Auðvitað ætla þær að vinna gullið á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. október 2014 06:00 Ása Inga Þorsteinsdóttir hefur staðið í ströngu síðustu mánuðina. vísir/ernir „Nú síðustu dagana snúast æfingarnar aðallega um að fínstilla síðustu atriðin,“ segir Ása Inga Þorsteinsdóttir, yfirþjálfari íslensku hópfimleikalandsliðanna, sem verða í eldlínunni á Evrópumeistaramótinu sem hefst í Laugardalshöllinni í dag. Að baki er langur og strangur undirbúningur sem hófst með úrtökuprófum í janúar. „Fram að sumri æfðu liðin 2-4 sinnum í viku en frá því í júní hafa þau æft 4-6 sinnum í viku og sum oftar. Þetta hefur gengið svakalega vel og verður að gaman að sjá hver útkoman verður.“ Ísland á titil að verja í bæði kvenna- og stúlknaflokki í hópfimleikum auk þess sem kvennaliðið varð einnig meistari árið 2010. Ása Inga segir að sú reynsla komi sér að góðum notum nú. „Hún gerir það svo sannarlega en þegar svo stutt er í keppni skiptir mestu máli að hugarfarið og hausinn sé í lagi,“ segir Ása Inga, sem á von á harðri keppni í öllum flokkum. „Eftir að hafa séð bæði danska liðið og það sænska á æfingum, sem eru sterkustu liðin ásamt okkur, er ljóst að þetta verður hörkukeppni og mun koma til með að ráðast af því hverjir lenda stökkunum sínum best. Þetta verður í raun bara keppni í lendingum,“ segir Ása Inga. Alls er keppt í sex flokkum og á Ísland lið í fimm þeirra. Ísland á einungis ekki fulltrúa í karlaflokki en sendir drengjalið til þátttöku í fyrsta sinn. „Við viljum fyrst og fremst að strákarnir öðlist reynslu af því að taka þátt í svona stóru móti og erum við með örlítið aðrar áherslur fyrir þá,“ segir hún en bætir við að kvenna- og stúlknaliðin ætli sér vitanlega stóra hluti á heimavelli. „Markmið okkar er að allir geri sitt hundrað prósent. Ef okkur tekst það og við verðum ánægð með þær æfingar sem við gerum þá er góður möguleiki á því að við tökum gull. Og auðvitað ætla þær sér að vinna gullið á heimavelli.“ Ása Inga segir að öll umgjörð í kringum mótið hafi verið til fyrirmyndar en glæsilegri áhorfendaaðstöðu hefur verið komið fyrir í Laugardalshöllinni. „Nú vantar bara Íslendinga í stúkuna. Því miður er enn útlit fyrir að það verði fleiri útlendingar en Íslendingar í pöllunum en við vonum að miðasalan taki kipp nú þegar veislan byrjar.“ Íþróttir Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Fleiri fréttir Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira
„Nú síðustu dagana snúast æfingarnar aðallega um að fínstilla síðustu atriðin,“ segir Ása Inga Þorsteinsdóttir, yfirþjálfari íslensku hópfimleikalandsliðanna, sem verða í eldlínunni á Evrópumeistaramótinu sem hefst í Laugardalshöllinni í dag. Að baki er langur og strangur undirbúningur sem hófst með úrtökuprófum í janúar. „Fram að sumri æfðu liðin 2-4 sinnum í viku en frá því í júní hafa þau æft 4-6 sinnum í viku og sum oftar. Þetta hefur gengið svakalega vel og verður að gaman að sjá hver útkoman verður.“ Ísland á titil að verja í bæði kvenna- og stúlknaflokki í hópfimleikum auk þess sem kvennaliðið varð einnig meistari árið 2010. Ása Inga segir að sú reynsla komi sér að góðum notum nú. „Hún gerir það svo sannarlega en þegar svo stutt er í keppni skiptir mestu máli að hugarfarið og hausinn sé í lagi,“ segir Ása Inga, sem á von á harðri keppni í öllum flokkum. „Eftir að hafa séð bæði danska liðið og það sænska á æfingum, sem eru sterkustu liðin ásamt okkur, er ljóst að þetta verður hörkukeppni og mun koma til með að ráðast af því hverjir lenda stökkunum sínum best. Þetta verður í raun bara keppni í lendingum,“ segir Ása Inga. Alls er keppt í sex flokkum og á Ísland lið í fimm þeirra. Ísland á einungis ekki fulltrúa í karlaflokki en sendir drengjalið til þátttöku í fyrsta sinn. „Við viljum fyrst og fremst að strákarnir öðlist reynslu af því að taka þátt í svona stóru móti og erum við með örlítið aðrar áherslur fyrir þá,“ segir hún en bætir við að kvenna- og stúlknaliðin ætli sér vitanlega stóra hluti á heimavelli. „Markmið okkar er að allir geri sitt hundrað prósent. Ef okkur tekst það og við verðum ánægð með þær æfingar sem við gerum þá er góður möguleiki á því að við tökum gull. Og auðvitað ætla þær sér að vinna gullið á heimavelli.“ Ása Inga segir að öll umgjörð í kringum mótið hafi verið til fyrirmyndar en glæsilegri áhorfendaaðstöðu hefur verið komið fyrir í Laugardalshöllinni. „Nú vantar bara Íslendinga í stúkuna. Því miður er enn útlit fyrir að það verði fleiri útlendingar en Íslendingar í pöllunum en við vonum að miðasalan taki kipp nú þegar veislan byrjar.“
Íþróttir Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Fleiri fréttir Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira