Gaman að vinna með öðruvísi efni 22. september 2014 22:00 Katrín Alda segir það hafa komið sér skemmtilega á óvart hversu gaman það er að hanna skartgripi. Mynd/Silja Magg Hönnuðurinn Katrín Alda fetar nýjar slóðir með skartgripamerkinu Eyland sem hefur slegið í gegn hérlendis sem erlendis undanfarið. Rauði þráðurinn er "hið illa auga“ svokallaða. „Þetta er svona hliðarverkefni sem hefur undið upp á sig,“ segir hönnuðurinn Katrín Alda sem nýlega setti á laggirnar skartgripamerkið Eyland í félagi við breska vinkonu sína, Victoriu. Katrín Alda er betur þekkt sem fatahönnuður þar sem hún er með merkið sitt KALDA og er skartgripamerkið samstarf vinkvennanna en nú eru þær að leggja drög að þriðju línunni. Rauði þráðurinn í hönnuninni er hið svokallaða „evil eye“ eða hið illa auga en línan samanstendur af armböndum, hringjum, eyrnalokkum og hálsmenum.Fallegt skart.„Það er mjög gaman að vinna með öðru vísi efni en í fatahönnuninni og hefur komið mér skemmtilega á óvart hvað þetta er gaman. Þetta er ódýrara sem gerir markaðinn opnari,“ segir Katrín Alda en fyrsta lína Eylands er nú seld í 12 búðum víðs vegar um heiminn eins og í Ástralíu, Singapúr og Tókýó. Þá hefur vefverslunin vinsæla Nastygal hafið sölu á skartinu. Hér á landi er línan til sölu í búðinni Einveru og einnig á vefsíðunni Eylandjewellery.com. Svo er hægt að fylgjast með merkinu á Facebook-síðunni þeirra hér. Katrín Alda er búsett í Bretlandi þar sem hún fylgir fatamerki sínu KALDA eftir og nú Eylandi. „Við erum að klára þriðju línuna núna sem er aðeins öðru vísi en augað heldur sér áfram.“„Hið illa auga“ er rauði þráðurinn í hönnunni. Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Hönnuðurinn Katrín Alda fetar nýjar slóðir með skartgripamerkinu Eyland sem hefur slegið í gegn hérlendis sem erlendis undanfarið. Rauði þráðurinn er "hið illa auga“ svokallaða. „Þetta er svona hliðarverkefni sem hefur undið upp á sig,“ segir hönnuðurinn Katrín Alda sem nýlega setti á laggirnar skartgripamerkið Eyland í félagi við breska vinkonu sína, Victoriu. Katrín Alda er betur þekkt sem fatahönnuður þar sem hún er með merkið sitt KALDA og er skartgripamerkið samstarf vinkvennanna en nú eru þær að leggja drög að þriðju línunni. Rauði þráðurinn í hönnuninni er hið svokallaða „evil eye“ eða hið illa auga en línan samanstendur af armböndum, hringjum, eyrnalokkum og hálsmenum.Fallegt skart.„Það er mjög gaman að vinna með öðru vísi efni en í fatahönnuninni og hefur komið mér skemmtilega á óvart hvað þetta er gaman. Þetta er ódýrara sem gerir markaðinn opnari,“ segir Katrín Alda en fyrsta lína Eylands er nú seld í 12 búðum víðs vegar um heiminn eins og í Ástralíu, Singapúr og Tókýó. Þá hefur vefverslunin vinsæla Nastygal hafið sölu á skartinu. Hér á landi er línan til sölu í búðinni Einveru og einnig á vefsíðunni Eylandjewellery.com. Svo er hægt að fylgjast með merkinu á Facebook-síðunni þeirra hér. Katrín Alda er búsett í Bretlandi þar sem hún fylgir fatamerki sínu KALDA eftir og nú Eylandi. „Við erum að klára þriðju línuna núna sem er aðeins öðru vísi en augað heldur sér áfram.“„Hið illa auga“ er rauði þráðurinn í hönnunni.
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira