Samfélagið sem molnar undir glansmyndinni Þórður Ingi Jónsson skrifar 2. desember 2014 09:00 Hacker Farm búa til eigin hljóðfæri úr rusli. „Þeirra aðferð er að búa til mikið af sínum eigin rafrænu hljóðfærum,“ segir Bob Cluness, tónlistarblaðamaður og meðlimur FALK-hópsins sem flytur inn bresku tilraunatónlistarmennina Hacker Farm í vikunni. Þeir munu troða upp í Mengi á fimmtudagskvöld og á Paloma á laugardagskvöld. Hacker Farm koma úr bresku sveitinni en þeir nota sjaldgæf, úrelt og biluð raftæki til að búa til heimatilbúna raftónlist.Bob Cluness„Hugmyndin á bak við þetta er að efnið sem þeir nota er skemmt og úrelt. Í stórum dráttum búa þeir til brotna raftónlist úr rusli sem hefur verið hent,“ segir Bob. „Sem dæmi bjuggu þeir til lítinn gítarmagnara úr vatnskönnu, gáfu út tónlist á floppydiskum og á handgerðum Rubix-kubb, þar sem menn þurftu að leysa gátuna til að fá sérstakan niðurhalskóða.“ Bob segir þetta vera afar pólitíska hljómsveit. „Vinnuaðferðir þeirra eru metafórískar á þann hátt að í Bretlandi, rétt eins og á Íslandi, er hugmyndin um rómantíska sveitasælu vinsæl. Hacker Farm ráðast gegn þessari hugmynd og nota tónlistina til að sýna hvernig samfélagið er í raun að molna undir þessari glansmynd. Og það sama gildir auðvitað um Ísland.“ Á tónleikunum í Mengi mun FALK meðlimurinn KRAKKBOT hita upp ásamt tilraunatónskáldinu Trouble, Þórönnu Björnsdóttur. Á Paloma mun FALK meðlimurinn AMFJ hita upp ásamt Steindóri Grétari Kristinssyni úr grúppunni Einóma og villta barninu Harry Knuckles. Tónlist Mest lesið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Þeirra aðferð er að búa til mikið af sínum eigin rafrænu hljóðfærum,“ segir Bob Cluness, tónlistarblaðamaður og meðlimur FALK-hópsins sem flytur inn bresku tilraunatónlistarmennina Hacker Farm í vikunni. Þeir munu troða upp í Mengi á fimmtudagskvöld og á Paloma á laugardagskvöld. Hacker Farm koma úr bresku sveitinni en þeir nota sjaldgæf, úrelt og biluð raftæki til að búa til heimatilbúna raftónlist.Bob Cluness„Hugmyndin á bak við þetta er að efnið sem þeir nota er skemmt og úrelt. Í stórum dráttum búa þeir til brotna raftónlist úr rusli sem hefur verið hent,“ segir Bob. „Sem dæmi bjuggu þeir til lítinn gítarmagnara úr vatnskönnu, gáfu út tónlist á floppydiskum og á handgerðum Rubix-kubb, þar sem menn þurftu að leysa gátuna til að fá sérstakan niðurhalskóða.“ Bob segir þetta vera afar pólitíska hljómsveit. „Vinnuaðferðir þeirra eru metafórískar á þann hátt að í Bretlandi, rétt eins og á Íslandi, er hugmyndin um rómantíska sveitasælu vinsæl. Hacker Farm ráðast gegn þessari hugmynd og nota tónlistina til að sýna hvernig samfélagið er í raun að molna undir þessari glansmynd. Og það sama gildir auðvitað um Ísland.“ Á tónleikunum í Mengi mun FALK meðlimurinn KRAKKBOT hita upp ásamt tilraunatónskáldinu Trouble, Þórönnu Björnsdóttur. Á Paloma mun FALK meðlimurinn AMFJ hita upp ásamt Steindóri Grétari Kristinssyni úr grúppunni Einóma og villta barninu Harry Knuckles.
Tónlist Mest lesið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira