Konur berjast við hið illa Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 22. október 2014 12:30 Kistan Bækur: Kistan Elí Freysson Elí Freysson Kistan er fjórða bók Elís Freyssonar, en hún segir frá unglingsstúlkunni Kötju, sem einnig var aðalsöguhetja síðustu bókar, Kallið, sem kom út í fyrra. Báðar eru þær hluti af seríu sem höfundur kallar Þögla stríðið. Um er að ræða fantasíubækur sem gerast í skálduðum heimi á miðöldum. Þar koma fyrir hetjur, fúlmenni og óvættir sem heyja baráttu góðs og ills, bæði með göldrum og sverðfimi. Undirrituð hefði aldrei trúað því að hún yrði spennt að lesa bardagalýsingar í bók, en Elí tekst furðu vel að skapa spennu í slíkum senum. Hann sér umhverfið glögglega fyrir sér, lifir sig augljóslega inn í söguna sjálfur og á auðvelt með að koma upplifun sinni til skila til lesandans. Það er stundum eins og lesandinn hafi komið að höfundinum í hlutverkaleik (e. Role Play) einhvers staðar í Öskjuhlíðinni. Innlifunin er svo mikil. Katja heldur í þessari bók í ferð með kennara sínum, Serdru, til að berjast við hið illa. Lesandi veltir fyrir sér á köflum hvort kennarinn sé með í för, einungis til þess að höfundur geti með samtölum þeirra útskýrt baksöguna sem og heiminn sjálfan. Samtöl Kötju og Serdru einkennast af yfirheyrslu kennarans og svörum nemandans sem er ætlað að auka skilning lesandans á aðstæðum. Þetta veldur því að söguþráður færist hægt áfram og verður á köflum langdreginn sem dregur talsvert úr spennunni. Lesandinn fær það á tilfinninguna að höfundur treysti honum ekki almennilega til að skilja framvindu sögunnar öðruvísi. Sagan er lifandi, hálfgerð kvikmynd á prenti, lýsingar eru skemmtilegar og hinn skáldaði heimur spennandi. Í því samhengi má taka fram að sagan stenst Bechdel-prófið sannarlega, þar sem aðalpersónan er kvenkyns og leggur af stað til að berjast við hið illa, ásamt kennara sínum sem einnig er kona.Niðurstaða: Spennandi fantasía í sannfærandi heimi, sterkar kvenpersónur og áhrifamiklar lýsingar. Gagnrýni Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur: Kistan Elí Freysson Elí Freysson Kistan er fjórða bók Elís Freyssonar, en hún segir frá unglingsstúlkunni Kötju, sem einnig var aðalsöguhetja síðustu bókar, Kallið, sem kom út í fyrra. Báðar eru þær hluti af seríu sem höfundur kallar Þögla stríðið. Um er að ræða fantasíubækur sem gerast í skálduðum heimi á miðöldum. Þar koma fyrir hetjur, fúlmenni og óvættir sem heyja baráttu góðs og ills, bæði með göldrum og sverðfimi. Undirrituð hefði aldrei trúað því að hún yrði spennt að lesa bardagalýsingar í bók, en Elí tekst furðu vel að skapa spennu í slíkum senum. Hann sér umhverfið glögglega fyrir sér, lifir sig augljóslega inn í söguna sjálfur og á auðvelt með að koma upplifun sinni til skila til lesandans. Það er stundum eins og lesandinn hafi komið að höfundinum í hlutverkaleik (e. Role Play) einhvers staðar í Öskjuhlíðinni. Innlifunin er svo mikil. Katja heldur í þessari bók í ferð með kennara sínum, Serdru, til að berjast við hið illa. Lesandi veltir fyrir sér á köflum hvort kennarinn sé með í för, einungis til þess að höfundur geti með samtölum þeirra útskýrt baksöguna sem og heiminn sjálfan. Samtöl Kötju og Serdru einkennast af yfirheyrslu kennarans og svörum nemandans sem er ætlað að auka skilning lesandans á aðstæðum. Þetta veldur því að söguþráður færist hægt áfram og verður á köflum langdreginn sem dregur talsvert úr spennunni. Lesandinn fær það á tilfinninguna að höfundur treysti honum ekki almennilega til að skilja framvindu sögunnar öðruvísi. Sagan er lifandi, hálfgerð kvikmynd á prenti, lýsingar eru skemmtilegar og hinn skáldaði heimur spennandi. Í því samhengi má taka fram að sagan stenst Bechdel-prófið sannarlega, þar sem aðalpersónan er kvenkyns og leggur af stað til að berjast við hið illa, ásamt kennara sínum sem einnig er kona.Niðurstaða: Spennandi fantasía í sannfærandi heimi, sterkar kvenpersónur og áhrifamiklar lýsingar.
Gagnrýni Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira