Hvetja hvor aðra áfram Álfrún Pálsdóttir skrifar 22. ágúst 2014 20:00 Bríet Ósk segir gaman að vera komin í samstarf með hressum konum í búðinni Unikat þar sem er að finna íslenska og erlenda hönnun. Vísir/Vilhelm Þegar ég flutti heim úr námi frá Barcelona var það draumur hjá mér að opna hönnunarbúð en ég sá fljótt að sá markaður var mettur hérna heima. Nema hvað varðaði vörur fyrir börn og því opnaði ég netverslunina Mjólkurbúið, sem einbeitir sér að hönnun fyrir börn. Draumurinn var samt alltaf að opna alvöru verslun og þá kom hönnuðurinn Sonja Bent að máli við mig og úr varð þetta frábæra samstarfsverkefni,“ segir Bríet Ósk Guðrúnardóttir innanhússhönnuður og ein af aðstandendum verslunarinnar Unikat sem var opnuð í miðbænum fyrir stuttu. Ásamt Bríeti koma þær Steinunn Vala Sigfúsdóttir hjá Hring eftir hring, Elín Hrund Þorgeirsdóttir hjá Dýrindi, Elena Pétursdóttir hjá Hjarn.is, Sonja Bent fatahönnuður og Nína Björk Hlöðversdóttir ljósmyndari að búðinni. Vöruval verslunarinnar er hönnun úr smiðju þeirra í bland við vel valda hönnunarvöru utan úr heimi. Þær Bríet og Elena reka hvor sína vefverslunina; Mjólkurbúið og Hjarn, sem nú eru með sitt vöruúrval í Unikat. Sonja Bent, Steinunn Vala og Elín eru svo með sín merki til sölu í búðinni ásamt því að aðstoða við vöruval og standa vaktina við búðarborðið. Búðin er á Laugavegi 42b en gengið er inn frá Frakkastíg. Bríet segir húsnæðið passa vel við vöruúrvalið. „Við erum allar smekkkonur með svipaðan stíl sem er frekar skandinavískur en líka smá bóhem. Við erum allar að gera þetta í fyrsta sinn og þetta er búið að vera skemmtilegt ferli í alla staði og svo erum við duglegar að hvetja hver aðra áfram.“ Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Þegar ég flutti heim úr námi frá Barcelona var það draumur hjá mér að opna hönnunarbúð en ég sá fljótt að sá markaður var mettur hérna heima. Nema hvað varðaði vörur fyrir börn og því opnaði ég netverslunina Mjólkurbúið, sem einbeitir sér að hönnun fyrir börn. Draumurinn var samt alltaf að opna alvöru verslun og þá kom hönnuðurinn Sonja Bent að máli við mig og úr varð þetta frábæra samstarfsverkefni,“ segir Bríet Ósk Guðrúnardóttir innanhússhönnuður og ein af aðstandendum verslunarinnar Unikat sem var opnuð í miðbænum fyrir stuttu. Ásamt Bríeti koma þær Steinunn Vala Sigfúsdóttir hjá Hring eftir hring, Elín Hrund Þorgeirsdóttir hjá Dýrindi, Elena Pétursdóttir hjá Hjarn.is, Sonja Bent fatahönnuður og Nína Björk Hlöðversdóttir ljósmyndari að búðinni. Vöruval verslunarinnar er hönnun úr smiðju þeirra í bland við vel valda hönnunarvöru utan úr heimi. Þær Bríet og Elena reka hvor sína vefverslunina; Mjólkurbúið og Hjarn, sem nú eru með sitt vöruúrval í Unikat. Sonja Bent, Steinunn Vala og Elín eru svo með sín merki til sölu í búðinni ásamt því að aðstoða við vöruval og standa vaktina við búðarborðið. Búðin er á Laugavegi 42b en gengið er inn frá Frakkastíg. Bríet segir húsnæðið passa vel við vöruúrvalið. „Við erum allar smekkkonur með svipaðan stíl sem er frekar skandinavískur en líka smá bóhem. Við erum allar að gera þetta í fyrsta sinn og þetta er búið að vera skemmtilegt ferli í alla staði og svo erum við duglegar að hvetja hver aðra áfram.“
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira