Stuðmenn frá frumbernsku til efri ára Valgerður Þ. Jónsdóttir skrifar 7. október 2014 13:00 Hljómsveit allra landsmanna. Saga Stuðmanna, elstu starfandi unglingahljómsveitar landsins, er rakin frá frumbernsku til efri ára í sjónvarpsheimildarmynd, sem handritshöfundarnir Ágúst Guðmundsson leikstjóri og Jón Þór Hannesson framleiðandi hafa undanfarið unnið að. „Við höfum lagt töluverða vinnu í að grafa upp myndefni allt frá því Stuðmenn stigu fyrst á svið fyrir fjörutíu árum. Frá þeim tíma eru reyndar bara til ljósmyndir, sem við fengum bæði úr ljósmyndasöfnum í einkaeigu og á fjölmiðlum. Eftirleikurinn var auðveldari því hin síðari ár hafa Stuðmenn ekki stigið á svið án þess að vera ljósmyndaðir og filmaðir í bak og fyrir,“ segir Ágúst.Ágúst GuðmundssonMyndin er í tveimur þáttum, sá fyrri nefnist Fræi sáð í frjóan svörð og sá síðari Snyrtimennskan í fyrirrúmi, hvor um 50 mínútur að lengd. Kynni Ágústs af Stuðmönnum hófust 1982 þegar hann leikstýrði Með allt á hreinu og hefur hann bæði unnið og fylgst með sveitinni allar götur síðan. Við gerð Sögu Stuðmanna segist hann víða hafa leitað fanga, t.d. í smiðju RÚV og Stöðvar 2 þar sem hann fékk gamlar upptökur. „Sævar Guðmundsson hefur hafist handa við klippivinnuna. Samsetningin er tímafrek, en vonandi tekst okkur að ljúka við myndina í lok ársins,“ segir Ágúst og upplýsir að hún byggist að miklu leyti á viðtölum við liðsmenn sveitarinnar sem og dyggustu aðdáendur hennar. „Sumt um hljómsveit allra landsmanna hefur kannski ekki verið á allra vitorði,“ bætir hann íbygginn við. Bíó og sjónvarp Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Saga Stuðmanna, elstu starfandi unglingahljómsveitar landsins, er rakin frá frumbernsku til efri ára í sjónvarpsheimildarmynd, sem handritshöfundarnir Ágúst Guðmundsson leikstjóri og Jón Þór Hannesson framleiðandi hafa undanfarið unnið að. „Við höfum lagt töluverða vinnu í að grafa upp myndefni allt frá því Stuðmenn stigu fyrst á svið fyrir fjörutíu árum. Frá þeim tíma eru reyndar bara til ljósmyndir, sem við fengum bæði úr ljósmyndasöfnum í einkaeigu og á fjölmiðlum. Eftirleikurinn var auðveldari því hin síðari ár hafa Stuðmenn ekki stigið á svið án þess að vera ljósmyndaðir og filmaðir í bak og fyrir,“ segir Ágúst.Ágúst GuðmundssonMyndin er í tveimur þáttum, sá fyrri nefnist Fræi sáð í frjóan svörð og sá síðari Snyrtimennskan í fyrirrúmi, hvor um 50 mínútur að lengd. Kynni Ágústs af Stuðmönnum hófust 1982 þegar hann leikstýrði Með allt á hreinu og hefur hann bæði unnið og fylgst með sveitinni allar götur síðan. Við gerð Sögu Stuðmanna segist hann víða hafa leitað fanga, t.d. í smiðju RÚV og Stöðvar 2 þar sem hann fékk gamlar upptökur. „Sævar Guðmundsson hefur hafist handa við klippivinnuna. Samsetningin er tímafrek, en vonandi tekst okkur að ljúka við myndina í lok ársins,“ segir Ágúst og upplýsir að hún byggist að miklu leyti á viðtölum við liðsmenn sveitarinnar sem og dyggustu aðdáendur hennar. „Sumt um hljómsveit allra landsmanna hefur kannski ekki verið á allra vitorði,“ bætir hann íbygginn við.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein