Eyjólfur: A-landsliðið vantaði framherja Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. september 2014 06:30 Jón Daði Böðvarsson verður í hópnum gegn Tyrkjum. vísir/Anton „Það eru allir heilir og bara mjög spenntir fyrir þessum leik,“ segir Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, í samtali við Fréttablaðið, en strákarnir mæta Frökkum á heimavelli franska 1. deildar liðsins Auxerre í samnefndri borg í dag. Frakkar hafa sýnt að þeir eru langbesta liðið í riðlinum, og berst Ísland því fyrir öðru sæti sem gefur mögulega sæti í umspili um sæti á EM 2015. Til þess þurfa strákarnir stig í kvöld. „Við þurfum að stefna á það, en svo eru leikir á þriðjudaginn þannig að við vitum endanlega hvar við stöndum daginn eftir okkar leik. Ef við náum stigi erum við í mjög góðum málum, en tap er ekki gott. Það fer samt eftir því hvernig fer í hinum leikjunum á þriðjudaginn,“ segir Eyjólfur, en er ekki erfitt að stefna á jafntefli? „Við förum inn í alla leiki til að vinna þá. Við áttum góðan leik á móti Frökkum heima og vorum óheppnir að fá ekkert út úr honum.“ Hvað þarf íslenska liðið að gera til að ná stigi af því franska sem er stútfullt af strákum sem hafa gengið kaupum og sölum í Evrópuboltanum fyrir hundruð milljóna króna? „Við þurfum að vera virkilega öflugir í varnarleiknum og passa að þeir komist ekki á okkur maður á mann. Við þurfum að tvöfalda á kantana og beita skyndisóknum,“ segir Eyjólfur.Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Viking í Noregi og fastamaður í U21 árs liðinu, verður ekki með í kvöld, heldur er hann í hópnum hjá A-liðinu gegn Tyrkjum annað kvöld. „A-liðið vantar framherja og við erum með mikið af möguleikum upp á topp í okkar liði. Við tókum því þann pólinn í hæðina að þeir fengu að hafa Jón Daða. Við setjum bara aðra í málið hjá okkur,“ segir Eyjólfur. - tom EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
„Það eru allir heilir og bara mjög spenntir fyrir þessum leik,“ segir Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, í samtali við Fréttablaðið, en strákarnir mæta Frökkum á heimavelli franska 1. deildar liðsins Auxerre í samnefndri borg í dag. Frakkar hafa sýnt að þeir eru langbesta liðið í riðlinum, og berst Ísland því fyrir öðru sæti sem gefur mögulega sæti í umspili um sæti á EM 2015. Til þess þurfa strákarnir stig í kvöld. „Við þurfum að stefna á það, en svo eru leikir á þriðjudaginn þannig að við vitum endanlega hvar við stöndum daginn eftir okkar leik. Ef við náum stigi erum við í mjög góðum málum, en tap er ekki gott. Það fer samt eftir því hvernig fer í hinum leikjunum á þriðjudaginn,“ segir Eyjólfur, en er ekki erfitt að stefna á jafntefli? „Við förum inn í alla leiki til að vinna þá. Við áttum góðan leik á móti Frökkum heima og vorum óheppnir að fá ekkert út úr honum.“ Hvað þarf íslenska liðið að gera til að ná stigi af því franska sem er stútfullt af strákum sem hafa gengið kaupum og sölum í Evrópuboltanum fyrir hundruð milljóna króna? „Við þurfum að vera virkilega öflugir í varnarleiknum og passa að þeir komist ekki á okkur maður á mann. Við þurfum að tvöfalda á kantana og beita skyndisóknum,“ segir Eyjólfur.Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Viking í Noregi og fastamaður í U21 árs liðinu, verður ekki með í kvöld, heldur er hann í hópnum hjá A-liðinu gegn Tyrkjum annað kvöld. „A-liðið vantar framherja og við erum með mikið af möguleikum upp á topp í okkar liði. Við tókum því þann pólinn í hæðina að þeir fengu að hafa Jón Daða. Við setjum bara aðra í málið hjá okkur,“ segir Eyjólfur. - tom
EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira