Orkuauðlindin okkar Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 20. nóvember 2014 11:00 Sumir hafa lýst yfir áhyggjum af því að arðurinn af raforkuauðlindinni renni í vasa fárra og telja að aðeins útvaldir sleiki smjörið sem af stráunum drýpur. Hið sanna er að Landsvirkjun, sem sér um stærsta hluta auðlindanýtingarinnar, er alfarið í þinni eigu, lesandi góður. Landsmenn og engir aðrir eiga Landsvirkjun milliliðalaust og allt eigið fé sem þar myndast vegna nýtingarinnar, ca. 200 milljarðar í dag, er okkar eign. Landsvirkjun á að kanna hvar er hægt að virkja en við sem samfélag eigum svo að ákveða hvort eigi að virkja. Raforkuauðlindin hér er svo stór að langstærstan hluta hennar verður að selja á stærri markað. Það sama gildir um fiskinn okkar, þar eru veiðar langt umfram það sem þjóðin getur torgað en almenn sátt virðist vera um að veiða hann samt og selja á sem hæstu verði á erlendan markað. Núverandi stefna Landsvirkjunar er einmitt sú sama, þ.e. að reyna að fá sem allra besta verðið fyrir auðlindina þína hvort sem það er til fyrirtækja sem starfrækt eru hér eða með mögulegum sæstreng. Sumir telja að auðlindin hafi í gegnum tíðina hreinlega verið gefin erlendum auðhringjum. Það má deila um verðið sem fæst frá stóriðjunni en grundvallarmisskilningur er að stóriðjan eigi auðlindina og ekkert sé skilið eftir fyrir framtíðina. Hið rétta er að líftími flestra orkumannvirkja er miklum mun lengri en þeir samningar sem gerðir hafa verið við stórnotendur. Við samningslok getum við, eigendur auðlindarinnar, ákveðið að ráðstafa auðlindinni með allt öðrum hætti eða á allt öðru verði. Önnur umræða er svo flutningur á raforku en þar snýst málið um hvort raforkuauðlindinni er tæknilega skilað jafnt til landsmanna. Í dag er það ekki svo þar sem byggðalínan er á þanmörkum og landið skiptist í tvennt. Suðvesturhorn landsins býr við sterkt kerfi og getur nýtt raforkuauðlindina að vild til atvinnuuppbyggingar. Hinn hlutinn af landinu býr hins vegar við veikt kerfi og á víða erfitt með bjóða upp á framtíðar atvinnuuppbyggingu þar sem raforkuþörf er eitthvað umfram meðalnotkun. Að mínu mati er bara tvennt í boði. Það er að fara í einhverja af þessum raforkukerfisuppfærslum sem Landsnet er að kynna eða að skapa þjóðarsátt um að SV-hornið verði eitt um að njóta framtíðar atvinnumöguleika sem tengjast raforkuauðlindinni okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Sumir hafa lýst yfir áhyggjum af því að arðurinn af raforkuauðlindinni renni í vasa fárra og telja að aðeins útvaldir sleiki smjörið sem af stráunum drýpur. Hið sanna er að Landsvirkjun, sem sér um stærsta hluta auðlindanýtingarinnar, er alfarið í þinni eigu, lesandi góður. Landsmenn og engir aðrir eiga Landsvirkjun milliliðalaust og allt eigið fé sem þar myndast vegna nýtingarinnar, ca. 200 milljarðar í dag, er okkar eign. Landsvirkjun á að kanna hvar er hægt að virkja en við sem samfélag eigum svo að ákveða hvort eigi að virkja. Raforkuauðlindin hér er svo stór að langstærstan hluta hennar verður að selja á stærri markað. Það sama gildir um fiskinn okkar, þar eru veiðar langt umfram það sem þjóðin getur torgað en almenn sátt virðist vera um að veiða hann samt og selja á sem hæstu verði á erlendan markað. Núverandi stefna Landsvirkjunar er einmitt sú sama, þ.e. að reyna að fá sem allra besta verðið fyrir auðlindina þína hvort sem það er til fyrirtækja sem starfrækt eru hér eða með mögulegum sæstreng. Sumir telja að auðlindin hafi í gegnum tíðina hreinlega verið gefin erlendum auðhringjum. Það má deila um verðið sem fæst frá stóriðjunni en grundvallarmisskilningur er að stóriðjan eigi auðlindina og ekkert sé skilið eftir fyrir framtíðina. Hið rétta er að líftími flestra orkumannvirkja er miklum mun lengri en þeir samningar sem gerðir hafa verið við stórnotendur. Við samningslok getum við, eigendur auðlindarinnar, ákveðið að ráðstafa auðlindinni með allt öðrum hætti eða á allt öðru verði. Önnur umræða er svo flutningur á raforku en þar snýst málið um hvort raforkuauðlindinni er tæknilega skilað jafnt til landsmanna. Í dag er það ekki svo þar sem byggðalínan er á þanmörkum og landið skiptist í tvennt. Suðvesturhorn landsins býr við sterkt kerfi og getur nýtt raforkuauðlindina að vild til atvinnuuppbyggingar. Hinn hlutinn af landinu býr hins vegar við veikt kerfi og á víða erfitt með bjóða upp á framtíðar atvinnuuppbyggingu þar sem raforkuþörf er eitthvað umfram meðalnotkun. Að mínu mati er bara tvennt í boði. Það er að fara í einhverja af þessum raforkukerfisuppfærslum sem Landsnet er að kynna eða að skapa þjóðarsátt um að SV-hornið verði eitt um að njóta framtíðar atvinnumöguleika sem tengjast raforkuauðlindinni okkar allra.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar