurnar eru hins vegar miklu reyndari og hafa synt áður á svona stóru móti en strákarnir eru yngri og mun reynsluminni,“ sagði Pellerin. „Það er mjög jákvætt að fara út með svona marga keppendur og þetta var frábær reynsla fyrir sundfólkið og okkur þjálfarana líka. Þetta er vonandi bara fyrsta mótið af mörgum hjá fullt af þessum krökkum,“ sagði Pellerin. Hér til hliðar má síðan sjá topp tíu listann yfir besta árangur íslenska sundfólksins í Katar en stelpurnar áttu níu bestu sæti Íslendinga á HM í 25 metra laug í ár.Besti árangur Íslendinga á HM í sund 2014: 10. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 200 metra baksund 17. sæti Hrafnhildur Lúthersdóttir, 200 metra bringusund* 19. sæti Hrafnhildur Lúthersdóttir, 50 metra bringusund 22. sæti Hrafnhildur Lúthersdóttir, 100 metra bringusund* 23. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 100 metra fjórsund* 23. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 100 metra baksund 25. sæti Inga Elín Cryer, 800 metra skriðsund* 27. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 50 metra baksund 27. sæti Inga Elín Cryer, 400 metra skriðsund * 30. sæti Kristinn Þórarinsson, 200 metra fjórsund* Setti Íslandsmet í greininni Sund Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
Jacky Pellerin, landsliðsþjálfari Íslands í sundi, var ánægður með árangur íslenska sundfólksins á HM í sundi í 25 metra laug sem lauk í Doha, höfuðborg Katar, um helgina. „Ég er mjög sáttur með árangur hópsins. Við fengum fimm Íslandsmet og þrjú landssveitarmet svo að það er ekki hægt annað en að vera ánægður með það,“ sagði Jacky Pellerin. Eygló Ósk Gústafsdóttir náði bestum árangri þegar hún náði tíunda sæti í 200 metra baksundi en hún var mjög nálægt því að komast í úrslitin. „Þetta munaði litlu hjá henni. Hún var alveg við sinn besta tíma en auðvitað vorum við pínulítið vonsvikinn þar sem það munaði svona litlu. Þetta var samt hröð grein með heimsmeti og hún var sátt enda skilaði hún sínu,“ sagði Pellerin. Stelpurnar áttu öll fimm Íslandsmetin í einstaklingsgreinum á mótinu. Hrafnhildur Lúthersdóttir (100 og 200 metra bringusund) og Inga Elín Cryer (400 og 800 metra skriðsund) settu báðar tvö Íslandsmet og Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti metið í 100 metra fjórsundi. En eru stelpurnar betri en strákarnir? „Það er í rauninni ekki hægt að bera þetta saman en það er samt ekki hægt að neita því að stelpurnar eru örlítið betri en strákarnir. Stelpurnar eru hins vegar miklu reyndari og hafa synt áður á svona stóru móti en strákarnir eru yngri og mun reynsluminni,“ sagði Pellerin. „Það er mjög jákvætt að fara út með svona marga keppendur og þetta var frábær reynsla fyrir sundfólkið og okkur þjálfarana líka. Þetta er vonandi bara fyrsta mótið af mörgum hjá fullt af þessum krökkum,“ sagði Pellerin. Hér til hliðar má síðan sjá topp tíu listann yfir besta árangur íslenska sundfólksins í Katar en stelpurnar áttu níu bestu sæti Íslendinga á HM í 25 metra laug í ár.Besti árangur Íslendinga á HM í sund 2014: 10. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 200 metra baksund 17. sæti Hrafnhildur Lúthersdóttir, 200 metra bringusund* 19. sæti Hrafnhildur Lúthersdóttir, 50 metra bringusund 22. sæti Hrafnhildur Lúthersdóttir, 100 metra bringusund* 23. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 100 metra fjórsund* 23. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 100 metra baksund 25. sæti Inga Elín Cryer, 800 metra skriðsund* 27. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 50 metra baksund 27. sæti Inga Elín Cryer, 400 metra skriðsund * 30. sæti Kristinn Þórarinsson, 200 metra fjórsund* Setti Íslandsmet í greininni
Sund Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira