Algjör leiksigur Sigga Sigurjóns Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. október 2014 11:30 Siggi Sigurjóns og Sigrún Edda leika hjón í myndinni. Afinn Leikstjóri: Bjarni Haukur Þórsson Aðalhlutverk: Sigurður Sigurjónsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Þorsteinn Bachmann Handritið að Afanum er byggt á samnefndum einleik sem settur var upp í Borgarleikhúsinu. Myndin fjallar um Guðjón, sem Sigurður Sigurjónsson leikur. Hann er orðinn gamall. Kominn á eftirlaunaaldur. Farinn að finna fyrir alls konar eymslum sem áður voru óþekkt. Er orðinn helst til lengi að kasta af sér þvagi. Aldurinn fer ekkert sérstaklega vel í okkar mann og eins og hann segir á einum stað í myndinni hefur hann aldrei verið jafn týndur á ævinni. Hér er ekki á ferð stórkostlega flókin mynd með óvæntum u-beygjum. Sagan er í raun einföld. Það er byrjun, miðja og endir. Það eru skarpir árekstrar og úrlausn vandamála. En þessari einföldu sögu eru gerð góð skil. Myndin heldur manni frá upphafi til enda og maður heldur með persónunum, þó sérstaklega Sigga Sigurjóns. Hann er svo yndislega sympatískur í ellikreppunni sinni að maður hlær og grætur með honum og vegna einlægrar túlkunar leikarans nær maður að upplifa allar hans hæðir og lægðir með honum. Þetta er leiksigur fyrir Sigga. Ein hans besta frammista á ferlinum. Hann missir aldrei dampinn og tengist áhorfendum órjúfanlegum böndum. Aðrir leikarar standa sig með prýði. Sigrún Edda Björnsdóttir, sem leikur konu Sigga, kemst vel frá sínu og lýsir upp hvíta tjaldið með sínum töfrum, líkt og hún hefur lýst upp leiksviðið í fjöldamörg ár. Svo eru óvæntir senuþjófar eins og Steinn Ármann og Guðlaug Elísabet – fullu hjónin úti á Kanarí sem elska ekkert meira en að glamra gamla dægurlagaslagara á gítar langt fram á nótt. Og Jóhann Sigurðarson á feikigóða og sannfærandi innkomu. Handritið er ágætlega skrifað og oft tekst vel til með brandara. Ekki alltaf, en oft. Leikstjórinn kemst líka vel frá sínu verki og dettur sem betur fer ekki oft í þá gryfju að draga atriði á langinn svo þau missi marks. Afinn er kærkomin tilbreyting frá þeim íslensku myndum sem hafa verið gerðar síðustu ár. Myndin er hreinræktað skemmtiefni sem öll fjölskyldan ætti að geta hlegið að – og kannast við þær aðstæður sem afinn sjálfur lendir í.Niðurstaða: Grátbrosleg mynd þar sem Siggi Sigurjóns missir aldrei dampinn. Gagnrýni Tengdar fréttir Steindi verður tengdasonur Sigga Sigurjóns Ný íslensk kvikmynd fer í tökur í mánuðinum en hún skartar einvalaliði leikara. 3. mars 2014 09:00 Guðni leikur sjálfan sig óvart Guðni Ágústsson þreytir frumraun sína í kvikmyndaleik í myndinni Afanum. Hann hafði þó ekki hugmynd um að hann væri á leið á hvíta tjaldið fyrir en eftir tökur. 12. september 2014 11:15 Gerir tilraun að sumarfríi á Spáni Bjarni Haukur Þórsson gerir kvikmynd um Afann með Sigurð Sigurjónsson í aðalhlutverki. 7. nóvember 2013 16:00 Nýt þess í botn að vera Afinn Stórleikarinn Sigurður Sigurjónsson hefur ekki tölu á þeim hlutverkum sem hann hefur túlkað. Afinn er eitt af hans uppáhaldshlutverkum á sviði og nú birtist hann á hvíta tjaldinu í dag. En hver er maðurinn bak við persónurnar, já og skeggið? 26. september 2014 10:00 Tökum lauk á Kanaríeyjum Kvikmyndin Afinn verður frumsýnd í september. 14. apríl 2014 09:30 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Afinn Leikstjóri: Bjarni Haukur Þórsson Aðalhlutverk: Sigurður Sigurjónsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Þorsteinn Bachmann Handritið að Afanum er byggt á samnefndum einleik sem settur var upp í Borgarleikhúsinu. Myndin fjallar um Guðjón, sem Sigurður Sigurjónsson leikur. Hann er orðinn gamall. Kominn á eftirlaunaaldur. Farinn að finna fyrir alls konar eymslum sem áður voru óþekkt. Er orðinn helst til lengi að kasta af sér þvagi. Aldurinn fer ekkert sérstaklega vel í okkar mann og eins og hann segir á einum stað í myndinni hefur hann aldrei verið jafn týndur á ævinni. Hér er ekki á ferð stórkostlega flókin mynd með óvæntum u-beygjum. Sagan er í raun einföld. Það er byrjun, miðja og endir. Það eru skarpir árekstrar og úrlausn vandamála. En þessari einföldu sögu eru gerð góð skil. Myndin heldur manni frá upphafi til enda og maður heldur með persónunum, þó sérstaklega Sigga Sigurjóns. Hann er svo yndislega sympatískur í ellikreppunni sinni að maður hlær og grætur með honum og vegna einlægrar túlkunar leikarans nær maður að upplifa allar hans hæðir og lægðir með honum. Þetta er leiksigur fyrir Sigga. Ein hans besta frammista á ferlinum. Hann missir aldrei dampinn og tengist áhorfendum órjúfanlegum böndum. Aðrir leikarar standa sig með prýði. Sigrún Edda Björnsdóttir, sem leikur konu Sigga, kemst vel frá sínu og lýsir upp hvíta tjaldið með sínum töfrum, líkt og hún hefur lýst upp leiksviðið í fjöldamörg ár. Svo eru óvæntir senuþjófar eins og Steinn Ármann og Guðlaug Elísabet – fullu hjónin úti á Kanarí sem elska ekkert meira en að glamra gamla dægurlagaslagara á gítar langt fram á nótt. Og Jóhann Sigurðarson á feikigóða og sannfærandi innkomu. Handritið er ágætlega skrifað og oft tekst vel til með brandara. Ekki alltaf, en oft. Leikstjórinn kemst líka vel frá sínu verki og dettur sem betur fer ekki oft í þá gryfju að draga atriði á langinn svo þau missi marks. Afinn er kærkomin tilbreyting frá þeim íslensku myndum sem hafa verið gerðar síðustu ár. Myndin er hreinræktað skemmtiefni sem öll fjölskyldan ætti að geta hlegið að – og kannast við þær aðstæður sem afinn sjálfur lendir í.Niðurstaða: Grátbrosleg mynd þar sem Siggi Sigurjóns missir aldrei dampinn.
Gagnrýni Tengdar fréttir Steindi verður tengdasonur Sigga Sigurjóns Ný íslensk kvikmynd fer í tökur í mánuðinum en hún skartar einvalaliði leikara. 3. mars 2014 09:00 Guðni leikur sjálfan sig óvart Guðni Ágústsson þreytir frumraun sína í kvikmyndaleik í myndinni Afanum. Hann hafði þó ekki hugmynd um að hann væri á leið á hvíta tjaldið fyrir en eftir tökur. 12. september 2014 11:15 Gerir tilraun að sumarfríi á Spáni Bjarni Haukur Þórsson gerir kvikmynd um Afann með Sigurð Sigurjónsson í aðalhlutverki. 7. nóvember 2013 16:00 Nýt þess í botn að vera Afinn Stórleikarinn Sigurður Sigurjónsson hefur ekki tölu á þeim hlutverkum sem hann hefur túlkað. Afinn er eitt af hans uppáhaldshlutverkum á sviði og nú birtist hann á hvíta tjaldinu í dag. En hver er maðurinn bak við persónurnar, já og skeggið? 26. september 2014 10:00 Tökum lauk á Kanaríeyjum Kvikmyndin Afinn verður frumsýnd í september. 14. apríl 2014 09:30 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Steindi verður tengdasonur Sigga Sigurjóns Ný íslensk kvikmynd fer í tökur í mánuðinum en hún skartar einvalaliði leikara. 3. mars 2014 09:00
Guðni leikur sjálfan sig óvart Guðni Ágústsson þreytir frumraun sína í kvikmyndaleik í myndinni Afanum. Hann hafði þó ekki hugmynd um að hann væri á leið á hvíta tjaldið fyrir en eftir tökur. 12. september 2014 11:15
Gerir tilraun að sumarfríi á Spáni Bjarni Haukur Þórsson gerir kvikmynd um Afann með Sigurð Sigurjónsson í aðalhlutverki. 7. nóvember 2013 16:00
Nýt þess í botn að vera Afinn Stórleikarinn Sigurður Sigurjónsson hefur ekki tölu á þeim hlutverkum sem hann hefur túlkað. Afinn er eitt af hans uppáhaldshlutverkum á sviði og nú birtist hann á hvíta tjaldinu í dag. En hver er maðurinn bak við persónurnar, já og skeggið? 26. september 2014 10:00