Samfélagið sem molnar undir glansmyndinni Þórður Ingi Jónsson skrifar 2. desember 2014 09:00 Hacker Farm búa til eigin hljóðfæri úr rusli. „Þeirra aðferð er að búa til mikið af sínum eigin rafrænu hljóðfærum,“ segir Bob Cluness, tónlistarblaðamaður og meðlimur FALK-hópsins sem flytur inn bresku tilraunatónlistarmennina Hacker Farm í vikunni. Þeir munu troða upp í Mengi á fimmtudagskvöld og á Paloma á laugardagskvöld. Hacker Farm koma úr bresku sveitinni en þeir nota sjaldgæf, úrelt og biluð raftæki til að búa til heimatilbúna raftónlist.Bob Cluness„Hugmyndin á bak við þetta er að efnið sem þeir nota er skemmt og úrelt. Í stórum dráttum búa þeir til brotna raftónlist úr rusli sem hefur verið hent,“ segir Bob. „Sem dæmi bjuggu þeir til lítinn gítarmagnara úr vatnskönnu, gáfu út tónlist á floppydiskum og á handgerðum Rubix-kubb, þar sem menn þurftu að leysa gátuna til að fá sérstakan niðurhalskóða.“ Bob segir þetta vera afar pólitíska hljómsveit. „Vinnuaðferðir þeirra eru metafórískar á þann hátt að í Bretlandi, rétt eins og á Íslandi, er hugmyndin um rómantíska sveitasælu vinsæl. Hacker Farm ráðast gegn þessari hugmynd og nota tónlistina til að sýna hvernig samfélagið er í raun að molna undir þessari glansmynd. Og það sama gildir auðvitað um Ísland.“ Á tónleikunum í Mengi mun FALK meðlimurinn KRAKKBOT hita upp ásamt tilraunatónskáldinu Trouble, Þórönnu Björnsdóttur. Á Paloma mun FALK meðlimurinn AMFJ hita upp ásamt Steindóri Grétari Kristinssyni úr grúppunni Einóma og villta barninu Harry Knuckles. Tónlist Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þeirra aðferð er að búa til mikið af sínum eigin rafrænu hljóðfærum,“ segir Bob Cluness, tónlistarblaðamaður og meðlimur FALK-hópsins sem flytur inn bresku tilraunatónlistarmennina Hacker Farm í vikunni. Þeir munu troða upp í Mengi á fimmtudagskvöld og á Paloma á laugardagskvöld. Hacker Farm koma úr bresku sveitinni en þeir nota sjaldgæf, úrelt og biluð raftæki til að búa til heimatilbúna raftónlist.Bob Cluness„Hugmyndin á bak við þetta er að efnið sem þeir nota er skemmt og úrelt. Í stórum dráttum búa þeir til brotna raftónlist úr rusli sem hefur verið hent,“ segir Bob. „Sem dæmi bjuggu þeir til lítinn gítarmagnara úr vatnskönnu, gáfu út tónlist á floppydiskum og á handgerðum Rubix-kubb, þar sem menn þurftu að leysa gátuna til að fá sérstakan niðurhalskóða.“ Bob segir þetta vera afar pólitíska hljómsveit. „Vinnuaðferðir þeirra eru metafórískar á þann hátt að í Bretlandi, rétt eins og á Íslandi, er hugmyndin um rómantíska sveitasælu vinsæl. Hacker Farm ráðast gegn þessari hugmynd og nota tónlistina til að sýna hvernig samfélagið er í raun að molna undir þessari glansmynd. Og það sama gildir auðvitað um Ísland.“ Á tónleikunum í Mengi mun FALK meðlimurinn KRAKKBOT hita upp ásamt tilraunatónskáldinu Trouble, Þórönnu Björnsdóttur. Á Paloma mun FALK meðlimurinn AMFJ hita upp ásamt Steindóri Grétari Kristinssyni úr grúppunni Einóma og villta barninu Harry Knuckles.
Tónlist Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira