FH á 85 ára afmæli í dag Sveinn Arnarsson skrifar 15. október 2014 00:01 Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri FH Vísir/Valli „Mér líst mjög vel á framtíðina og er þess fullviss að á 100 ára afmælinu verði FH enn í fremstu röð á öllum vígstöðvum með eina bestu aðstöðu sem fyrirfinnst á Íslandi,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Fimleikafélags Hafnarfjarðar. Fimleikafélag Hafnarfjarðar, FH, er 85 ára í dag, 15. október. Af því tilefni hefur félagið boðið öllum FH-ingum og velunnurum félagsins í afmæliskaffi milli klukkan 17 og 19 í dag að Sjónarhóli í Kaplakrika. Félagið hefur verið sigursælt síðustu árin, jafnt í knattspyrnu, handknattleik og frjálsum íþróttum. Birgir segir alla starfsemi FH vera til fyrirmyndar og að uppbygging Kaplakrika sé liður í því að halda félaginu enn í fremstu röð. „Við erum með bestu skylmingadeild landsins, frjálsíþróttadeildin hefur verið í fremstu röð í áratugi, mikill uppgangur hefur verið í handboltanum síðustu ár eftir nokkur mögur ár og flestir vita að knattspyrnulið okkar hefur verið á toppnum í tíu ár í karlaboltanum. Uppbygging mannvirkja mun hjálpa til við að halda okkur áfram í fremstu röð,“ segir Birgir. Uppbyggingin í Kaplakrika hefur verið mikil síðustu ár. Knattspyrnuhús, yfirbyggð stúka yfir aðalleikvangi knattspyrnunnar og frjálsíþróttahöll hafa risið á svæðinu á síðustu árum. „Nú er á teikniborðinu að byggja tvö ný knattspyrnuhús á efra svæðinu, sem mun nýtast yngri iðkendum gríðarlega vel. Þótt aðstaðan sé góð hafa yngstu iðkendurnir þurft að glíma við plássleysi upp á síðkastið,“ segir Birgir. Einn af forvígismönnum stofnunar Fimleikafélagsins árið 1929 var Hallsteinn Hinriksson, faðir Geirs Hallsteinssonar sem gerði garðinn frægan með handknattleiksliði FH á sínum tíma, og afi Loga Geirssonar, sem var einn af silfurdrengjum landsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Íþróttir Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
„Mér líst mjög vel á framtíðina og er þess fullviss að á 100 ára afmælinu verði FH enn í fremstu röð á öllum vígstöðvum með eina bestu aðstöðu sem fyrirfinnst á Íslandi,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Fimleikafélags Hafnarfjarðar. Fimleikafélag Hafnarfjarðar, FH, er 85 ára í dag, 15. október. Af því tilefni hefur félagið boðið öllum FH-ingum og velunnurum félagsins í afmæliskaffi milli klukkan 17 og 19 í dag að Sjónarhóli í Kaplakrika. Félagið hefur verið sigursælt síðustu árin, jafnt í knattspyrnu, handknattleik og frjálsum íþróttum. Birgir segir alla starfsemi FH vera til fyrirmyndar og að uppbygging Kaplakrika sé liður í því að halda félaginu enn í fremstu röð. „Við erum með bestu skylmingadeild landsins, frjálsíþróttadeildin hefur verið í fremstu röð í áratugi, mikill uppgangur hefur verið í handboltanum síðustu ár eftir nokkur mögur ár og flestir vita að knattspyrnulið okkar hefur verið á toppnum í tíu ár í karlaboltanum. Uppbygging mannvirkja mun hjálpa til við að halda okkur áfram í fremstu röð,“ segir Birgir. Uppbyggingin í Kaplakrika hefur verið mikil síðustu ár. Knattspyrnuhús, yfirbyggð stúka yfir aðalleikvangi knattspyrnunnar og frjálsíþróttahöll hafa risið á svæðinu á síðustu árum. „Nú er á teikniborðinu að byggja tvö ný knattspyrnuhús á efra svæðinu, sem mun nýtast yngri iðkendum gríðarlega vel. Þótt aðstaðan sé góð hafa yngstu iðkendurnir þurft að glíma við plássleysi upp á síðkastið,“ segir Birgir. Einn af forvígismönnum stofnunar Fimleikafélagsins árið 1929 var Hallsteinn Hinriksson, faðir Geirs Hallsteinssonar sem gerði garðinn frægan með handknattleiksliði FH á sínum tíma, og afi Loga Geirssonar, sem var einn af silfurdrengjum landsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.
Íþróttir Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira