Utan vallar: Þyrnirósarsvefn handboltans Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. september 2014 07:00 Íslenska handboltahreyfingin er komin með gula spjaldið. vísir/daníel Stærstu vefmiðlar landsins hafa þjónað íslenskum handbolta ótrúlega vel síðustu ár. Svo vel reyndar að engin önnur deild í heiminum státar af álíka þjónustu. Vefumfjöllun um Olís-deild karla hefur verið sú besta í heiminum. Ég fullyrði það enda fylgist ég vel með umfjöllun stærstu deilda heims. Breytingar voru gerðar á deildinni í sumar. Fjölgað var úr átta liðum í tíu og fara átta lið í úrslitakeppni í stað fjögurra áður. Leikjum í deildinni hefur þar af leiðandi fjölgað um 50. Í kjölfarið hafa vefmiðlar dregið saman seglin í sinni umfjöllun. Skiljanlega. Fleiri leikir kalla á meiri kostnað og svo er mikilvægi leikja ekki heldur það sama lengur. Þegar umfjöllun miðlanna hefur minnkað hvað kemur þá í ljós? Jú, upplýsingaþjónusta hreyfingarinnar er ein rjúkandi rúst! Það er nákvæmlega ekkert að frétta. Það er engin leið að fylgjast með gangi mála í leikjum hjá félögunum eða HSÍ. Það er aðeins Akureyri sem sýnir smá viðleitni í að sinna sínu liði almennilega. Handboltahreyfingin hefur lítið sem ekkert þróast á nýjum tímum og menn þar á bæ verða að fara að líta í eigin barm og gera eitthvað í sínum málum. Ekki einu sinni má nálgast uppfærðar tölur úr leikjum á Facebook eða Twitter. Það útheimtir ekki beint mikla vinnu. HSÍ hefur talað um að taka upp úrslitaþjónustukerfi í að verða þrjú ár núna. Lítið bólar á því. Það er allt á sömu bókina lært. Félögum er uppálagt að senda skýrslur til fjölmiðla eftir leiki sem fjölmiðlamenn þurfa síðan að skrifa upp úr. Þær skýrslur berast oft bæði seint og illa. Á vef HSÍ er oft ekki hægt að nálgast leikskýrslur degi eftir leik og stundum nokkrum dögum eftir leiki. Þetta kallast á góðri íslensku grín. Hreyfingin hefur verið föst í sömu hjólförum í mörg ár og virðist ætla að spóla þar áfram. Handboltinn mætti líta aðeins til nágranna sinna í körfuboltahreyfingunni. Það er orðið þó nokkuð síðan KKÍ tók upp flotta og glæsilega úrslitaþjónustu. Slíkt telst eðlilegt á þeim tímum sem við lifum á. Árið 2015 er jú handan við hornið. Félögin láta þessa þjónustu KKÍ ekki duga heldur þjónusta áhugamenn um körfubolta á frábæran hátt með beinum vefsjónvarpsútsendingum til að mynda. Það gera fjölmörg félög vel. Algjörlega til fyrirmyndar. Á meðan sitja forráðamenn handboltahreyfingarinnar, bæði HSÍ og félögin, við sinn keip. Þau kvarta í stað þess að gera eitthvað í sínum málum til tilbreytingar. Sum af stærri félögum landsins geta ekki einu sinni boðið fjölmiðlum upp á boðlegt internet og allt of mörg félög virðast engan áhuga hafa á því að hafa umgjörðina í lagi. Hvenær ætlar hreyfingin að vakna af Þyrnirósarsvefninum? Olís-deild karla Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira
Stærstu vefmiðlar landsins hafa þjónað íslenskum handbolta ótrúlega vel síðustu ár. Svo vel reyndar að engin önnur deild í heiminum státar af álíka þjónustu. Vefumfjöllun um Olís-deild karla hefur verið sú besta í heiminum. Ég fullyrði það enda fylgist ég vel með umfjöllun stærstu deilda heims. Breytingar voru gerðar á deildinni í sumar. Fjölgað var úr átta liðum í tíu og fara átta lið í úrslitakeppni í stað fjögurra áður. Leikjum í deildinni hefur þar af leiðandi fjölgað um 50. Í kjölfarið hafa vefmiðlar dregið saman seglin í sinni umfjöllun. Skiljanlega. Fleiri leikir kalla á meiri kostnað og svo er mikilvægi leikja ekki heldur það sama lengur. Þegar umfjöllun miðlanna hefur minnkað hvað kemur þá í ljós? Jú, upplýsingaþjónusta hreyfingarinnar er ein rjúkandi rúst! Það er nákvæmlega ekkert að frétta. Það er engin leið að fylgjast með gangi mála í leikjum hjá félögunum eða HSÍ. Það er aðeins Akureyri sem sýnir smá viðleitni í að sinna sínu liði almennilega. Handboltahreyfingin hefur lítið sem ekkert þróast á nýjum tímum og menn þar á bæ verða að fara að líta í eigin barm og gera eitthvað í sínum málum. Ekki einu sinni má nálgast uppfærðar tölur úr leikjum á Facebook eða Twitter. Það útheimtir ekki beint mikla vinnu. HSÍ hefur talað um að taka upp úrslitaþjónustukerfi í að verða þrjú ár núna. Lítið bólar á því. Það er allt á sömu bókina lært. Félögum er uppálagt að senda skýrslur til fjölmiðla eftir leiki sem fjölmiðlamenn þurfa síðan að skrifa upp úr. Þær skýrslur berast oft bæði seint og illa. Á vef HSÍ er oft ekki hægt að nálgast leikskýrslur degi eftir leik og stundum nokkrum dögum eftir leiki. Þetta kallast á góðri íslensku grín. Hreyfingin hefur verið föst í sömu hjólförum í mörg ár og virðist ætla að spóla þar áfram. Handboltinn mætti líta aðeins til nágranna sinna í körfuboltahreyfingunni. Það er orðið þó nokkuð síðan KKÍ tók upp flotta og glæsilega úrslitaþjónustu. Slíkt telst eðlilegt á þeim tímum sem við lifum á. Árið 2015 er jú handan við hornið. Félögin láta þessa þjónustu KKÍ ekki duga heldur þjónusta áhugamenn um körfubolta á frábæran hátt með beinum vefsjónvarpsútsendingum til að mynda. Það gera fjölmörg félög vel. Algjörlega til fyrirmyndar. Á meðan sitja forráðamenn handboltahreyfingarinnar, bæði HSÍ og félögin, við sinn keip. Þau kvarta í stað þess að gera eitthvað í sínum málum til tilbreytingar. Sum af stærri félögum landsins geta ekki einu sinni boðið fjölmiðlum upp á boðlegt internet og allt of mörg félög virðast engan áhuga hafa á því að hafa umgjörðina í lagi. Hvenær ætlar hreyfingin að vakna af Þyrnirósarsvefninum?
Olís-deild karla Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira