Gestir tískusýningar Toms Ford á tískuvikunni í London ráku upp stór augu þegar hönnuðurinn gekk fram á pallinn í lok sýningarinnar klæddur gallabuxum og gallaskyrtu.
Ford hefur gefið það út í viðtölum að hann fari varla út úr húsi án þess að klæðast sérsniðnum jakkafötum.
Hann tók sig hins vegar vel út í galladressinu við svartan jakka og sýndi þar með hverdagslegan klæðaburðinn í nýju ljósi.
