
Kaldastríðsklám og íslenskan í Undralandi
Fyrir skemmstu minntust Þjóðverjar þess að 25 ár væru liðin frá falli Berlínarmúrsins. Skugga bar á hátíðarhöldin er þau stóðu sem hæst þegar Mikhaíl Gorbatsjev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, sagði á málþingi í Berlín að veröldin væri á barmi nýs kalds stríðs. „Sumir segja að það sé nú þegar hafið,“ bætti hann við.
Nýjasta útspil yfirvalda í Kreml rennir stoðum undir þá kenningu. Þangað til nýlega hefðu fáir séð uppátækið fyrir. Það hefði verið afskrifað sem kaldastríðsklám, blautar draumfarir Styrmis Gunnars eða Björns Bjarna. Í síðustu viku hóf ný rússnesk útvarpsstöð útsendingar. Hlaut hún nafnið Spútnik eftir gervitunglinu sem Sovétmenn komu á braut um jörðu fyrstir manna og markaði upphafið að geimferðakapphlaupi Rússa og Bandaríkjamanna. En Spútnik er engin venjuleg rússnesk útvarpsstöð. Spútnik er alþjóðleg útvarpsstöð. Útsendingar fara fram á þrjátíu tungumálum í öllum löndum fyrrum Sovétríkjanna sem og mörgum stærstu borgum heims.
Sem Lundúnabúi bý ég við þann lúxus að ná útsendingum Spútnik. Ég var spennt þegar ég kveikti á útvarpinu. Eftirvæntingin breyttist þó fljótt í vonbrigði. Á Radíó Spútnik var hvítt svart og svart hvítt. Blaðamaður Reuters-fréttastofunnar lýsti því sem svo að á stöðinni væri „byggður hliðarraunveruleiki þar sem furðufuglar eru titlaðir sérfræðingar og samsæriskenningar notaðar til að útskýra óréttlæti heimsins.“
Engum blöðum er um það að fletta. Spútnik er áróðursútvarp rússneskra stjórnvalda rétt eins og Spútnik-fréttirnar í upphafi pistilsins bera vott um. Þar sem ég lét Spútnik dóla var ég meðvituð um að mér átti að vera misboðið við hlustunina. En það var eitthvað við blönduna af ranghugmyndum, blekkingum og vænisýki sem varð til þess að önnur tilfinning vaknaði í brjósti mér. Hún var eins og kunnuglegt faðmlag. Var þetta heimþrá?
Göbbels félli í stafi
Mikið hefur verið rætt um stöðu íslenskunnar undanfarna daga. Eftir því sem talandi tæki á borð við snjallsíma verða fyrirferðarmeiri, því meiri fótfestu nær enskan. Er það mat 200 evrópskra sérfræðinga sem greint hafa stöðu 30 Evrópumála að íslenska sé í næstmestri útrýmingarhættu í stafrænum heimi á eftir maltnesku.
Ég verð að segja fyrir mitt leyti að nú þegar er ég farin að eiga erfitt með að skilja íslensku. Vandinn felst þó ekki í hinum stafrænu tækjum.
Af íslenskri stjórnmálaumræðu að dæma mætti ætla að ný gullöld áróðurs væri að ganga í garð. Sjálfur Göbbels félli í stafi yfir þeim ýkjum og útúrsnúningum sem gegnsýrt hafa umræðuna undanfarin misseri. Hvítt er ekki svart og svart er ekki hvítt eins og á Radíó Spútnik heldur er hvítt epli og svart appelsínur. Svo vel dulkóðuð eru orð ráðamanna að fátt annað en Alan Turing afturgenginn ætti séns í að afkóða þau.
Ég hef legið yfir orðræðunni eins og hinn breski Alan Turing yfir dulkóðanum úr Enigma-vélinni sem Þjóðverjar notuðu til að dulkóða skeytasendingar sínar í seinni heimsstyrjöldinni. Ég elti Lísu ofan í kanínuholuna og komst að því að svona hljómar íslenskan í Undralandi:
Íslensk orðabók 2.0
Skuldaleiðrétting = Snemmbúinn jólabónus handa kjósendum Framsóknarflokksins.
Forsendubrestur = Tregi til að taka afleiðingum ákvarðana sinna.
Heimilin = Stöndugir borgarar í stöðu til að fjárfesta í eigin húsnæði. Hér áður fyrr hafði aðeins slíkt eignafólk kosningarétt. Spurning hvort ekki eigi að taka þann sið upp aftur. Ekki viljum við að einhver lýður sé að kjósa.
Strax = Einhvern tímann, kannski aldrei.
80 milljarða ölmusa skv. ríkisstjórninni = Kosningaloforð uppfyllt.
80 milljarðar ölmusa skv. stjórnarandstöðunni = Kosningaloforð svikið.
Samviska = Ný gögn hjá saksóknara.
Sannleikurinn = Málinu óviðkomandi.
Afsökunarbeiðni = Ertu ekki að djóka í mér.
Afsögn = Ekki hjá mínu liði.
Fórnarlamb = Golíat.
Einelti = Þegar upp kemst um bulluna.
Latte = Drykkur föðurlandssvikara.
Svo flóknir eru orðavafningar ráðamanna orðnir að senn hlýtur að þurfa að koma á fót sannleiksmálaráðuneyti í anda Orwell til að halda utan um þá. Augljóst er hvaða ónefndi fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra væri „tilvalinn“ í starf ráðuneytisstjóra.
Tilvalinn = Með rétt flokksskírteini.
Skoðun

Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri
Kristján Kristjánsson skrifar

Bætt réttindi VR félaga frá áramótum
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun
Erna Bjarnadóttir skrifar

Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque
Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar

Traustur vinur getur gert voðaverk!
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Hrós getur skipt sköpum
Ingrid Kuhlman skrifar

Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda
Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar

Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands
Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar

Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum
Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar

Jón og félagar eru farnir
Árni Guðmundsson skrifar

Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi
Einar Karl Friðriksson skrifar

Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru
Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar

Við lifum í skjóli hvers annars
Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar

Halldór 01.03.2025
skrifar

COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Meira um íslenskan her
skrifar

Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu
Hópur Sjálfstæðismanna skrifar

Háskóladagurinn og föðurlausir drengir
Margrét Valdimarsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands
Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar