Engin gögn um að Omos sé faðir barns Evelyn Joseph Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. desember 2014 08:30 Lögmaðurinn Stefán Karl Kristjánsson lagði engin gögn fram í Héraðsdómi Reykjavíkur sem sýna að Omos sé faðir barnsins. fréttablaðið/vilhelm lEngin gögn voru lögð fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um að hælisleitandinn Tony Omos væri faðir barns Evelyn Joseph sem fæddist hér á landi, líkt og hann sagði sjálfur að hann kynni að vera. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Útlendingastofnun og íslenska ríkið af kröfu Tony Omos. Hann hafði krafist þess að felld yrði úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að neita því að taka til meðferðar hælisumsókn hans. Jafnframt yrði felldur úr gildi úrskurður innanríkisráðuneytisins, þar sem ákvörðunin er staðfest. Að óbreyttu þýðir niðurstaðan að Tony Omos mun ekki fá hæli á Íslandi. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi hans, útilokar þó ekki að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Omos kom hingað til lands í október árið 2011 og framvísaði kanadísku vegabréfi annars manns. Síðar sótti hann um hæli hér en á grundvelli svokallaðrar Dyflinnarreglugerðar var ákveðið að taka ekki þá umsókn til efnislegrar meðferðar. Í máli sínu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur byggði verjandi Omos meðal annars á því að hann hafi haft sérstök tengsl við landið í skilningi ákvæðis í 46. greinar Útlendingalaga. Í dómnum segir að ekki verði séð að við meðferð málsins hjá Útlendingastofnun og síðan innanríkisráðuneytinu hafi Omos byggt á sömu rökum. Kom það og fram hjá honum sjálfum í umsókn hans um hælisvist við komuna til landsins og viðtali hjá Útlendingastofnun í apríl 2012 að slíkum tengslum væri ekki til að dreifa. Í dómnum kemur jafnframt fram að í bréfi til innanríkisráðuneytisins frá 15. október 2013, hafi Omos tekið fram að staða hans á landinu hefði gjörbreyst á þeim tveimur árum sem meðferð málsins hefði þá tekið. Hann ætti í sambandi við íslenska konu en áður hefði hann verið í sambandi aðra konu, sem hefði stöðu hælisleitanda og ætti von á barni. Væri hann hugsanlega faðir barnsins og vildi fá að vera viðstaddur fæðingu þess. „Konan kom fyrir dóminn og sagði stefnanda vera föður barns hennar sem hefði fæðst 3. febrúar 2014. Engin gögn liggja þó fyrir í málinu er staðfesta faðerni barnsins,“ segir í niðurstöðu dómsins. Lekamálið Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
lEngin gögn voru lögð fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um að hælisleitandinn Tony Omos væri faðir barns Evelyn Joseph sem fæddist hér á landi, líkt og hann sagði sjálfur að hann kynni að vera. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Útlendingastofnun og íslenska ríkið af kröfu Tony Omos. Hann hafði krafist þess að felld yrði úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að neita því að taka til meðferðar hælisumsókn hans. Jafnframt yrði felldur úr gildi úrskurður innanríkisráðuneytisins, þar sem ákvörðunin er staðfest. Að óbreyttu þýðir niðurstaðan að Tony Omos mun ekki fá hæli á Íslandi. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi hans, útilokar þó ekki að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Omos kom hingað til lands í október árið 2011 og framvísaði kanadísku vegabréfi annars manns. Síðar sótti hann um hæli hér en á grundvelli svokallaðrar Dyflinnarreglugerðar var ákveðið að taka ekki þá umsókn til efnislegrar meðferðar. Í máli sínu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur byggði verjandi Omos meðal annars á því að hann hafi haft sérstök tengsl við landið í skilningi ákvæðis í 46. greinar Útlendingalaga. Í dómnum segir að ekki verði séð að við meðferð málsins hjá Útlendingastofnun og síðan innanríkisráðuneytinu hafi Omos byggt á sömu rökum. Kom það og fram hjá honum sjálfum í umsókn hans um hælisvist við komuna til landsins og viðtali hjá Útlendingastofnun í apríl 2012 að slíkum tengslum væri ekki til að dreifa. Í dómnum kemur jafnframt fram að í bréfi til innanríkisráðuneytisins frá 15. október 2013, hafi Omos tekið fram að staða hans á landinu hefði gjörbreyst á þeim tveimur árum sem meðferð málsins hefði þá tekið. Hann ætti í sambandi við íslenska konu en áður hefði hann verið í sambandi aðra konu, sem hefði stöðu hælisleitanda og ætti von á barni. Væri hann hugsanlega faðir barnsins og vildi fá að vera viðstaddur fæðingu þess. „Konan kom fyrir dóminn og sagði stefnanda vera föður barns hennar sem hefði fæðst 3. febrúar 2014. Engin gögn liggja þó fyrir í málinu er staðfesta faðerni barnsins,“ segir í niðurstöðu dómsins.
Lekamálið Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent