Verkfall lækna skollið á Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 27. október 2014 05:00 Það horfir þunglega með að sættir takist í kjaradeilu lækna og ríkisins. Fyrsta af mörgum boðuðum verkföllum lækna á næstunni hófst á miðnætti. Visir/GVA vísir/gva „Þetta verður ófremdarástand og hefur í för með sér óþægindi fyrir ansi marga,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Um 300 læknar á heilsugæslustöðvum og á kvenna-, barna- og rannsóknasviði Landspítala hófu tveggja sólarhringa verkfall á miðnætti. Læknafélagið verður með skipulagða verkfallsgæslu á Landspítalanum og á heilsugæslustöðvunum. Bráðaþjónustu verður sinnt í verkfallinu og hægt verður að leita til bráðamóttöku Landspítalans og Læknavaktarinnar eftir klukkan fimm. „Ef menn telja að það sé einhver vafi þá mun sjúklingurinn njóta vafans. Við viljum ekki að neinn sjúklingur beri skaða af verkfallinu,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. Á heilsugæslunni í Lágmúla og í Salahverfi sem eru með þjónustusamning við ríkið verður haldið uppi óbreyttri starfsemi. Læknavaktin er líka með þjónustusamning og þar skerðist þjónustan ekki. Á höfuðborgarsvæðinu eru 12 sjálfstætt starfandi heimilislæknar og þeir fara ekki í verkfall. 15 yfirlæknar á ríkisreknu heilsugæslustöðvunum á höfuðborgarsvæðinu sinna bráðatilfellum en öll önnur læknaþjónusta fellur niður á stöðvunum. Læknar munu til að mynda ekki skrifa upp á lyf nema þau séu talin lífsnauðsynleg. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sinnir um 160 þúsund manns. Á degi hverjum ætla menn að hún sinni hátt í fimm þúsund manns. Það má því ætla að nærri 10 þúsund manns bara á höfuðborgarsvæðinu verði fyrir óþægindum vegna verkfalls heimilislækna. Á landsbyggðinni fara læknar í verkfall á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Á þessum stöðum verður tryggt að yfirlæknar og sérfræðilæknar sinni bráðaþjónustu. Á þeim deildum Landspítalans þar sem verkfall verður, verða á þriðja tug lækna við störf. Verkfallið mun samt sem áður hafa veruleg áhrif á starfsemi deildanna. Ólafur Baldursson, forstjóri lækninga, segir verkfall hið versta mál sem skapi óvissu á Landspítalanum. „Við munum veita neyðarþjónustu á spítalanum en það er ljóst að fólk verður fyrir truflunum. Við höfum undirbúið okkur eins vel og hægt er með ýmsum hætti en það er varla hægt að undirbúa sig undir þetta,“ segir Ólafur. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að enn beri mikið í milli í kjaradeilu lækna og ríkisins. Lausn sé ekki í sjónmáli. Læknar hafa ekki viljað gefa upp hvað þeir fara fram á í launahækkanir. „Við höfum ekki talið að það væri málinu til framdráttar að standa í hnútukasti í fjölmiðlum um tölur,“ segir Þorbjörn. Ríkið hefur boðið læknum 2,8 til 3 prósenta hækkun en læknar telja það allt of lítið. Gunnlaugur Sigurjónsson, yfirlæknir í Árbæ, segir að það verði að semja við lækna. „Það þarf eitthvað að gerast ef heilbrigðiskerfið á ekki að fara á hliðina, það er nú þegar komið á hnén. Maður er að kikna undan álaginu, það finnast engir nýir læknar og stundum finnst manni hreinlega eins og heilsugæslan sé að rúlla yfir,“ segir Gunnlaugur og bætir við að það verði að bæta kjör lækna svo þeir sjái möguleika á að koma til starfa hér á landi. Samningafundur í kjaradeilu lækna og ríkisins er boðaður dag, takist ekki samningar halda verkfallsaðgerðir afmarkaðra læknahópa áfram og standa fram í miðjan desember. Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta verður ófremdarástand og hefur í för með sér óþægindi fyrir ansi marga,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Um 300 læknar á heilsugæslustöðvum og á kvenna-, barna- og rannsóknasviði Landspítala hófu tveggja sólarhringa verkfall á miðnætti. Læknafélagið verður með skipulagða verkfallsgæslu á Landspítalanum og á heilsugæslustöðvunum. Bráðaþjónustu verður sinnt í verkfallinu og hægt verður að leita til bráðamóttöku Landspítalans og Læknavaktarinnar eftir klukkan fimm. „Ef menn telja að það sé einhver vafi þá mun sjúklingurinn njóta vafans. Við viljum ekki að neinn sjúklingur beri skaða af verkfallinu,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. Á heilsugæslunni í Lágmúla og í Salahverfi sem eru með þjónustusamning við ríkið verður haldið uppi óbreyttri starfsemi. Læknavaktin er líka með þjónustusamning og þar skerðist þjónustan ekki. Á höfuðborgarsvæðinu eru 12 sjálfstætt starfandi heimilislæknar og þeir fara ekki í verkfall. 15 yfirlæknar á ríkisreknu heilsugæslustöðvunum á höfuðborgarsvæðinu sinna bráðatilfellum en öll önnur læknaþjónusta fellur niður á stöðvunum. Læknar munu til að mynda ekki skrifa upp á lyf nema þau séu talin lífsnauðsynleg. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sinnir um 160 þúsund manns. Á degi hverjum ætla menn að hún sinni hátt í fimm þúsund manns. Það má því ætla að nærri 10 þúsund manns bara á höfuðborgarsvæðinu verði fyrir óþægindum vegna verkfalls heimilislækna. Á landsbyggðinni fara læknar í verkfall á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Á þessum stöðum verður tryggt að yfirlæknar og sérfræðilæknar sinni bráðaþjónustu. Á þeim deildum Landspítalans þar sem verkfall verður, verða á þriðja tug lækna við störf. Verkfallið mun samt sem áður hafa veruleg áhrif á starfsemi deildanna. Ólafur Baldursson, forstjóri lækninga, segir verkfall hið versta mál sem skapi óvissu á Landspítalanum. „Við munum veita neyðarþjónustu á spítalanum en það er ljóst að fólk verður fyrir truflunum. Við höfum undirbúið okkur eins vel og hægt er með ýmsum hætti en það er varla hægt að undirbúa sig undir þetta,“ segir Ólafur. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að enn beri mikið í milli í kjaradeilu lækna og ríkisins. Lausn sé ekki í sjónmáli. Læknar hafa ekki viljað gefa upp hvað þeir fara fram á í launahækkanir. „Við höfum ekki talið að það væri málinu til framdráttar að standa í hnútukasti í fjölmiðlum um tölur,“ segir Þorbjörn. Ríkið hefur boðið læknum 2,8 til 3 prósenta hækkun en læknar telja það allt of lítið. Gunnlaugur Sigurjónsson, yfirlæknir í Árbæ, segir að það verði að semja við lækna. „Það þarf eitthvað að gerast ef heilbrigðiskerfið á ekki að fara á hliðina, það er nú þegar komið á hnén. Maður er að kikna undan álaginu, það finnast engir nýir læknar og stundum finnst manni hreinlega eins og heilsugæslan sé að rúlla yfir,“ segir Gunnlaugur og bætir við að það verði að bæta kjör lækna svo þeir sjái möguleika á að koma til starfa hér á landi. Samningafundur í kjaradeilu lækna og ríkisins er boðaður dag, takist ekki samningar halda verkfallsaðgerðir afmarkaðra læknahópa áfram og standa fram í miðjan desember.
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent