Sænska þjóðin er að uppgötva Lars upp á nýtt Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. október 2014 08:00 Lars Lagerbäck er einn vinsælasti maður á Íslandi í dag og hann nýtur nú meiri virðingar í Svíþjóð en áður vegna stöðu Íslands. vísir/Anton Þó það séu komin fjögur ár síðan Lars Lagerbäck hætti störfum sem landsliðsþjálfari Svía fylgjast samlandar hans enn grannt með því sem hann gerir, nú sérstaklega þegar íslenska landsliðið er á toppi A-riðils undankeppni EM 2016 með fullt hús stiga og markatöluna 8-0.Olof Lundh, íþróttafréttamaður hjá TV4 í Svíþjóð, sem hefur fylgt sænska landsliðinu eftir um árabil, segir tíma hafa verið kominn á Lars í Svíþjóð. „Þegar hann var með landsliðið hér var hann mjög virtur í langan tíma, en undir lokin var fólk orðið þreytt á fótboltanum sem hann spilaði. Því fannst hann ekki nógu sóknarsinnaður. Hann stýrði liðinu náttúrulega í 13 ár og fólk vildi breytingar,“ segir Lund, en nú eru Svíar að uppgötva Lars upp á nýtt, bæði í gegnum starf hans með íslenska landsliðinu og í sjónvarpinu. „Hann nýtur enn meiri virðingar núna vegna þess sem hann er að gera með íslenska landsliðið. Hann víkur ekki frá sinni hugmyndafræði og spilar fótbolta á sinn hátt,“ segir Lund og heldur áfram: „Nú hefur hann einnig verið að starfa sem knattspyrnusérfræðingur á VIASAT í tengslum við Meistaradeildina. Þótt hann sé svolítið formlegur þar er hann orðinn mjög vinsæll. Sænska þjóðin er svolítið að kynnast honum aftur. Sumir sakna hans núna, sérstaklega í ljósi þess hvað íslenska liðið er að gera þessa dagana og það sænska komst ekki á HM og byrjar ekki vel núna.“ Lundh viðurkennir að honum hafi fundist kominn tími á að Lars stigi til hliðar, en segir að það megi deila um hvort það hafi verið rétt skref að ráða Eric Hamrén. „Þrettán ár eru langur tími og Svíar þurftu nýjan þjálfara. Kannski þurfti Lars líka nýtt umhverfi því leikmennirnir sem hann var með höfðu heyrt sömu röddina ansi lengi,“ segir hann og hlær við. Samband Lars við sænsku pressuna er víðfrægt, en það var ansi stirt á milli hans og sumra blaðamanna. Lundh segir það hafa byrjað strax eftir fyrsta leik. „Hann og Tommy Söderberg töpuðu fyrsta leik gegn Spáni, 4-0, og fyrirsagnirnar í sumum blöðunum voru ansi ljótar daginn eftir. Hann var opinn alveg í byrjun, en eftir þetta breyttist hann. Það voru vissir blaðamenn sem hann náði engan veginn saman við og það var oft mikil spenna á milli hans og pressunnar. Báðir aðilar átu sök í máli þarna,“ segir Lund, en hvað finnst honum um byrjun Íslands í undankeppninni? „Ég hefði aldrei trúað að Ísland myndi vinna Holland og hvað þá Tyrkland svona sannfærandi. Þið eruð með Gylfa Þór Sigurðsson sem er heimsklassa leikmaður, en liðið er ekki í heimsklassa. Það er virkilega virðingarvert að sjá hvað Lars hefur gert með þetta lið,“ segir Olof Lundh. - tom Íslenski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Sjá meira
Þó það séu komin fjögur ár síðan Lars Lagerbäck hætti störfum sem landsliðsþjálfari Svía fylgjast samlandar hans enn grannt með því sem hann gerir, nú sérstaklega þegar íslenska landsliðið er á toppi A-riðils undankeppni EM 2016 með fullt hús stiga og markatöluna 8-0.Olof Lundh, íþróttafréttamaður hjá TV4 í Svíþjóð, sem hefur fylgt sænska landsliðinu eftir um árabil, segir tíma hafa verið kominn á Lars í Svíþjóð. „Þegar hann var með landsliðið hér var hann mjög virtur í langan tíma, en undir lokin var fólk orðið þreytt á fótboltanum sem hann spilaði. Því fannst hann ekki nógu sóknarsinnaður. Hann stýrði liðinu náttúrulega í 13 ár og fólk vildi breytingar,“ segir Lund, en nú eru Svíar að uppgötva Lars upp á nýtt, bæði í gegnum starf hans með íslenska landsliðinu og í sjónvarpinu. „Hann nýtur enn meiri virðingar núna vegna þess sem hann er að gera með íslenska landsliðið. Hann víkur ekki frá sinni hugmyndafræði og spilar fótbolta á sinn hátt,“ segir Lund og heldur áfram: „Nú hefur hann einnig verið að starfa sem knattspyrnusérfræðingur á VIASAT í tengslum við Meistaradeildina. Þótt hann sé svolítið formlegur þar er hann orðinn mjög vinsæll. Sænska þjóðin er svolítið að kynnast honum aftur. Sumir sakna hans núna, sérstaklega í ljósi þess hvað íslenska liðið er að gera þessa dagana og það sænska komst ekki á HM og byrjar ekki vel núna.“ Lundh viðurkennir að honum hafi fundist kominn tími á að Lars stigi til hliðar, en segir að það megi deila um hvort það hafi verið rétt skref að ráða Eric Hamrén. „Þrettán ár eru langur tími og Svíar þurftu nýjan þjálfara. Kannski þurfti Lars líka nýtt umhverfi því leikmennirnir sem hann var með höfðu heyrt sömu röddina ansi lengi,“ segir hann og hlær við. Samband Lars við sænsku pressuna er víðfrægt, en það var ansi stirt á milli hans og sumra blaðamanna. Lundh segir það hafa byrjað strax eftir fyrsta leik. „Hann og Tommy Söderberg töpuðu fyrsta leik gegn Spáni, 4-0, og fyrirsagnirnar í sumum blöðunum voru ansi ljótar daginn eftir. Hann var opinn alveg í byrjun, en eftir þetta breyttist hann. Það voru vissir blaðamenn sem hann náði engan veginn saman við og það var oft mikil spenna á milli hans og pressunnar. Báðir aðilar átu sök í máli þarna,“ segir Lund, en hvað finnst honum um byrjun Íslands í undankeppninni? „Ég hefði aldrei trúað að Ísland myndi vinna Holland og hvað þá Tyrkland svona sannfærandi. Þið eruð með Gylfa Þór Sigurðsson sem er heimsklassa leikmaður, en liðið er ekki í heimsklassa. Það er virkilega virðingarvert að sjá hvað Lars hefur gert með þetta lið,“ segir Olof Lundh. - tom
Íslenski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Sjá meira