Ígló&Indý njóta vinsælda hjá erlendum tískubloggurum Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 3. nóvember 2014 11:00 Guðrún Tinna Ólafsdóttir segir samfélagsmiðlana hafa spilað stórt hlutverk í markaðssetningu Ígló&Indý síðasta árið. Íslenska barnafatamerkið Ígló&Indí hefur vakið mikla athygli undanfarið hjá erlendum tískubloggurum. Guðrún Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri segir að fyrir um ári síðan hafi þær hjá fyrirtækinu tekið ákvörðun um að leggja aukna áherslu á markaðssetningu á merkinu í gegnum samfélagsmiðla, þar sem sú markaðssetning sé gríðarlega öflug, þá sérstaklega úti í heimi. „Samfélagsmiðlar eru gríðarlega sterkir erlendis, hjá verslunum og viðskiptavinum, sérstaklega eins og Pinterest, Instagram og Twitter og svo auðvitað bloggararnir. Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli að vinna vel með þeim,“ segir Tinna, en þær hafa verið í samstarfi við marga af stærstu bloggurum í heiminum í dag. „Þetta eru allt bloggarar sem leggja mikla vinnu í síðurnar sínar, en þær eru flestar búsettar í Svíþjóð og Frakklandi,“ segir hún. Fyrirtækið er mjög virkt á Instagram og segir hún að kassamerkingin #igloindi hafi stóraukist, aðallega frá erlendum aðlilum, bæði viðskiptavinum og verslunum úti sem selja fötin frá Ígló&Indí. „Það er svo gaman að sjá bloggarana og verslanirnar merkja myndirnar með okkar merki. Bæði eru þau að setja inn myndir frá okkar eigin markaðsefni og en líka myndir sem þær taka sjálfar af börnum í Ígló&Indí fötum. Þannig vekja þær athygli á okkur og á móti þá birtum við umfjöllunina á síðunni okkar og bendum á hvar sé hægt að nálgast fötin í þeirri borg,“ segir hún. Hún segir að á síðustu árum hafi netverslun með barnaföt aukist upp í 30-40 prósent erlendis almennt og þetta sé stór þáttur í því. „Við erum að sjá mikið verslað frá Svíþjóð, Noregi og Frakklandi, en síðan er Ástralía að koma sterk inn. Það er að stórum hluta samfélagsmiðlum að þakka samhliða sterku vörumerki.“ Fyrirtækið hefur alltaf lagt gríðarlega mikið uppúr öllum myndum sem eru í markaðsefninu þeirra. „Hugmyndafræðin okkar er að fötin séu þægileg fyrir börnin, en á sama tíma töff. Það viljum við að sjáist í gegnum myndirnar og að börnunum líði vel,“ segir Tinna. Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Sjá meira
Íslenska barnafatamerkið Ígló&Indí hefur vakið mikla athygli undanfarið hjá erlendum tískubloggurum. Guðrún Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri segir að fyrir um ári síðan hafi þær hjá fyrirtækinu tekið ákvörðun um að leggja aukna áherslu á markaðssetningu á merkinu í gegnum samfélagsmiðla, þar sem sú markaðssetning sé gríðarlega öflug, þá sérstaklega úti í heimi. „Samfélagsmiðlar eru gríðarlega sterkir erlendis, hjá verslunum og viðskiptavinum, sérstaklega eins og Pinterest, Instagram og Twitter og svo auðvitað bloggararnir. Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli að vinna vel með þeim,“ segir Tinna, en þær hafa verið í samstarfi við marga af stærstu bloggurum í heiminum í dag. „Þetta eru allt bloggarar sem leggja mikla vinnu í síðurnar sínar, en þær eru flestar búsettar í Svíþjóð og Frakklandi,“ segir hún. Fyrirtækið er mjög virkt á Instagram og segir hún að kassamerkingin #igloindi hafi stóraukist, aðallega frá erlendum aðlilum, bæði viðskiptavinum og verslunum úti sem selja fötin frá Ígló&Indí. „Það er svo gaman að sjá bloggarana og verslanirnar merkja myndirnar með okkar merki. Bæði eru þau að setja inn myndir frá okkar eigin markaðsefni og en líka myndir sem þær taka sjálfar af börnum í Ígló&Indí fötum. Þannig vekja þær athygli á okkur og á móti þá birtum við umfjöllunina á síðunni okkar og bendum á hvar sé hægt að nálgast fötin í þeirri borg,“ segir hún. Hún segir að á síðustu árum hafi netverslun með barnaföt aukist upp í 30-40 prósent erlendis almennt og þetta sé stór þáttur í því. „Við erum að sjá mikið verslað frá Svíþjóð, Noregi og Frakklandi, en síðan er Ástralía að koma sterk inn. Það er að stórum hluta samfélagsmiðlum að þakka samhliða sterku vörumerki.“ Fyrirtækið hefur alltaf lagt gríðarlega mikið uppúr öllum myndum sem eru í markaðsefninu þeirra. „Hugmyndafræðin okkar er að fötin séu þægileg fyrir börnin, en á sama tíma töff. Það viljum við að sjáist í gegnum myndirnar og að börnunum líði vel,“ segir Tinna.
Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Sjá meira