Rammaáætlun Orkuseturs Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 5. desember 2014 07:00 Enn og aftur er allt í uppnámi vegna Rammaáætlunar og lítil von til þess að sátt náist um virkjunarkosti þar. Það er þó önnur áætlun í gangi, Rammaáætlun Orkuseturs, en þar er enginn biðflokkur og virkjunarframkvæmdir nú þegar hafnar af krafti. Áður en það líður yfir landverndarfólk er rétt að nefna að þessar framkvæmdir hafa engin áhrif á náttúru landsins. Hér verða kynntir tveir virkjunarkostir sem losa umtalsvert magn raforku með gríðarlegri hagkvæmni. Þessir virkjunarkostir hafa líka þann kost að áhrif þeirra eru mest á dimmasta og kaldasta tíma ársins þegar vatnsaflsvirkjanir okkar eiga hvað erfiðast.Ljósavirkjun Glóperan góða hefur nú hvatt landsmenn eftir um hundrað ára þjónustu á Íslandi og ný ljóstækni tekur nú við. Glóperan féll á orkunýtniprófinu þar sem alltof stór hluti raforkunnar tapast sem hiti. Margir benda réttilega á að samkvæmt eðlisfræðilögmálum tapast enginn orka heldur breytist hún einungis úr einni mynd yfir í aðra. Þessar ólíku myndir orkunnar, í þessu tilfelli raforka og hitaorka, eru hins vegar misverðmætar. Á Íslandi kostar til dæmis raforka um 14 kr./kWst en hitaorka frá jarðvarma aðeins um 3 kr./kWst. Það er því lítið vit í því að hita hús með glatvarma úr glóperum. Nýja ljóstæknin þarf minna afl til að skila sama ljósmagni og þannig spara heimilin orku og peninga án þessa að glata neinum lífsgæðum. Orkusetur hefur sett í loftið ljóstímareiknivél bæði á vefinn og sem app. Reiknivélin á að aðstoða neytendur að átta sig á hvað ljóstíminn kostar í raun fyrir mismunandi perur. Hagkvæmni peranna ræðst af stofnkostnaði, rekstrarkostnaði og endingu. Þegar kostnaður á ljóstíma er skoðaður kemur í ljós að í raun eru LED- og flúrperur hagstæðustu lausnirnar. Landsmenn eru þegar byrjaðir á þessum ljósaskiptum og ekki nóg með að þeir lækki eigin kostnað þá spara þeir tugi milljóna kWst sem nýta má í nýja atvinnuuppbyggingu. Þetta köllum við að virkja innan kerfis enda eru allar rafeindir, sem sparast, til þjónustu reiðubúnar annars staðar í kerfinu. Einnig lækkar aflþörfin sem eykur heildarnýtni raforkukerfisins.Varmadæluvirkjun Sem betur fer eiga Íslendingar jarðhitann sem sér 90% landsmanna fyrir ódýrri og umhverfisvænni húshitun. Þau 10 prósent sem ekki hafa aðgang að jarðhita þurfa hins vegar að notast við rafhitun sem er mun dýrari húshitunarkostur þó að ríkið niðurgreiði rafhitun að hluta. Þrátt fyrir að hlutfallslega fáir íbúar búi við rafhitun þá er hún umfangsmikill hluti af almennri raforkunotkun í landinu. Með varmadælum er hægt að fá 2-5 kWst af hitaorku úr hverri kWst af raforku sem knýr dæluna á meðan bein rafhitun skilar aðeins einni kWst af hita fyrir hverja kWst raforku sem fer inn í húsið. Með notkun varmadæla má því mæta sömu hitunarþörfinni með færri kWst af hágæða raforku. Varmadælur lækka orkureikning íbúa en líka niðurgreiðsluþörf Ríkissjóðs. Til að lækka stofnkostnað varmadæluframkvæmda er nú boðið upp á eingreiðslur fyrir lögheimili auk þess sem hægt er að sækja um endurgreiðslu á virðisaukaskattinum sem dælunum fylgir. Á heimasíðu Orkuseturs má finna reiknivélar sem reikna hagkvæmni varmadæla.Alvöru virkjunarkostur Með einföldun má segja að ef rafhitun og raforkunotkun lýsingar yrði helminguð með varmadælum og sparperum þá myndu losna um 300-500 GWst í raforkukerfinu sem samsvarar um 50-100 MW virkjun. Þessi virkjun þarf ekkert umhverfismat og festist aldrei í bið- eða verndarflokki. Á meðan Íslendingar deila um virkjunarkosti Rammaáætlunar rísa nú orkusparnaðarvirkjanir bak við tjöldin öllum landsmönnum til hagsbóta. Mögulega verður orkan sem þú notar í næsta bíltúr á rafbílnum þínum aðgengileg vegna nýrrar varmadælu eða sparperu hjá þér eða öðrum framsýnum landsmönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Enn og aftur er allt í uppnámi vegna Rammaáætlunar og lítil von til þess að sátt náist um virkjunarkosti þar. Það er þó önnur áætlun í gangi, Rammaáætlun Orkuseturs, en þar er enginn biðflokkur og virkjunarframkvæmdir nú þegar hafnar af krafti. Áður en það líður yfir landverndarfólk er rétt að nefna að þessar framkvæmdir hafa engin áhrif á náttúru landsins. Hér verða kynntir tveir virkjunarkostir sem losa umtalsvert magn raforku með gríðarlegri hagkvæmni. Þessir virkjunarkostir hafa líka þann kost að áhrif þeirra eru mest á dimmasta og kaldasta tíma ársins þegar vatnsaflsvirkjanir okkar eiga hvað erfiðast.Ljósavirkjun Glóperan góða hefur nú hvatt landsmenn eftir um hundrað ára þjónustu á Íslandi og ný ljóstækni tekur nú við. Glóperan féll á orkunýtniprófinu þar sem alltof stór hluti raforkunnar tapast sem hiti. Margir benda réttilega á að samkvæmt eðlisfræðilögmálum tapast enginn orka heldur breytist hún einungis úr einni mynd yfir í aðra. Þessar ólíku myndir orkunnar, í þessu tilfelli raforka og hitaorka, eru hins vegar misverðmætar. Á Íslandi kostar til dæmis raforka um 14 kr./kWst en hitaorka frá jarðvarma aðeins um 3 kr./kWst. Það er því lítið vit í því að hita hús með glatvarma úr glóperum. Nýja ljóstæknin þarf minna afl til að skila sama ljósmagni og þannig spara heimilin orku og peninga án þessa að glata neinum lífsgæðum. Orkusetur hefur sett í loftið ljóstímareiknivél bæði á vefinn og sem app. Reiknivélin á að aðstoða neytendur að átta sig á hvað ljóstíminn kostar í raun fyrir mismunandi perur. Hagkvæmni peranna ræðst af stofnkostnaði, rekstrarkostnaði og endingu. Þegar kostnaður á ljóstíma er skoðaður kemur í ljós að í raun eru LED- og flúrperur hagstæðustu lausnirnar. Landsmenn eru þegar byrjaðir á þessum ljósaskiptum og ekki nóg með að þeir lækki eigin kostnað þá spara þeir tugi milljóna kWst sem nýta má í nýja atvinnuuppbyggingu. Þetta köllum við að virkja innan kerfis enda eru allar rafeindir, sem sparast, til þjónustu reiðubúnar annars staðar í kerfinu. Einnig lækkar aflþörfin sem eykur heildarnýtni raforkukerfisins.Varmadæluvirkjun Sem betur fer eiga Íslendingar jarðhitann sem sér 90% landsmanna fyrir ódýrri og umhverfisvænni húshitun. Þau 10 prósent sem ekki hafa aðgang að jarðhita þurfa hins vegar að notast við rafhitun sem er mun dýrari húshitunarkostur þó að ríkið niðurgreiði rafhitun að hluta. Þrátt fyrir að hlutfallslega fáir íbúar búi við rafhitun þá er hún umfangsmikill hluti af almennri raforkunotkun í landinu. Með varmadælum er hægt að fá 2-5 kWst af hitaorku úr hverri kWst af raforku sem knýr dæluna á meðan bein rafhitun skilar aðeins einni kWst af hita fyrir hverja kWst raforku sem fer inn í húsið. Með notkun varmadæla má því mæta sömu hitunarþörfinni með færri kWst af hágæða raforku. Varmadælur lækka orkureikning íbúa en líka niðurgreiðsluþörf Ríkissjóðs. Til að lækka stofnkostnað varmadæluframkvæmda er nú boðið upp á eingreiðslur fyrir lögheimili auk þess sem hægt er að sækja um endurgreiðslu á virðisaukaskattinum sem dælunum fylgir. Á heimasíðu Orkuseturs má finna reiknivélar sem reikna hagkvæmni varmadæla.Alvöru virkjunarkostur Með einföldun má segja að ef rafhitun og raforkunotkun lýsingar yrði helminguð með varmadælum og sparperum þá myndu losna um 300-500 GWst í raforkukerfinu sem samsvarar um 50-100 MW virkjun. Þessi virkjun þarf ekkert umhverfismat og festist aldrei í bið- eða verndarflokki. Á meðan Íslendingar deila um virkjunarkosti Rammaáætlunar rísa nú orkusparnaðarvirkjanir bak við tjöldin öllum landsmönnum til hagsbóta. Mögulega verður orkan sem þú notar í næsta bíltúr á rafbílnum þínum aðgengileg vegna nýrrar varmadælu eða sparperu hjá þér eða öðrum framsýnum landsmönnum.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun