Gæti þakkað 100 manns fyrir þessi ótrúlegu 20 ár Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. september 2014 06:30 Þóru B. Helgadóttur var fagnað af liðsfélögum sínum eftir að hún skoraði mark úr vítaspyrnu í kveðjuleiknum. vísir/stefán „Það eru sannkölluð forréttindi að fá að enda landsliðsferilinn á þennan máta,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, eftir 9-1 sigur Íslands á Serbíu í undankeppni HM 2015 í gær. Þóra kvaddi landsliðið í gær eftir sextán ára feril og 108 leiki. Ísland lék á als oddi í leiknum í gær og sýndi að framtíðin er sannarlega björt. Stelpurnar áttu ekki lengur möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í Kanada en sýndu þrátt fyrir það mikinn styrk og vilja í frábærum sigri. Leiksins verður þó fyrst og fremst minnst sem kveðjuleiks Þóru Bjargar sem skoraði meira að segja eitt marka Íslands. Það gerði hún úr vítaspyrnu í síðari hálfleik og var henni gríðarlega vel fagnað, bæði af áhorfendum og liðsfélögum. „Ég verð örugglega sátt við ákvörðunina þegar ég vakna í fyrramálið en líka svolítið leið. En það hefði ekki verið hægt að biðja um betri endi – með þennan stuðning úr stúkunni og stórsigri á heimavelli.“ Hún segir erfitt að lýsa þessum sextán árum með íslenska A-landsliðinu. „Það hefur gengið á ýmsu, bæði gott og slæmt, en mest allt hefur verið gott og jákvætt. Það hafa verið ótrúlegar framfarir í liðinu og ég hef átt margar frábærar stundir með ótalmörgum félögum. Það eru örugglega 100 manns sem ég gæti þakkað,“ segir Þóra sem var rétt rúmlega sautján ára gömul þegar hún lék fyrsta landsleikinn. „Þá kom ég inn á gegn Bandaríkjunum en ég var svo stressuð að ég man ekki eftir neinu. Í dag er ég önnur manneskja enda var ég barn þá. Ég hef í raun alist upp hjá KSÍ, með öllu því góða fólki þar, og upplifað ótalmargt í næstum 20 ár.“ Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari lofaði Þóru í hástert eftir leikinn og sagðist vera þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa með henni. „Ég vona að íþróttaheimurinn átti sig á því hversu stórkostlegur íþróttamaður hún er. Hún hefur verið í fremstu röð síðan 1998 og það eitt og sér er mikið og stórt afrek,“ sagði hann. „Hún býr yfir hæfileikum sem ekki margir hafa og var á sínum tíma langt á undan sinni samtíð.“ Þar sem Danmörk tapaði óvænt fyrir Ísrael í gær endaði Ísland í öðru sæti riðilsins. Það dugði þó ekki til að tryggja liðinu sæti í umspilskeppninni í haust. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 9-1 | Þóra kvaddi með marki Þóra Björg kvaddi íslenska landsliðið með marki og stórsigri á Serbum. 17. september 2014 15:00 Þóra Björg: Hefði fengið SMS og snöpp í tíu ár Þóra Björg Helgadóttir var að farast úr stressi þegar hún fékk að taka vítaspyrnu í kveðjuleik sínum með íslenska landsliðinu í kvöld. 17. september 2014 19:47 Freyr: Vildum sýna hvað við höfum gert undanfarið ár Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður með frammistöðu leikmanna í 9-1 sigri Íslands á Serbíu. 17. september 2014 20:01 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Sjá meira
„Það eru sannkölluð forréttindi að fá að enda landsliðsferilinn á þennan máta,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, eftir 9-1 sigur Íslands á Serbíu í undankeppni HM 2015 í gær. Þóra kvaddi landsliðið í gær eftir sextán ára feril og 108 leiki. Ísland lék á als oddi í leiknum í gær og sýndi að framtíðin er sannarlega björt. Stelpurnar áttu ekki lengur möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í Kanada en sýndu þrátt fyrir það mikinn styrk og vilja í frábærum sigri. Leiksins verður þó fyrst og fremst minnst sem kveðjuleiks Þóru Bjargar sem skoraði meira að segja eitt marka Íslands. Það gerði hún úr vítaspyrnu í síðari hálfleik og var henni gríðarlega vel fagnað, bæði af áhorfendum og liðsfélögum. „Ég verð örugglega sátt við ákvörðunina þegar ég vakna í fyrramálið en líka svolítið leið. En það hefði ekki verið hægt að biðja um betri endi – með þennan stuðning úr stúkunni og stórsigri á heimavelli.“ Hún segir erfitt að lýsa þessum sextán árum með íslenska A-landsliðinu. „Það hefur gengið á ýmsu, bæði gott og slæmt, en mest allt hefur verið gott og jákvætt. Það hafa verið ótrúlegar framfarir í liðinu og ég hef átt margar frábærar stundir með ótalmörgum félögum. Það eru örugglega 100 manns sem ég gæti þakkað,“ segir Þóra sem var rétt rúmlega sautján ára gömul þegar hún lék fyrsta landsleikinn. „Þá kom ég inn á gegn Bandaríkjunum en ég var svo stressuð að ég man ekki eftir neinu. Í dag er ég önnur manneskja enda var ég barn þá. Ég hef í raun alist upp hjá KSÍ, með öllu því góða fólki þar, og upplifað ótalmargt í næstum 20 ár.“ Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari lofaði Þóru í hástert eftir leikinn og sagðist vera þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa með henni. „Ég vona að íþróttaheimurinn átti sig á því hversu stórkostlegur íþróttamaður hún er. Hún hefur verið í fremstu röð síðan 1998 og það eitt og sér er mikið og stórt afrek,“ sagði hann. „Hún býr yfir hæfileikum sem ekki margir hafa og var á sínum tíma langt á undan sinni samtíð.“ Þar sem Danmörk tapaði óvænt fyrir Ísrael í gær endaði Ísland í öðru sæti riðilsins. Það dugði þó ekki til að tryggja liðinu sæti í umspilskeppninni í haust.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 9-1 | Þóra kvaddi með marki Þóra Björg kvaddi íslenska landsliðið með marki og stórsigri á Serbum. 17. september 2014 15:00 Þóra Björg: Hefði fengið SMS og snöpp í tíu ár Þóra Björg Helgadóttir var að farast úr stressi þegar hún fékk að taka vítaspyrnu í kveðjuleik sínum með íslenska landsliðinu í kvöld. 17. september 2014 19:47 Freyr: Vildum sýna hvað við höfum gert undanfarið ár Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður með frammistöðu leikmanna í 9-1 sigri Íslands á Serbíu. 17. september 2014 20:01 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 9-1 | Þóra kvaddi með marki Þóra Björg kvaddi íslenska landsliðið með marki og stórsigri á Serbum. 17. september 2014 15:00
Þóra Björg: Hefði fengið SMS og snöpp í tíu ár Þóra Björg Helgadóttir var að farast úr stressi þegar hún fékk að taka vítaspyrnu í kveðjuleik sínum með íslenska landsliðinu í kvöld. 17. september 2014 19:47
Freyr: Vildum sýna hvað við höfum gert undanfarið ár Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður með frammistöðu leikmanna í 9-1 sigri Íslands á Serbíu. 17. september 2014 20:01