Vaknaðu það er kominn nýr dagur! Eva Magnúsdóttir skrifar 16. október 2014 07:00 Menntamálaráðherra fer nú um landið og kynnir hvítbók sína sem sett var fram í sumar. Framsetning Illuga á gögnum opnaði augu mín enn frekar fyrir því hvað við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun sem er menntun barna og ungmenna. Hvítbókinni er ætlað að vera grundvöllur að umræðu og samráði við alla þá sem hag hafa af og áhuga á eflingu menntunar í landinu. Í hvítbókinni er lagt mat á stöðu okkar í dag og er þá stuðst við gögn úr niðurstöðum úr PISA-könnunum. Sett eru fram tvö meginmarkmið: annars vegar að auka lestrarfærni grunnskólanema og hins vegar að auka hlutfall nemenda sem ljúka námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma. Ég var viðstödd einn slíkan fund í Mosfellsbæ og vildi með þessari grein m.a. þakka ráðherra fyrir einstaklega vel framsettan fund. Fundurinn var opinn öllum og var samtal og hvatning ráðherrans til helstu forystumanna skólamála á Íslandi og allra þeirra sem áhuga hafa á menntun í landinu. Þessi aðferð, að koma inn í sveitarfélögin til þess að hvetja skólafólk til góðra verka svo þróuninni verði snúið við, finnst mér hreint frábær og mættu margir læra af ráðherranum að virkja baklandið sitt.Lestrarhæfni hefur forspárgildi PISA-könnun sýnir fram á að gera má betur varðandi læsi ungs fólks á Íslandi, sérstaklega drengja. Bágur lesskilningur getur haft afar neikvæð áhrif á námsframvindu og þar með atvinnutækifæri þeirra síðar meir. Samkvæmt PISA-könnuninni hefur hlutfall 15 ára nemenda sem ekki getur lesið sér til gagns hækkað úr 15% árið 2000 í 21% árið 2012. Staðan er verri meðal drengja þar sem þriðjungur þeirra á í erfiðleikum með lestur. Þessar staðreyndir hvetja mann til umhugsunar og hvítbókin er því sannarlega þarft innlegg og hvatning til okkar um betrumbætur í skólakerfinu. Ráðherra benti á töpuð tækifæri þeirra sem ekki ná tökum á læsi að lesa og nefndi einnig tapaðar framtíðartekjur sem er staðreynd þegar fólk flosnar upp úr námi. Ísland sker sig úr hópi helstu samanburðarlanda í því hversu fáir ljúka námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma en innan við helmingur íslenskra ungmenna sem innritast í framhaldsskóla lýkur námi á skilgreindum námstíma. Jafnframt sker Ísland sig úr varðandi upphaf háskólagöngu en á Íslandi hefja nemendur að jafnaði háskólagöngu um tvítugt á meðan þeir byrja 18 eða 19 ára í OECD-löndunum. Á Íslandi er hlutfall fullorðinna sem ekki hefur lokið framhaldsskóla um 30% og er það hærra en í nágrannalöndunum. Hugsanlega getur stytting framhaldsskólans haft á þetta áhrif.Tökum höndum saman Þetta eru stórar og miklar áskoranir og verkefni og eins og öll stór verkefni kalla þau á að við vöknum og tökum öll höndum saman við lausn þeirra. Til þess að íslensk ungmenni hafi sömu tækifæri og sömu tekjumöguleika og jafnaldrar þeirra erlendis þá þurfa foreldrar og skólasamfélagið að taka jafnan þátt í því lestrarátaki sem nú er að hefjast í öllum grunnskólum landsins. Það hlýtur að vera grunnurinn að betra samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Menntamálaráðherra fer nú um landið og kynnir hvítbók sína sem sett var fram í sumar. Framsetning Illuga á gögnum opnaði augu mín enn frekar fyrir því hvað við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun sem er menntun barna og ungmenna. Hvítbókinni er ætlað að vera grundvöllur að umræðu og samráði við alla þá sem hag hafa af og áhuga á eflingu menntunar í landinu. Í hvítbókinni er lagt mat á stöðu okkar í dag og er þá stuðst við gögn úr niðurstöðum úr PISA-könnunum. Sett eru fram tvö meginmarkmið: annars vegar að auka lestrarfærni grunnskólanema og hins vegar að auka hlutfall nemenda sem ljúka námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma. Ég var viðstödd einn slíkan fund í Mosfellsbæ og vildi með þessari grein m.a. þakka ráðherra fyrir einstaklega vel framsettan fund. Fundurinn var opinn öllum og var samtal og hvatning ráðherrans til helstu forystumanna skólamála á Íslandi og allra þeirra sem áhuga hafa á menntun í landinu. Þessi aðferð, að koma inn í sveitarfélögin til þess að hvetja skólafólk til góðra verka svo þróuninni verði snúið við, finnst mér hreint frábær og mættu margir læra af ráðherranum að virkja baklandið sitt.Lestrarhæfni hefur forspárgildi PISA-könnun sýnir fram á að gera má betur varðandi læsi ungs fólks á Íslandi, sérstaklega drengja. Bágur lesskilningur getur haft afar neikvæð áhrif á námsframvindu og þar með atvinnutækifæri þeirra síðar meir. Samkvæmt PISA-könnuninni hefur hlutfall 15 ára nemenda sem ekki getur lesið sér til gagns hækkað úr 15% árið 2000 í 21% árið 2012. Staðan er verri meðal drengja þar sem þriðjungur þeirra á í erfiðleikum með lestur. Þessar staðreyndir hvetja mann til umhugsunar og hvítbókin er því sannarlega þarft innlegg og hvatning til okkar um betrumbætur í skólakerfinu. Ráðherra benti á töpuð tækifæri þeirra sem ekki ná tökum á læsi að lesa og nefndi einnig tapaðar framtíðartekjur sem er staðreynd þegar fólk flosnar upp úr námi. Ísland sker sig úr hópi helstu samanburðarlanda í því hversu fáir ljúka námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma en innan við helmingur íslenskra ungmenna sem innritast í framhaldsskóla lýkur námi á skilgreindum námstíma. Jafnframt sker Ísland sig úr varðandi upphaf háskólagöngu en á Íslandi hefja nemendur að jafnaði háskólagöngu um tvítugt á meðan þeir byrja 18 eða 19 ára í OECD-löndunum. Á Íslandi er hlutfall fullorðinna sem ekki hefur lokið framhaldsskóla um 30% og er það hærra en í nágrannalöndunum. Hugsanlega getur stytting framhaldsskólans haft á þetta áhrif.Tökum höndum saman Þetta eru stórar og miklar áskoranir og verkefni og eins og öll stór verkefni kalla þau á að við vöknum og tökum öll höndum saman við lausn þeirra. Til þess að íslensk ungmenni hafi sömu tækifæri og sömu tekjumöguleika og jafnaldrar þeirra erlendis þá þurfa foreldrar og skólasamfélagið að taka jafnan þátt í því lestrarátaki sem nú er að hefjast í öllum grunnskólum landsins. Það hlýtur að vera grunnurinn að betra samfélagi.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun