Hvað er hægt að sjá frítt á Airwaves? Þórður Ingi Jónsson skrifar 5. nóvember 2014 10:00 Iceland Airwaves-tónleikahátíðin gekk í garð í dag og verður því mikið um að vera í bænum. Passar á hátíðina seldust upp í byrjun október en tónlistaráhugamenn sem nældu sér ekki í passa í tæka tíð þurfa ekki að örvænta þar sem hægt verður að sjá 675 „off-venue“-tónleika víðs vegar um borgina, þar sem ekkert kostar inn. (Þess skal þó getið að hægt verður að kaupa miða á lokatónleika hátíðarinnar með Flaming Lips og War on Drugs í takmörkuðu upplagi.) Fréttablaðið tók saman nokkra áhugaverða off-venue-viðburði fyrir þá sem voru svo óheppnir að missa af miðum.Berndsen á góðri stund.Fréttablaðið/MagnúsSýningin Horfðu í ljósið: Augnablik frá Iceland Airwaves verður opin á Kexi Hosteli yfir hátíðina. Sýningin samanstendur af ljósmyndum af mögnuðum Airwaves-augnablikum eftir helstu tónleikaljósmyndara Reykjavíkur. Reikna má með því að einhverjir Airwaves-gestir geti fundið myndir af sjálfum sér í góðu stuði og nokkrum árum yngri á veggjum Kexins.Jaakko Eino Kalevi.Nordic Playlist er vinsæl síða sem fær fræga norræna tónlistarmenn til að gera lagalista með skandinavískri tónlist. Frá föstudegi til sunnudags verður síðan með sérstakan „pop-up“-bar að Laugavegi 91. Þar verður meðal annars hægt að sjá tónlistarmennina Jakko Eino Kalevi frá Finnlandi, Kasper Björke frá Danmörku og sveitina BYRTA frá Færeyjum.Mugison.Fréttablaðið/HaraldurÚtvarpsstöðin KEXP frá Seattle í Bandaríkjunum verður með beina útsendingu og tónleika á Kexi Hosteli frá miðvikudegi til laugardags. Útvarpsstöðin hefur sýnt hátíðinni mikinn áhuga undanfarin ár. Í dag, miðvikudag, verður hægt að sjá Kiasmos, Sóleyju, Uni Stefson, Oyama og Mugison troða upp, annaðhvort á Kexinu eða í beinni útsendingu á KEXP.Kælan MiklaFréttablaðið/ValliHópurinn Stelpur rokka! sem hefur haldið úti rokksumarbúðum fyrir stelpur verður með sérstaka off-venue tónleika á Lofti Hosteli á fimmtudaginn. Þar koma fram Kælan mikla, Rachel Sermanni frá Skotlandi, Adda, Margrét Arnar og Boogie Trouble. Airwaves Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Sjá meira
Iceland Airwaves-tónleikahátíðin gekk í garð í dag og verður því mikið um að vera í bænum. Passar á hátíðina seldust upp í byrjun október en tónlistaráhugamenn sem nældu sér ekki í passa í tæka tíð þurfa ekki að örvænta þar sem hægt verður að sjá 675 „off-venue“-tónleika víðs vegar um borgina, þar sem ekkert kostar inn. (Þess skal þó getið að hægt verður að kaupa miða á lokatónleika hátíðarinnar með Flaming Lips og War on Drugs í takmörkuðu upplagi.) Fréttablaðið tók saman nokkra áhugaverða off-venue-viðburði fyrir þá sem voru svo óheppnir að missa af miðum.Berndsen á góðri stund.Fréttablaðið/MagnúsSýningin Horfðu í ljósið: Augnablik frá Iceland Airwaves verður opin á Kexi Hosteli yfir hátíðina. Sýningin samanstendur af ljósmyndum af mögnuðum Airwaves-augnablikum eftir helstu tónleikaljósmyndara Reykjavíkur. Reikna má með því að einhverjir Airwaves-gestir geti fundið myndir af sjálfum sér í góðu stuði og nokkrum árum yngri á veggjum Kexins.Jaakko Eino Kalevi.Nordic Playlist er vinsæl síða sem fær fræga norræna tónlistarmenn til að gera lagalista með skandinavískri tónlist. Frá föstudegi til sunnudags verður síðan með sérstakan „pop-up“-bar að Laugavegi 91. Þar verður meðal annars hægt að sjá tónlistarmennina Jakko Eino Kalevi frá Finnlandi, Kasper Björke frá Danmörku og sveitina BYRTA frá Færeyjum.Mugison.Fréttablaðið/HaraldurÚtvarpsstöðin KEXP frá Seattle í Bandaríkjunum verður með beina útsendingu og tónleika á Kexi Hosteli frá miðvikudegi til laugardags. Útvarpsstöðin hefur sýnt hátíðinni mikinn áhuga undanfarin ár. Í dag, miðvikudag, verður hægt að sjá Kiasmos, Sóleyju, Uni Stefson, Oyama og Mugison troða upp, annaðhvort á Kexinu eða í beinni útsendingu á KEXP.Kælan MiklaFréttablaðið/ValliHópurinn Stelpur rokka! sem hefur haldið úti rokksumarbúðum fyrir stelpur verður með sérstaka off-venue tónleika á Lofti Hosteli á fimmtudaginn. Þar koma fram Kælan mikla, Rachel Sermanni frá Skotlandi, Adda, Margrét Arnar og Boogie Trouble.
Airwaves Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Sjá meira