Í borg varga og sorgar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. nóvember 2014 14:00 Drápa Bækur: Drápa Gerður Kristný Mál og menningReykjavíkurmyndin sem Gerður Kristný dregur upp í ljóðabálkinum Drápu er ekki fögur. Það er vetur í borginni, kuldinn nístir merg og bein og þeir sem eru á ferli hafa illt eitt í hyggju. Ljóðmælandinn er djöfullinn sjálfur og jafnvel honum virðist ofbjóða ástandið. Hann fylgist með stúlkunni sem ljóðið fjallar um og þótt hann sé herra þess heims sem hún sogast inn í og hafi sjálfur vakið hana til hans, þá hefur hann með henni samúð og það er hann sem sér um að koma henni eftir dauðann í hendur „eineygða guðinum / þeim sem skapaði / manninn í sinni mynd / og engist nú af eftirsjá“ (bls 68.). Svo grátleg þykja honum örlög stúlkunnar sem gengið hefur til liðs við myrkusinn, nauðug viljug, verið beitt ofbeldi og glatast í eiturlyfjakófinu. Og þegar kvölin er svo sár að djöfullinn sjálfur hrærist til meðaumkunar er hætt við að eitt lítið manneskjuhjarta nánast bresti af sorg við að ganga inn í þann heim sem Gerður skapar í þessari bók. Það er þó vel áhættunnar virði að sökkva sér ofan í heim Drápu. Gerður Kristný fer hér á kostum í því sem hún gerir best; að tálga ljóðformið þannig að hver mynd verði eins og svipuhögg og leika sér með möguleika tungumálsins þannig að úr verður ný og óvænt upplifun á nánast hverri síðu. Maður á jafnvel á hættu að skella upp úr mitt í öllu myrkrinu og kuldanum þegar hún óvænt skýtur inn orðmynd eða tengingu sem hefur vísun í allt aðra og bjartari texta. Gangan inn í heim myrkusins er ekki auðveld, liggur við að þurfi dósahníf til að brjótast í gegnum yfirborð textans og inn í kviku hans, það er eiginlega ekki fyrr en við fjórða eða fimmta lestur sem lesandinn kemst almennilega í gegn en þá er heldur engin leið til baka. Nauðugur viljugur, eins og stúlkan sem ljóðið fjallar um, sogast hann dýpra og dýpra inn í heim myrkursins og lætur heillast aftur og aftur af því valdi sem skáldið hefur á máli og myndum„Gerður Kristný fer hér á kostum í því sem hún gerir best.“Mynd: Thomas LangdonAuk sögunnar um undirheima borgarinnar og afdrif stúlkunnar er í ljóðinu sterk ádeila á áhuga- og afskiptaleysi hins svokallaða kristna heims þegar þeir sem gengið hafa myrkrinu á hönd eiga í hlut. Endurtekin stef um krossa og kirkjur andspænis valdi djöfulsins eru firnasterk og opna nýjar víddir í túlkun textans. Eins og allar góðar bókmenntir er Drápa nefnilega ekki bundin við hérið og núið heldur hefur skírskotun til sögu mannskepnunnar allar götur síðan í Eden. Og víddunum fjölgar við hvern lestur enda Drápa ekki einnota bók heldur brunnur sem hægt verður að sækja í aftur og aftur. Niðurstaða: Fantasterkur ljóðabálkur með vandlega ydduðum ljóðum sem segja hrollvekjandi sögu. Gagnrýni Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur: Drápa Gerður Kristný Mál og menningReykjavíkurmyndin sem Gerður Kristný dregur upp í ljóðabálkinum Drápu er ekki fögur. Það er vetur í borginni, kuldinn nístir merg og bein og þeir sem eru á ferli hafa illt eitt í hyggju. Ljóðmælandinn er djöfullinn sjálfur og jafnvel honum virðist ofbjóða ástandið. Hann fylgist með stúlkunni sem ljóðið fjallar um og þótt hann sé herra þess heims sem hún sogast inn í og hafi sjálfur vakið hana til hans, þá hefur hann með henni samúð og það er hann sem sér um að koma henni eftir dauðann í hendur „eineygða guðinum / þeim sem skapaði / manninn í sinni mynd / og engist nú af eftirsjá“ (bls 68.). Svo grátleg þykja honum örlög stúlkunnar sem gengið hefur til liðs við myrkusinn, nauðug viljug, verið beitt ofbeldi og glatast í eiturlyfjakófinu. Og þegar kvölin er svo sár að djöfullinn sjálfur hrærist til meðaumkunar er hætt við að eitt lítið manneskjuhjarta nánast bresti af sorg við að ganga inn í þann heim sem Gerður skapar í þessari bók. Það er þó vel áhættunnar virði að sökkva sér ofan í heim Drápu. Gerður Kristný fer hér á kostum í því sem hún gerir best; að tálga ljóðformið þannig að hver mynd verði eins og svipuhögg og leika sér með möguleika tungumálsins þannig að úr verður ný og óvænt upplifun á nánast hverri síðu. Maður á jafnvel á hættu að skella upp úr mitt í öllu myrkrinu og kuldanum þegar hún óvænt skýtur inn orðmynd eða tengingu sem hefur vísun í allt aðra og bjartari texta. Gangan inn í heim myrkusins er ekki auðveld, liggur við að þurfi dósahníf til að brjótast í gegnum yfirborð textans og inn í kviku hans, það er eiginlega ekki fyrr en við fjórða eða fimmta lestur sem lesandinn kemst almennilega í gegn en þá er heldur engin leið til baka. Nauðugur viljugur, eins og stúlkan sem ljóðið fjallar um, sogast hann dýpra og dýpra inn í heim myrkursins og lætur heillast aftur og aftur af því valdi sem skáldið hefur á máli og myndum„Gerður Kristný fer hér á kostum í því sem hún gerir best.“Mynd: Thomas LangdonAuk sögunnar um undirheima borgarinnar og afdrif stúlkunnar er í ljóðinu sterk ádeila á áhuga- og afskiptaleysi hins svokallaða kristna heims þegar þeir sem gengið hafa myrkrinu á hönd eiga í hlut. Endurtekin stef um krossa og kirkjur andspænis valdi djöfulsins eru firnasterk og opna nýjar víddir í túlkun textans. Eins og allar góðar bókmenntir er Drápa nefnilega ekki bundin við hérið og núið heldur hefur skírskotun til sögu mannskepnunnar allar götur síðan í Eden. Og víddunum fjölgar við hvern lestur enda Drápa ekki einnota bók heldur brunnur sem hægt verður að sækja í aftur og aftur. Niðurstaða: Fantasterkur ljóðabálkur með vandlega ydduðum ljóðum sem segja hrollvekjandi sögu.
Gagnrýni Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira