Fylgihlutalínan Staka stækkar Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 4. desember 2014 12:00 María Kristín Jónsdóttir vöruhönnuður hefur bætt við fylgihlutalínu sína, Stöku. Opið hús verður á vinnustofu hennar í Gasstöðinni á Hverfisgötu 115, fimmtudaginn 11. desember. mynd/gva Upprunalega hugmyndin á bak við Stöku kemur úr Íslendingasögunum en hefur þróast út í ættbálk sem hefst við á hálendi Íslands. Ættbálkurinn er mitt hugarfóstur, heimur sem ég nota til að vinna út frá en ég bý til hluti fyrir þetta fólk,“ útskýrir María Kristín Jónsdóttir vöruhönnuður en fylgihlutalína hennar, Staka, vakti athygli þegar hún kynnti hana á HönnunarMars fyrir tveimur árum.María Kristín vinnur út frá ímynduðum ættbálki sem hefst við á hálendi Íslands.Síðan þá hefur bæst við línuna sem samanstendur af hálstaui og armböndum úr leðri. „Ég ímynda mér að ættbálkurinn eigi margt skylt við landnámsmennina en lifi í nútímanum. Þetta fólk er í mikilli snertingu við náttúruna, það þarf meðal annars að kljást við náttúruhamfarir og sækja sjálft innblástur í umhverfi sitt. Ég nota leður því það er hráefni sem var mikið notað á öldum áður,“ útskýrir María Kristín en leðrið sem hún notar er unnið á vistvænan hátt. „Ég fæ leðrið hjá litlu framleiðslufyrirtæki í Svíþjóð sem stundar vistvæna framleiðslu. Þau byggja á gömlum hefðum við vinnsluna og allt leður frá þeim er til að mynda krómfrítt. Króm er annars mikið notað í leðurvinnslu en er alls ekki gott fyrir menn né umhverfið.“Nýjar vörur koma á markaðinn fyrir jól, meðal annars í Sparki og í Mýrinnni.Á HönnunarMars í ár sýndi María Kristín nýja hluti sem hún hefur nú þróað enn frekar og er von á þeim á markaðinn fyrir jól. „Ég valdi nokkra hluti sem ég vann áfram, einfaldaði framleiðsluna og útfærði í svart og koníakslitað leður. Þessir hlutir munu fást í Sparki á Klapparstíg, í Mýrinni og fljótlega munu fleiri sölustaðir bætast við,“ segir María Kristín. Leðrið fær María Kristín frá litlum framleiðanda í Svíþjóð sem vinnur hráefnið á vistvænan hátt.Þá verður einnig opið hús á vinnustofu Maríu Kristínar þann 11. desember en hún hefur komið sér fyrir ásamt fleiri hönnuðum í Gasstöðinni, Hverfisgötu 115. „Við fluttum inn í október, í litla húsið fyrir framan lögreglustöðina. Þetta er frábært hús og skemmtileg staðsetning. Hér eru mörg fjölbreytt verkefni í gangi og fólk getur kíkt til okkar frá klukkan 16, þennan fimmtudag.“ Forvitnast má um Stöku á Facebook. HönnunarMars Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Upprunalega hugmyndin á bak við Stöku kemur úr Íslendingasögunum en hefur þróast út í ættbálk sem hefst við á hálendi Íslands. Ættbálkurinn er mitt hugarfóstur, heimur sem ég nota til að vinna út frá en ég bý til hluti fyrir þetta fólk,“ útskýrir María Kristín Jónsdóttir vöruhönnuður en fylgihlutalína hennar, Staka, vakti athygli þegar hún kynnti hana á HönnunarMars fyrir tveimur árum.María Kristín vinnur út frá ímynduðum ættbálki sem hefst við á hálendi Íslands.Síðan þá hefur bæst við línuna sem samanstendur af hálstaui og armböndum úr leðri. „Ég ímynda mér að ættbálkurinn eigi margt skylt við landnámsmennina en lifi í nútímanum. Þetta fólk er í mikilli snertingu við náttúruna, það þarf meðal annars að kljást við náttúruhamfarir og sækja sjálft innblástur í umhverfi sitt. Ég nota leður því það er hráefni sem var mikið notað á öldum áður,“ útskýrir María Kristín en leðrið sem hún notar er unnið á vistvænan hátt. „Ég fæ leðrið hjá litlu framleiðslufyrirtæki í Svíþjóð sem stundar vistvæna framleiðslu. Þau byggja á gömlum hefðum við vinnsluna og allt leður frá þeim er til að mynda krómfrítt. Króm er annars mikið notað í leðurvinnslu en er alls ekki gott fyrir menn né umhverfið.“Nýjar vörur koma á markaðinn fyrir jól, meðal annars í Sparki og í Mýrinnni.Á HönnunarMars í ár sýndi María Kristín nýja hluti sem hún hefur nú þróað enn frekar og er von á þeim á markaðinn fyrir jól. „Ég valdi nokkra hluti sem ég vann áfram, einfaldaði framleiðsluna og útfærði í svart og koníakslitað leður. Þessir hlutir munu fást í Sparki á Klapparstíg, í Mýrinni og fljótlega munu fleiri sölustaðir bætast við,“ segir María Kristín. Leðrið fær María Kristín frá litlum framleiðanda í Svíþjóð sem vinnur hráefnið á vistvænan hátt.Þá verður einnig opið hús á vinnustofu Maríu Kristínar þann 11. desember en hún hefur komið sér fyrir ásamt fleiri hönnuðum í Gasstöðinni, Hverfisgötu 115. „Við fluttum inn í október, í litla húsið fyrir framan lögreglustöðina. Þetta er frábært hús og skemmtileg staðsetning. Hér eru mörg fjölbreytt verkefni í gangi og fólk getur kíkt til okkar frá klukkan 16, þennan fimmtudag.“ Forvitnast má um Stöku á Facebook.
HönnunarMars Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira