Samfélagið sem molnar undir glansmyndinni Þórður Ingi Jónsson skrifar 2. desember 2014 09:00 Hacker Farm búa til eigin hljóðfæri úr rusli. „Þeirra aðferð er að búa til mikið af sínum eigin rafrænu hljóðfærum,“ segir Bob Cluness, tónlistarblaðamaður og meðlimur FALK-hópsins sem flytur inn bresku tilraunatónlistarmennina Hacker Farm í vikunni. Þeir munu troða upp í Mengi á fimmtudagskvöld og á Paloma á laugardagskvöld. Hacker Farm koma úr bresku sveitinni en þeir nota sjaldgæf, úrelt og biluð raftæki til að búa til heimatilbúna raftónlist.Bob Cluness„Hugmyndin á bak við þetta er að efnið sem þeir nota er skemmt og úrelt. Í stórum dráttum búa þeir til brotna raftónlist úr rusli sem hefur verið hent,“ segir Bob. „Sem dæmi bjuggu þeir til lítinn gítarmagnara úr vatnskönnu, gáfu út tónlist á floppydiskum og á handgerðum Rubix-kubb, þar sem menn þurftu að leysa gátuna til að fá sérstakan niðurhalskóða.“ Bob segir þetta vera afar pólitíska hljómsveit. „Vinnuaðferðir þeirra eru metafórískar á þann hátt að í Bretlandi, rétt eins og á Íslandi, er hugmyndin um rómantíska sveitasælu vinsæl. Hacker Farm ráðast gegn þessari hugmynd og nota tónlistina til að sýna hvernig samfélagið er í raun að molna undir þessari glansmynd. Og það sama gildir auðvitað um Ísland.“ Á tónleikunum í Mengi mun FALK meðlimurinn KRAKKBOT hita upp ásamt tilraunatónskáldinu Trouble, Þórönnu Björnsdóttur. Á Paloma mun FALK meðlimurinn AMFJ hita upp ásamt Steindóri Grétari Kristinssyni úr grúppunni Einóma og villta barninu Harry Knuckles. Tónlist Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Þeirra aðferð er að búa til mikið af sínum eigin rafrænu hljóðfærum,“ segir Bob Cluness, tónlistarblaðamaður og meðlimur FALK-hópsins sem flytur inn bresku tilraunatónlistarmennina Hacker Farm í vikunni. Þeir munu troða upp í Mengi á fimmtudagskvöld og á Paloma á laugardagskvöld. Hacker Farm koma úr bresku sveitinni en þeir nota sjaldgæf, úrelt og biluð raftæki til að búa til heimatilbúna raftónlist.Bob Cluness„Hugmyndin á bak við þetta er að efnið sem þeir nota er skemmt og úrelt. Í stórum dráttum búa þeir til brotna raftónlist úr rusli sem hefur verið hent,“ segir Bob. „Sem dæmi bjuggu þeir til lítinn gítarmagnara úr vatnskönnu, gáfu út tónlist á floppydiskum og á handgerðum Rubix-kubb, þar sem menn þurftu að leysa gátuna til að fá sérstakan niðurhalskóða.“ Bob segir þetta vera afar pólitíska hljómsveit. „Vinnuaðferðir þeirra eru metafórískar á þann hátt að í Bretlandi, rétt eins og á Íslandi, er hugmyndin um rómantíska sveitasælu vinsæl. Hacker Farm ráðast gegn þessari hugmynd og nota tónlistina til að sýna hvernig samfélagið er í raun að molna undir þessari glansmynd. Og það sama gildir auðvitað um Ísland.“ Á tónleikunum í Mengi mun FALK meðlimurinn KRAKKBOT hita upp ásamt tilraunatónskáldinu Trouble, Þórönnu Björnsdóttur. Á Paloma mun FALK meðlimurinn AMFJ hita upp ásamt Steindóri Grétari Kristinssyni úr grúppunni Einóma og villta barninu Harry Knuckles.
Tónlist Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira