Hvernig tölvuleikir tengja mann Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. september 2014 07:00 Þegar ég kem heim eftir annasaman dag veit ég fátt betra en að setjast upp í sófa og kveikja á PlayStation-tölvunni. Þannig get ég á skjótan hátt komist úr annríki hversdagsins inn í annan heim. Og þetta hef ég gert frá því að ég var lítill, því eins og margir á mínum aldri hef ég spilað tölvuleiki frá unga aldri. Kannski má kalla þetta flótta frá raunveruleikanum, en líklega er þetta frekar spurning um að geta einbeitt sér að einhverju nýju sem fangar huga manns. Í síðustu viku tók ég viðtal við Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokks og formann fjárlaganefndar Alþingis. Hún sagðist þá spila leikinn Candy Crush til að skerpa á rökhugsun. Það er auðvelt fyrir þá sem spila ekki tölvuleiki reglulega að afskrifa þessi orð Vigdísar, en við sem spilum tölvuleiki skiljum hana örugglega flest. Annar stjórnmálamaður sem spilar tölvuleiki eftir erilsaman dag er Frank Underwood, sem Kevin Spacey leikur í þáttunum House of Cards. Þó svo að þetta séu leiknir þættir þá endurspegla þeir ákveðinn raunveruleika. Tölvuleikjaiðnaðurinn er í stöðugum vexti og er metinn á tíu þúsund milljarða króna. Og ástæðan fyrir því að hann vex er að fólk á mínum aldri – sem hefur alla tíð spilað tölvuleiki – er að eldast og verða virkari neytendur. Tölvuleikir virðast þó enn hafa einhvern neikvæðan stimpil. En í þeim felast ótrúlega mikil sóknarfæri, sérstaklega á menntasviðinu. Í tölvuleikjum leynist nefnilega mikill fróðleikur sem hægt er að nýta á jákvæðan hátt. Í staðinn fyrir að mála skrattann á vegginn þegar kemur að tölvuleikjanotkun barna og unglinga þurfum við að reyna að skilja áhugann. Hræðsluáróðurinn gegn tölvuleikjum, þar sem sagt er að öll börn sturlist á því að vera of mikið í tölvunni, virðist ekkert hafa virkað. Iðnaðurinn heldur áfram að vaxa og dafna. En þó að tölvuleikirnir samrýmist kannski ekki gömlum gildum er ekki þar með sagt að þeir séu slæmir. Þess vegna er málið, eins og með allt annað, að taka þátt í gleðinni og njóta lífsins, áður en ævin er öll og við verðum Game Over. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kjartan Atli Kjartansson Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun
Þegar ég kem heim eftir annasaman dag veit ég fátt betra en að setjast upp í sófa og kveikja á PlayStation-tölvunni. Þannig get ég á skjótan hátt komist úr annríki hversdagsins inn í annan heim. Og þetta hef ég gert frá því að ég var lítill, því eins og margir á mínum aldri hef ég spilað tölvuleiki frá unga aldri. Kannski má kalla þetta flótta frá raunveruleikanum, en líklega er þetta frekar spurning um að geta einbeitt sér að einhverju nýju sem fangar huga manns. Í síðustu viku tók ég viðtal við Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokks og formann fjárlaganefndar Alþingis. Hún sagðist þá spila leikinn Candy Crush til að skerpa á rökhugsun. Það er auðvelt fyrir þá sem spila ekki tölvuleiki reglulega að afskrifa þessi orð Vigdísar, en við sem spilum tölvuleiki skiljum hana örugglega flest. Annar stjórnmálamaður sem spilar tölvuleiki eftir erilsaman dag er Frank Underwood, sem Kevin Spacey leikur í þáttunum House of Cards. Þó svo að þetta séu leiknir þættir þá endurspegla þeir ákveðinn raunveruleika. Tölvuleikjaiðnaðurinn er í stöðugum vexti og er metinn á tíu þúsund milljarða króna. Og ástæðan fyrir því að hann vex er að fólk á mínum aldri – sem hefur alla tíð spilað tölvuleiki – er að eldast og verða virkari neytendur. Tölvuleikir virðast þó enn hafa einhvern neikvæðan stimpil. En í þeim felast ótrúlega mikil sóknarfæri, sérstaklega á menntasviðinu. Í tölvuleikjum leynist nefnilega mikill fróðleikur sem hægt er að nýta á jákvæðan hátt. Í staðinn fyrir að mála skrattann á vegginn þegar kemur að tölvuleikjanotkun barna og unglinga þurfum við að reyna að skilja áhugann. Hræðsluáróðurinn gegn tölvuleikjum, þar sem sagt er að öll börn sturlist á því að vera of mikið í tölvunni, virðist ekkert hafa virkað. Iðnaðurinn heldur áfram að vaxa og dafna. En þó að tölvuleikirnir samrýmist kannski ekki gömlum gildum er ekki þar með sagt að þeir séu slæmir. Þess vegna er málið, eins og með allt annað, að taka þátt í gleðinni og njóta lífsins, áður en ævin er öll og við verðum Game Over.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun