Hvað er hægt að sjá frítt á Airwaves? Þórður Ingi Jónsson skrifar 5. nóvember 2014 10:00 Iceland Airwaves-tónleikahátíðin gekk í garð í dag og verður því mikið um að vera í bænum. Passar á hátíðina seldust upp í byrjun október en tónlistaráhugamenn sem nældu sér ekki í passa í tæka tíð þurfa ekki að örvænta þar sem hægt verður að sjá 675 „off-venue“-tónleika víðs vegar um borgina, þar sem ekkert kostar inn. (Þess skal þó getið að hægt verður að kaupa miða á lokatónleika hátíðarinnar með Flaming Lips og War on Drugs í takmörkuðu upplagi.) Fréttablaðið tók saman nokkra áhugaverða off-venue-viðburði fyrir þá sem voru svo óheppnir að missa af miðum.Berndsen á góðri stund.Fréttablaðið/MagnúsSýningin Horfðu í ljósið: Augnablik frá Iceland Airwaves verður opin á Kexi Hosteli yfir hátíðina. Sýningin samanstendur af ljósmyndum af mögnuðum Airwaves-augnablikum eftir helstu tónleikaljósmyndara Reykjavíkur. Reikna má með því að einhverjir Airwaves-gestir geti fundið myndir af sjálfum sér í góðu stuði og nokkrum árum yngri á veggjum Kexins.Jaakko Eino Kalevi.Nordic Playlist er vinsæl síða sem fær fræga norræna tónlistarmenn til að gera lagalista með skandinavískri tónlist. Frá föstudegi til sunnudags verður síðan með sérstakan „pop-up“-bar að Laugavegi 91. Þar verður meðal annars hægt að sjá tónlistarmennina Jakko Eino Kalevi frá Finnlandi, Kasper Björke frá Danmörku og sveitina BYRTA frá Færeyjum.Mugison.Fréttablaðið/HaraldurÚtvarpsstöðin KEXP frá Seattle í Bandaríkjunum verður með beina útsendingu og tónleika á Kexi Hosteli frá miðvikudegi til laugardags. Útvarpsstöðin hefur sýnt hátíðinni mikinn áhuga undanfarin ár. Í dag, miðvikudag, verður hægt að sjá Kiasmos, Sóleyju, Uni Stefson, Oyama og Mugison troða upp, annaðhvort á Kexinu eða í beinni útsendingu á KEXP.Kælan MiklaFréttablaðið/ValliHópurinn Stelpur rokka! sem hefur haldið úti rokksumarbúðum fyrir stelpur verður með sérstaka off-venue tónleika á Lofti Hosteli á fimmtudaginn. Þar koma fram Kælan mikla, Rachel Sermanni frá Skotlandi, Adda, Margrét Arnar og Boogie Trouble. Airwaves Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Fleiri fréttir Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn Sjá meira
Iceland Airwaves-tónleikahátíðin gekk í garð í dag og verður því mikið um að vera í bænum. Passar á hátíðina seldust upp í byrjun október en tónlistaráhugamenn sem nældu sér ekki í passa í tæka tíð þurfa ekki að örvænta þar sem hægt verður að sjá 675 „off-venue“-tónleika víðs vegar um borgina, þar sem ekkert kostar inn. (Þess skal þó getið að hægt verður að kaupa miða á lokatónleika hátíðarinnar með Flaming Lips og War on Drugs í takmörkuðu upplagi.) Fréttablaðið tók saman nokkra áhugaverða off-venue-viðburði fyrir þá sem voru svo óheppnir að missa af miðum.Berndsen á góðri stund.Fréttablaðið/MagnúsSýningin Horfðu í ljósið: Augnablik frá Iceland Airwaves verður opin á Kexi Hosteli yfir hátíðina. Sýningin samanstendur af ljósmyndum af mögnuðum Airwaves-augnablikum eftir helstu tónleikaljósmyndara Reykjavíkur. Reikna má með því að einhverjir Airwaves-gestir geti fundið myndir af sjálfum sér í góðu stuði og nokkrum árum yngri á veggjum Kexins.Jaakko Eino Kalevi.Nordic Playlist er vinsæl síða sem fær fræga norræna tónlistarmenn til að gera lagalista með skandinavískri tónlist. Frá föstudegi til sunnudags verður síðan með sérstakan „pop-up“-bar að Laugavegi 91. Þar verður meðal annars hægt að sjá tónlistarmennina Jakko Eino Kalevi frá Finnlandi, Kasper Björke frá Danmörku og sveitina BYRTA frá Færeyjum.Mugison.Fréttablaðið/HaraldurÚtvarpsstöðin KEXP frá Seattle í Bandaríkjunum verður með beina útsendingu og tónleika á Kexi Hosteli frá miðvikudegi til laugardags. Útvarpsstöðin hefur sýnt hátíðinni mikinn áhuga undanfarin ár. Í dag, miðvikudag, verður hægt að sjá Kiasmos, Sóleyju, Uni Stefson, Oyama og Mugison troða upp, annaðhvort á Kexinu eða í beinni útsendingu á KEXP.Kælan MiklaFréttablaðið/ValliHópurinn Stelpur rokka! sem hefur haldið úti rokksumarbúðum fyrir stelpur verður með sérstaka off-venue tónleika á Lofti Hosteli á fimmtudaginn. Þar koma fram Kælan mikla, Rachel Sermanni frá Skotlandi, Adda, Margrét Arnar og Boogie Trouble.
Airwaves Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Fleiri fréttir Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn Sjá meira