Verkfall lækna skollið á Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 27. október 2014 05:00 Það horfir þunglega með að sættir takist í kjaradeilu lækna og ríkisins. Fyrsta af mörgum boðuðum verkföllum lækna á næstunni hófst á miðnætti. Visir/GVA vísir/gva „Þetta verður ófremdarástand og hefur í för með sér óþægindi fyrir ansi marga,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Um 300 læknar á heilsugæslustöðvum og á kvenna-, barna- og rannsóknasviði Landspítala hófu tveggja sólarhringa verkfall á miðnætti. Læknafélagið verður með skipulagða verkfallsgæslu á Landspítalanum og á heilsugæslustöðvunum. Bráðaþjónustu verður sinnt í verkfallinu og hægt verður að leita til bráðamóttöku Landspítalans og Læknavaktarinnar eftir klukkan fimm. „Ef menn telja að það sé einhver vafi þá mun sjúklingurinn njóta vafans. Við viljum ekki að neinn sjúklingur beri skaða af verkfallinu,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. Á heilsugæslunni í Lágmúla og í Salahverfi sem eru með þjónustusamning við ríkið verður haldið uppi óbreyttri starfsemi. Læknavaktin er líka með þjónustusamning og þar skerðist þjónustan ekki. Á höfuðborgarsvæðinu eru 12 sjálfstætt starfandi heimilislæknar og þeir fara ekki í verkfall. 15 yfirlæknar á ríkisreknu heilsugæslustöðvunum á höfuðborgarsvæðinu sinna bráðatilfellum en öll önnur læknaþjónusta fellur niður á stöðvunum. Læknar munu til að mynda ekki skrifa upp á lyf nema þau séu talin lífsnauðsynleg. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sinnir um 160 þúsund manns. Á degi hverjum ætla menn að hún sinni hátt í fimm þúsund manns. Það má því ætla að nærri 10 þúsund manns bara á höfuðborgarsvæðinu verði fyrir óþægindum vegna verkfalls heimilislækna. Á landsbyggðinni fara læknar í verkfall á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Á þessum stöðum verður tryggt að yfirlæknar og sérfræðilæknar sinni bráðaþjónustu. Á þeim deildum Landspítalans þar sem verkfall verður, verða á þriðja tug lækna við störf. Verkfallið mun samt sem áður hafa veruleg áhrif á starfsemi deildanna. Ólafur Baldursson, forstjóri lækninga, segir verkfall hið versta mál sem skapi óvissu á Landspítalanum. „Við munum veita neyðarþjónustu á spítalanum en það er ljóst að fólk verður fyrir truflunum. Við höfum undirbúið okkur eins vel og hægt er með ýmsum hætti en það er varla hægt að undirbúa sig undir þetta,“ segir Ólafur. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að enn beri mikið í milli í kjaradeilu lækna og ríkisins. Lausn sé ekki í sjónmáli. Læknar hafa ekki viljað gefa upp hvað þeir fara fram á í launahækkanir. „Við höfum ekki talið að það væri málinu til framdráttar að standa í hnútukasti í fjölmiðlum um tölur,“ segir Þorbjörn. Ríkið hefur boðið læknum 2,8 til 3 prósenta hækkun en læknar telja það allt of lítið. Gunnlaugur Sigurjónsson, yfirlæknir í Árbæ, segir að það verði að semja við lækna. „Það þarf eitthvað að gerast ef heilbrigðiskerfið á ekki að fara á hliðina, það er nú þegar komið á hnén. Maður er að kikna undan álaginu, það finnast engir nýir læknar og stundum finnst manni hreinlega eins og heilsugæslan sé að rúlla yfir,“ segir Gunnlaugur og bætir við að það verði að bæta kjör lækna svo þeir sjái möguleika á að koma til starfa hér á landi. Samningafundur í kjaradeilu lækna og ríkisins er boðaður dag, takist ekki samningar halda verkfallsaðgerðir afmarkaðra læknahópa áfram og standa fram í miðjan desember. Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
„Þetta verður ófremdarástand og hefur í för með sér óþægindi fyrir ansi marga,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Um 300 læknar á heilsugæslustöðvum og á kvenna-, barna- og rannsóknasviði Landspítala hófu tveggja sólarhringa verkfall á miðnætti. Læknafélagið verður með skipulagða verkfallsgæslu á Landspítalanum og á heilsugæslustöðvunum. Bráðaþjónustu verður sinnt í verkfallinu og hægt verður að leita til bráðamóttöku Landspítalans og Læknavaktarinnar eftir klukkan fimm. „Ef menn telja að það sé einhver vafi þá mun sjúklingurinn njóta vafans. Við viljum ekki að neinn sjúklingur beri skaða af verkfallinu,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. Á heilsugæslunni í Lágmúla og í Salahverfi sem eru með þjónustusamning við ríkið verður haldið uppi óbreyttri starfsemi. Læknavaktin er líka með þjónustusamning og þar skerðist þjónustan ekki. Á höfuðborgarsvæðinu eru 12 sjálfstætt starfandi heimilislæknar og þeir fara ekki í verkfall. 15 yfirlæknar á ríkisreknu heilsugæslustöðvunum á höfuðborgarsvæðinu sinna bráðatilfellum en öll önnur læknaþjónusta fellur niður á stöðvunum. Læknar munu til að mynda ekki skrifa upp á lyf nema þau séu talin lífsnauðsynleg. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sinnir um 160 þúsund manns. Á degi hverjum ætla menn að hún sinni hátt í fimm þúsund manns. Það má því ætla að nærri 10 þúsund manns bara á höfuðborgarsvæðinu verði fyrir óþægindum vegna verkfalls heimilislækna. Á landsbyggðinni fara læknar í verkfall á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Á þessum stöðum verður tryggt að yfirlæknar og sérfræðilæknar sinni bráðaþjónustu. Á þeim deildum Landspítalans þar sem verkfall verður, verða á þriðja tug lækna við störf. Verkfallið mun samt sem áður hafa veruleg áhrif á starfsemi deildanna. Ólafur Baldursson, forstjóri lækninga, segir verkfall hið versta mál sem skapi óvissu á Landspítalanum. „Við munum veita neyðarþjónustu á spítalanum en það er ljóst að fólk verður fyrir truflunum. Við höfum undirbúið okkur eins vel og hægt er með ýmsum hætti en það er varla hægt að undirbúa sig undir þetta,“ segir Ólafur. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að enn beri mikið í milli í kjaradeilu lækna og ríkisins. Lausn sé ekki í sjónmáli. Læknar hafa ekki viljað gefa upp hvað þeir fara fram á í launahækkanir. „Við höfum ekki talið að það væri málinu til framdráttar að standa í hnútukasti í fjölmiðlum um tölur,“ segir Þorbjörn. Ríkið hefur boðið læknum 2,8 til 3 prósenta hækkun en læknar telja það allt of lítið. Gunnlaugur Sigurjónsson, yfirlæknir í Árbæ, segir að það verði að semja við lækna. „Það þarf eitthvað að gerast ef heilbrigðiskerfið á ekki að fara á hliðina, það er nú þegar komið á hnén. Maður er að kikna undan álaginu, það finnast engir nýir læknar og stundum finnst manni hreinlega eins og heilsugæslan sé að rúlla yfir,“ segir Gunnlaugur og bætir við að það verði að bæta kjör lækna svo þeir sjái möguleika á að koma til starfa hér á landi. Samningafundur í kjaradeilu lækna og ríkisins er boðaður dag, takist ekki samningar halda verkfallsaðgerðir afmarkaðra læknahópa áfram og standa fram í miðjan desember.
Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira