Þórsvöllur er sá öruggasti Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. september 2014 07:30 Þórsvöllur. vísir/auðunn Talsverð umræða hefur skapast um öryggi áhorfenda eftir slysið hörmulega sem varð á Þórsvelli fyrir rúmri viku. Þá féll stuðningsmaður FH yfir handriðið í stúkunni og féll með andlitið beint á steypukant. Hann mátti þakka fyrir að sleppa lifandi úr fallinu þó svo hann sé ansi illa farinn og verði lengi að ná fullri heilsu. FH-ingurinn, Harjit Delay, gagnrýndi aðstæður á Þórsvelli harkalega í viðtali við íþróttadeild um síðustu helgi og sagði það ekki vera spurningu um hvort heldur hvenær illa færi á þessum velli. Hann sagði handriðið vera stórhættulegt og að börn væru í hættu á vellinum. Fréttablaðið fór í smá úttekt á þeim völlum þar sem fall úr stúku er hátt. Sú úttekt leiddi í ljós að hættulegasta stúkan er á þeim velli sem Harjit fer oftast á – Kaplakrikavelli. Það er ekkert handrið í Krikanum, aðeins steypukantur sem er ekki nema 84 sentimetrar á hæð. Á móti kemur að ef einhver lendir í því að detta úr stúkunni í Krikanum þá lendir hann líklega á grasi. Það kemur reyndar smá steypukantur út þar sem varamannabekkurinn er. Handriðið á Stjörnuvelli er litlu hærra, 87 sentimetrar, en fallið þar er talsvert minna en úr stúkunni í Krikanum. Ekkert gras er þó þar fyrir neðan heldur harðar hellur.Á Kópavogsvelli er handriðið mun hærra eða heill metri. Ef menn falla úr þeirri stúku bíða hellur fyrir neðan rétt eins og í Garðabænum. Stór markísa hangir svo yfir gryfjunni þar sem leikmenn ganga til búningsherbergja og myndi hún draga verulega úr fallinu ef einhver færi þar niður. Þórsvöllur er með hæsta handriðið af þeim stúkum þar sem hægt er að slasa sig með því að falla úr stúkunni. Hæðin á handriðinu, ef staðið er eðlilega í stúkunni, er 121 sentimetri. Hægt er að klifra upp á steypukant og þá er hæðin 82 sentimetrar. Fallið er aftur á móti hátt, tæpir 4 metrar, og lendingarsvæðið er hörð steypa. Samkvæmt þessari úttekt er Þórsvöllurinn öruggasti völlur landsins þar sem stúkan er hátt uppi og hægt að falla niður. „Menn verða að fara eftir byggingarreglum og lögum er menn byggja svona stúkur. Það er ekkert talað um hæð handriða í mannvirkjareglum KSÍ,“ segir Ómar Smárason hjá KSÍ aðspurður hvort Knattspyrnusambandið sé með einhverjar reglur um hæð handriða. Í byggingarreglugerð er talað um hæð handriða í fjölbýlum. Þar á hæð handriða að vera 110 sentimetrar á fyrstu hæð en 120 sentimetrar á annarri hæð og ofar. Þórsvöllurinn er sá eini af áðurtöldum völlum sem uppfyllir þær kröfur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Akureyrarbær: Stúkan á Þórsvelli stenst allar öryggiskröfur Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. 22. september 2014 14:18 Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 FH-ingurinn sem slasaðist á Þórsvelli: Ég drakk bara tvo bjóra FH-ingurinn sem féll úr stúkunni á Þórsvelli, Harjit Delay, hafnar þeim ásökunum að hann hafi verið drukkinn á vellinum. 23. september 2014 15:13 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira
Talsverð umræða hefur skapast um öryggi áhorfenda eftir slysið hörmulega sem varð á Þórsvelli fyrir rúmri viku. Þá féll stuðningsmaður FH yfir handriðið í stúkunni og féll með andlitið beint á steypukant. Hann mátti þakka fyrir að sleppa lifandi úr fallinu þó svo hann sé ansi illa farinn og verði lengi að ná fullri heilsu. FH-ingurinn, Harjit Delay, gagnrýndi aðstæður á Þórsvelli harkalega í viðtali við íþróttadeild um síðustu helgi og sagði það ekki vera spurningu um hvort heldur hvenær illa færi á þessum velli. Hann sagði handriðið vera stórhættulegt og að börn væru í hættu á vellinum. Fréttablaðið fór í smá úttekt á þeim völlum þar sem fall úr stúku er hátt. Sú úttekt leiddi í ljós að hættulegasta stúkan er á þeim velli sem Harjit fer oftast á – Kaplakrikavelli. Það er ekkert handrið í Krikanum, aðeins steypukantur sem er ekki nema 84 sentimetrar á hæð. Á móti kemur að ef einhver lendir í því að detta úr stúkunni í Krikanum þá lendir hann líklega á grasi. Það kemur reyndar smá steypukantur út þar sem varamannabekkurinn er. Handriðið á Stjörnuvelli er litlu hærra, 87 sentimetrar, en fallið þar er talsvert minna en úr stúkunni í Krikanum. Ekkert gras er þó þar fyrir neðan heldur harðar hellur.Á Kópavogsvelli er handriðið mun hærra eða heill metri. Ef menn falla úr þeirri stúku bíða hellur fyrir neðan rétt eins og í Garðabænum. Stór markísa hangir svo yfir gryfjunni þar sem leikmenn ganga til búningsherbergja og myndi hún draga verulega úr fallinu ef einhver færi þar niður. Þórsvöllur er með hæsta handriðið af þeim stúkum þar sem hægt er að slasa sig með því að falla úr stúkunni. Hæðin á handriðinu, ef staðið er eðlilega í stúkunni, er 121 sentimetri. Hægt er að klifra upp á steypukant og þá er hæðin 82 sentimetrar. Fallið er aftur á móti hátt, tæpir 4 metrar, og lendingarsvæðið er hörð steypa. Samkvæmt þessari úttekt er Þórsvöllurinn öruggasti völlur landsins þar sem stúkan er hátt uppi og hægt að falla niður. „Menn verða að fara eftir byggingarreglum og lögum er menn byggja svona stúkur. Það er ekkert talað um hæð handriða í mannvirkjareglum KSÍ,“ segir Ómar Smárason hjá KSÍ aðspurður hvort Knattspyrnusambandið sé með einhverjar reglur um hæð handriða. Í byggingarreglugerð er talað um hæð handriða í fjölbýlum. Þar á hæð handriða að vera 110 sentimetrar á fyrstu hæð en 120 sentimetrar á annarri hæð og ofar. Þórsvöllurinn er sá eini af áðurtöldum völlum sem uppfyllir þær kröfur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Akureyrarbær: Stúkan á Þórsvelli stenst allar öryggiskröfur Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. 22. september 2014 14:18 Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 FH-ingurinn sem slasaðist á Þórsvelli: Ég drakk bara tvo bjóra FH-ingurinn sem féll úr stúkunni á Þórsvelli, Harjit Delay, hafnar þeim ásökunum að hann hafi verið drukkinn á vellinum. 23. september 2014 15:13 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira
Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32
Akureyrarbær: Stúkan á Þórsvelli stenst allar öryggiskröfur Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. 22. september 2014 14:18
Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00
FH-ingurinn sem slasaðist á Þórsvelli: Ég drakk bara tvo bjóra FH-ingurinn sem féll úr stúkunni á Þórsvelli, Harjit Delay, hafnar þeim ásökunum að hann hafi verið drukkinn á vellinum. 23. september 2014 15:13