Í mér blundar smá töffari Elín Albertsdóttir skrifar 18. október 2014 12:00 Það er ýmislegt að gerast hjá Sölku Sól, bæði á sviði leiklistar og tónlistar. Ernir Salka Sól Eyfeld, leikkona og tónlistarmaður, hefur haft ótal margt á sinni könnu frá því hún kom heim frá námi í London fyrir rúmu ári. Þau eru ófá hlutverkin sem hún hefur tekið sér fyrir hendur á mismunandi listsviðum. Það er óvenju mikið að gera hjá Sölku Sól þessa dagana. „Jú, þetta hafa verið annasamir dagar og verða áfram,“ segir hún. „Á morgun langar mig að komast í að gera upp eldhúsið mitt en ég er nýflutt í eigin íbúð í miðbænum ásamt kærastanum, Albert Halldórssyni leiklistarnema. Ég fer í upptöku á sjónvarpsþættinum Óskalög þjóðarinnar í dag og verð síðan með útvarpsþáttinn minn, Hanastél,“ segir Salka. Hún er í mörgum hljómsveitum með ólíkum áherslum. „Við vorum að klára plötuna okkar í AmabAdamA en hún kemur út 6. nóvember. Það hefur verið mikil vinna í kringum hana og ég hlakka mikið til þegar hún kemur loks út. Um síðustu helgi dvöldum við í hernámssetrinu í Hvalfirði og æfðum fyrir Airwaves. Yndislegur staður sem gefur manni mikinn kraft. Maður finnur orkuna læðast yfir sig. Hlustunarpartí verður þegar platan kemur út en síðan spilum við á sex stöðum á Airwaves. Ég kem reyndar fram á níu tónleikum á hátíðinni ef ég tel Reykjavíkurdætur með og Rvk Soundsystem sem er plötusnúðahópur sem leikur reggítónlist.Bæjarlistamaður í Kópavogi Auk þessa er Salka bæjarlistamaður í Kópavogi ásamt Tinnu Sverrisdóttur og Þuríði Blævi Jóhannsdóttur en þær skipa hljómsveitina Tazmaníu. Þær eru að fara í gang með námskeið í unglingabekkjum bæjarins. „Við ætlum að kenna ljóðagerð, ljóðlist, framkomu og rapp. Auk þess segjum við okkar sögu og hvernig hægt er að öðlast trú á sjálfan sig,“ útskýrir Salka. Salka Sól bjó í London í þrjú ár og lærði Actor Musicianship. „Það er leikaranám fyrir hljóðfæraleikara sem var bæði þroskandi og gefandi. Ég lærði margt í London, það er lærdómsríkt að búa í öðru landi. Ég saknaði samt Íslands og fann að ég var ekki tilbúin að hasla mér völl eða harka sem listamaður í Bretlandi,“ segir hún. „Lífið tók nýja en óvænta stefnu þegar ég kom heim. Ég hafði ekki mótað mér farveg en leyfði hlutunum að gerast. Það hefur alltaf blundað smávegis töffari í mér. Ég hafði til dæmis ekki hugsað mikið út í rapp en þegar vinkonur mínar tróðu upp á bar 11 var ég staðráðin í að vera með næst. Við settumst niður og sömdum lag fyrir rappkvöld á Gauknum í desember en þá varð lagið Reykjavíkurdætur til,“ segir Salka Sól en lagið varð strax mjög vinsælt. Sömu sögu er að segja um lagið Hossa Hossa með AmabAdamA sem allir krakkar kunna að syngja.Leikkonan vaknaði „Stelpurnar í Reykjavíkurdætrum eru allar bæði skapandi og gefandi. Ég lít upp til þeirra allra. Við erum ólíkar en náum ótrúlega vel saman, enda fá allir að vera eins og þeir eru innan hópsins,“ segir Salka en þegar hún er spurð hvernig AmabAdamA hafi komið til, svarar hún: „Reykjavíkurdætur komu fram á árshátíð MH þar sem AmabAdamA var aðalnúmerið. Söngkona hljómsveitarinnar var að hætta um það leyti. Ég var ekki alveg komin út úr skápnum sem söngkona á þessum tíma, engu að síður var ég allt í einu orðin söngkona í bandinu.“ Salka hefur auk alls þessa unnið við talsetningu barnaefnis. „Ég byrjaði á því fljótt eftir að ég kom heim. Meðal mynda sem ég hef talað inn á er Lego Movie og Planes,“ segir Salka sem er þessa dagana að leika í þáttum Steinda sem verða sýndir á Stöð 2. „Svo verð ég í þáttunum Ófærð undir leikstjórn Baltasar Kormáks en aðalhlutverkið er í höndum Ólafs Darra. Tökur á þeim þáttum hefjast í nóvember og ég hlakka mikið til. Það verður ótrúlega spennandi. Ég var eiginlega búin að taka ákvörðum um að leggja leikkonuna á hilluna og vera bara tónlistarmaður. Núna er leiklistaráhuginn að vakna hjá mér aftur,“ segir Salka Sól sem utan alls þessa vinnur í Popplandinu á RÚV alla virka daga. „Ég hef alltaf haft gríðarlegan áhuga á allri tónlist og finnst gaman að grúska í henni.“Rappaði fyrir Sigmund Salka Sól rappaði fyrir forsætisráðherra landsins í þætti Loga Bergmann í síðustu viku. Hún segist aldrei hafa verið feimin og þetta hafi verið skemmtileg uppákoma. „Ég fékk alveg frábær viðbrögð eftir þáttinn.“ Hún á mörg áhugamál. „Ég elska kaffi og finnst ótrúlega gaman að gera myndir í það. Ég hef áhuga á alls kyns kaffitegundum og kaffikönnum. Ég safna líka hljóðfærum og á mikið safn hljóðfæra frá hinum ýmsu heimsálfum,“ segir þessa atorkusama listakona. Hún byrjaði ung að spila á píanó, síðan trompet og nú er hún að prófa sig áfram með klarinett. „Ég er dugleg að prófa þau hljóðfæri sem ég hef safnað að mér.“ Airwaves Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Meðan hún var í ferlinu að tapa lífinu sínu þá var hún að undirbúa mig“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Sjá meira
Salka Sól Eyfeld, leikkona og tónlistarmaður, hefur haft ótal margt á sinni könnu frá því hún kom heim frá námi í London fyrir rúmu ári. Þau eru ófá hlutverkin sem hún hefur tekið sér fyrir hendur á mismunandi listsviðum. Það er óvenju mikið að gera hjá Sölku Sól þessa dagana. „Jú, þetta hafa verið annasamir dagar og verða áfram,“ segir hún. „Á morgun langar mig að komast í að gera upp eldhúsið mitt en ég er nýflutt í eigin íbúð í miðbænum ásamt kærastanum, Albert Halldórssyni leiklistarnema. Ég fer í upptöku á sjónvarpsþættinum Óskalög þjóðarinnar í dag og verð síðan með útvarpsþáttinn minn, Hanastél,“ segir Salka. Hún er í mörgum hljómsveitum með ólíkum áherslum. „Við vorum að klára plötuna okkar í AmabAdamA en hún kemur út 6. nóvember. Það hefur verið mikil vinna í kringum hana og ég hlakka mikið til þegar hún kemur loks út. Um síðustu helgi dvöldum við í hernámssetrinu í Hvalfirði og æfðum fyrir Airwaves. Yndislegur staður sem gefur manni mikinn kraft. Maður finnur orkuna læðast yfir sig. Hlustunarpartí verður þegar platan kemur út en síðan spilum við á sex stöðum á Airwaves. Ég kem reyndar fram á níu tónleikum á hátíðinni ef ég tel Reykjavíkurdætur með og Rvk Soundsystem sem er plötusnúðahópur sem leikur reggítónlist.Bæjarlistamaður í Kópavogi Auk þessa er Salka bæjarlistamaður í Kópavogi ásamt Tinnu Sverrisdóttur og Þuríði Blævi Jóhannsdóttur en þær skipa hljómsveitina Tazmaníu. Þær eru að fara í gang með námskeið í unglingabekkjum bæjarins. „Við ætlum að kenna ljóðagerð, ljóðlist, framkomu og rapp. Auk þess segjum við okkar sögu og hvernig hægt er að öðlast trú á sjálfan sig,“ útskýrir Salka. Salka Sól bjó í London í þrjú ár og lærði Actor Musicianship. „Það er leikaranám fyrir hljóðfæraleikara sem var bæði þroskandi og gefandi. Ég lærði margt í London, það er lærdómsríkt að búa í öðru landi. Ég saknaði samt Íslands og fann að ég var ekki tilbúin að hasla mér völl eða harka sem listamaður í Bretlandi,“ segir hún. „Lífið tók nýja en óvænta stefnu þegar ég kom heim. Ég hafði ekki mótað mér farveg en leyfði hlutunum að gerast. Það hefur alltaf blundað smávegis töffari í mér. Ég hafði til dæmis ekki hugsað mikið út í rapp en þegar vinkonur mínar tróðu upp á bar 11 var ég staðráðin í að vera með næst. Við settumst niður og sömdum lag fyrir rappkvöld á Gauknum í desember en þá varð lagið Reykjavíkurdætur til,“ segir Salka Sól en lagið varð strax mjög vinsælt. Sömu sögu er að segja um lagið Hossa Hossa með AmabAdamA sem allir krakkar kunna að syngja.Leikkonan vaknaði „Stelpurnar í Reykjavíkurdætrum eru allar bæði skapandi og gefandi. Ég lít upp til þeirra allra. Við erum ólíkar en náum ótrúlega vel saman, enda fá allir að vera eins og þeir eru innan hópsins,“ segir Salka en þegar hún er spurð hvernig AmabAdamA hafi komið til, svarar hún: „Reykjavíkurdætur komu fram á árshátíð MH þar sem AmabAdamA var aðalnúmerið. Söngkona hljómsveitarinnar var að hætta um það leyti. Ég var ekki alveg komin út úr skápnum sem söngkona á þessum tíma, engu að síður var ég allt í einu orðin söngkona í bandinu.“ Salka hefur auk alls þessa unnið við talsetningu barnaefnis. „Ég byrjaði á því fljótt eftir að ég kom heim. Meðal mynda sem ég hef talað inn á er Lego Movie og Planes,“ segir Salka sem er þessa dagana að leika í þáttum Steinda sem verða sýndir á Stöð 2. „Svo verð ég í þáttunum Ófærð undir leikstjórn Baltasar Kormáks en aðalhlutverkið er í höndum Ólafs Darra. Tökur á þeim þáttum hefjast í nóvember og ég hlakka mikið til. Það verður ótrúlega spennandi. Ég var eiginlega búin að taka ákvörðum um að leggja leikkonuna á hilluna og vera bara tónlistarmaður. Núna er leiklistaráhuginn að vakna hjá mér aftur,“ segir Salka Sól sem utan alls þessa vinnur í Popplandinu á RÚV alla virka daga. „Ég hef alltaf haft gríðarlegan áhuga á allri tónlist og finnst gaman að grúska í henni.“Rappaði fyrir Sigmund Salka Sól rappaði fyrir forsætisráðherra landsins í þætti Loga Bergmann í síðustu viku. Hún segist aldrei hafa verið feimin og þetta hafi verið skemmtileg uppákoma. „Ég fékk alveg frábær viðbrögð eftir þáttinn.“ Hún á mörg áhugamál. „Ég elska kaffi og finnst ótrúlega gaman að gera myndir í það. Ég hef áhuga á alls kyns kaffitegundum og kaffikönnum. Ég safna líka hljóðfærum og á mikið safn hljóðfæra frá hinum ýmsu heimsálfum,“ segir þessa atorkusama listakona. Hún byrjaði ung að spila á píanó, síðan trompet og nú er hún að prófa sig áfram með klarinett. „Ég er dugleg að prófa þau hljóðfæri sem ég hef safnað að mér.“
Airwaves Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Meðan hún var í ferlinu að tapa lífinu sínu þá var hún að undirbúa mig“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Sjá meira