Sólstafir í tónlist Áskels Jónas Sen skrifar 12. nóvember 2014 12:00 Kammersinfónía og fleiri verk. Tónlist: Kammersinfónía, Elja, Ymni, Maes Howe Áskell Másson NAXOS Tónlist Áskels Mássonar er á vissan hátt skuggaleg. Tónmálið er dökkt og stemningin dálítið þungbúin. Þó er hún alls ekki drungaleg. Þvert á móti er ljós í henni sem skín í myrkrinu, venjulega í lok verkanna. Þetta er eitt af megineinkennum tónsmíðanna sem er að finna á geisladiski með Caput hópnum frá Naxos-útgáfunni. Verkin sem um ræðir eru heillandi. Þau eru misflókin og eftir því misjafnlega aðgengileg. En það er samt í þeim innra samhengi, Áskell tapar aldrei þræðinum. Tónlistin er full af merkingu, skáldskapurinn er innblásinn. Hugmyndirnar eru frjóar. Framvindan er margbrotin og á köflum óvænt, en þó eðlileg. Það er svo fallegt hvernig Áskell endar verkin sín. Frásögnin á undan er e.t.v. tormelt, en síðan renna ólíkir þræðir saman í lokin í dásamlegum einfaldleika. Stundum er það bara eitthvert barnslegt stef, eða kannski liggjandi hljómar. Hvað sem það er, þá gengur það alltaf upp. Þetta eru eins og sólstafir sem brjótast í gegnum skýin.Áskell Másson. „Tónlistin er full af merkingu, skáldskapurinn er innblásinn,“ segir Jónas Sen.Leikur Caput hópsins undir stjórn Joels Sachs er frábær, sérlega líflegur en einnig fágaður. Jens Bjørn-Larsen spilar prýðilega á einleikstúbu í einni tónsmíðinni og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir syngur af viðeigandi innlifun. Tónlistin á það skilið að fá slíka meðhöndlun.Niðurstaða: Glæsilegur flutningur á nokkrum mögnuðum verkum eftir Áskel Másson. Gagnrýni Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónlist: Kammersinfónía, Elja, Ymni, Maes Howe Áskell Másson NAXOS Tónlist Áskels Mássonar er á vissan hátt skuggaleg. Tónmálið er dökkt og stemningin dálítið þungbúin. Þó er hún alls ekki drungaleg. Þvert á móti er ljós í henni sem skín í myrkrinu, venjulega í lok verkanna. Þetta er eitt af megineinkennum tónsmíðanna sem er að finna á geisladiski með Caput hópnum frá Naxos-útgáfunni. Verkin sem um ræðir eru heillandi. Þau eru misflókin og eftir því misjafnlega aðgengileg. En það er samt í þeim innra samhengi, Áskell tapar aldrei þræðinum. Tónlistin er full af merkingu, skáldskapurinn er innblásinn. Hugmyndirnar eru frjóar. Framvindan er margbrotin og á köflum óvænt, en þó eðlileg. Það er svo fallegt hvernig Áskell endar verkin sín. Frásögnin á undan er e.t.v. tormelt, en síðan renna ólíkir þræðir saman í lokin í dásamlegum einfaldleika. Stundum er það bara eitthvert barnslegt stef, eða kannski liggjandi hljómar. Hvað sem það er, þá gengur það alltaf upp. Þetta eru eins og sólstafir sem brjótast í gegnum skýin.Áskell Másson. „Tónlistin er full af merkingu, skáldskapurinn er innblásinn,“ segir Jónas Sen.Leikur Caput hópsins undir stjórn Joels Sachs er frábær, sérlega líflegur en einnig fágaður. Jens Bjørn-Larsen spilar prýðilega á einleikstúbu í einni tónsmíðinni og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir syngur af viðeigandi innlifun. Tónlistin á það skilið að fá slíka meðhöndlun.Niðurstaða: Glæsilegur flutningur á nokkrum mögnuðum verkum eftir Áskel Másson.
Gagnrýni Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira