Engin leið að komast á hjólastól út í Viðey Viktoría Hermannsdóttir skrifar 7. nóvember 2014 07:00 Guðjón og Arnar komast ekki í Viðey því aðgengi fyrir hjólastóla er slæmt. Fréttablaðið/GVA „Þetta er gott dæmi um útilokun okkar úr samfélaginu,“ segir Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins. Afar erfitt er að komast til Viðeyjar í hjólastólum. Þeir sem eru í þyngri hjólastólum komast ekki út í eyna. „Reykjavíkurborg stendur fyrir alls konar viðburðum þarna sem okkur í hjólastól er útilokað að sækja. Höfuðborgin er að útiloka hjólastólanotendur frá heimsókn á þennan sögufræga stað og það er skítt,“ segir Guðjón. Arnar Helgi Lárusson, formaður SEM samtakanna, og Guðjón segja aðstöðuna til skammar. „Það fór ægilega í taugarnar á mér þegar Yoko Ono bauð öllum nema okkur hjólastólafólki út í Viðey þegar hún tendraði friðarsúluna. Það var engin leið fyrir okkur sem erum í hjólastólum að komast þangað,“ segir Guðjón. „Aðgengið er alls ekki nógu gott en við höfum hjálpað þeim sem hægt er að hjálpa í hjólastólum út í eyju,“ segir Guðlaugur Ottesen Karlsson ferjumaður hjá Eldingu. Þótt vilji sé til að bæta aðstöðuna sé það dýrt. „Við förum ekki í að breyta bátunum okkar fyrir mörg hundruð þúsund fyrr en það er búið að breyta aðstæðum á bryggjunni og í eyjunni sjálfri.“ Guðjón segist margoft hafa bent á ódýrari og auðveldari lausnir. „Til dæmis væri hægt að setja hvíldarpall í stigann niður á bryggjuna og minnka hallann. Síðan gera ferjuna aðgengilegri með rampi. Það má örugglega leysa margt í Viðey með römpum í stað stiga.“ Að sögn Gísla Gíslasonar hafnarstjóra er ekki von á því að aðstaðan í Viðey verði bætt í nánustu framtíð. Leiðir til þess séu of kostnaðarsamar og erfiðar. „Það er fjárhagslega óraunhæft eins og sakir standa. Aðstaðan í lendingunni út í Viðey er mjög erfið og hreyfihamlaðir þurfa á aðstoð að halda til þess að komast í land. Það eru ekki aðstæður í Viðey til þess að setja upp fastan búnað sem þýddi að rafmagnshjólastólar gætu ekki farið frá borði aðstoðarlaust,“ segir hafnarstjórinn. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
„Þetta er gott dæmi um útilokun okkar úr samfélaginu,“ segir Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins. Afar erfitt er að komast til Viðeyjar í hjólastólum. Þeir sem eru í þyngri hjólastólum komast ekki út í eyna. „Reykjavíkurborg stendur fyrir alls konar viðburðum þarna sem okkur í hjólastól er útilokað að sækja. Höfuðborgin er að útiloka hjólastólanotendur frá heimsókn á þennan sögufræga stað og það er skítt,“ segir Guðjón. Arnar Helgi Lárusson, formaður SEM samtakanna, og Guðjón segja aðstöðuna til skammar. „Það fór ægilega í taugarnar á mér þegar Yoko Ono bauð öllum nema okkur hjólastólafólki út í Viðey þegar hún tendraði friðarsúluna. Það var engin leið fyrir okkur sem erum í hjólastólum að komast þangað,“ segir Guðjón. „Aðgengið er alls ekki nógu gott en við höfum hjálpað þeim sem hægt er að hjálpa í hjólastólum út í eyju,“ segir Guðlaugur Ottesen Karlsson ferjumaður hjá Eldingu. Þótt vilji sé til að bæta aðstöðuna sé það dýrt. „Við förum ekki í að breyta bátunum okkar fyrir mörg hundruð þúsund fyrr en það er búið að breyta aðstæðum á bryggjunni og í eyjunni sjálfri.“ Guðjón segist margoft hafa bent á ódýrari og auðveldari lausnir. „Til dæmis væri hægt að setja hvíldarpall í stigann niður á bryggjuna og minnka hallann. Síðan gera ferjuna aðgengilegri með rampi. Það má örugglega leysa margt í Viðey með römpum í stað stiga.“ Að sögn Gísla Gíslasonar hafnarstjóra er ekki von á því að aðstaðan í Viðey verði bætt í nánustu framtíð. Leiðir til þess séu of kostnaðarsamar og erfiðar. „Það er fjárhagslega óraunhæft eins og sakir standa. Aðstaðan í lendingunni út í Viðey er mjög erfið og hreyfihamlaðir þurfa á aðstoð að halda til þess að komast í land. Það eru ekki aðstæður í Viðey til þess að setja upp fastan búnað sem þýddi að rafmagnshjólastólar gætu ekki farið frá borði aðstoðarlaust,“ segir hafnarstjórinn.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira