Skiptar skoðanir á hári Nelsons Gunnar Leó Pálsson skrifar 21. ágúst 2014 10:00 Tísku Nelson Vísir/Getty Bardagaíþróttamaðurinn Gunnar Nelson hefur heldur betur breytt um hárgreiðslu en hann er nú staddur í Stokkhólmi við kynningu á sínum næsta UFC-bardaga sem fer fram þann 4. október þar í borg. Andstæðingur hans verður Bandaríkjamaðurinn Rick Story. Gunnar hefur verið í myndatökum í Stokkhólmi fyrir bardagann og ber nú nýja og töff hárgreiðslu, með stutt í hliðunum en smá hár ofan á, sem gefur mikla möguleika hvað varðar hárgreiðsluna. Í gegnum árin hefur Gunnar mætt með mismunandi hárgreiðslu í hringinn og hafði Fréttablaðið því samband við hártískusérfræðingana Elvar Loga Rafnsson, eiganda Kompanísins, og Theodóru Mjöll Skúladóttur hárgreiðslukonu, og spurði hvað þeim þætti um greiðslur Gunnars í gegnum tíðina. Þá er einnig aðeins farið yfir hausthártískuna hjá karlmönnum.Elvar Logi RafnssonMynd/EinkasafnElvar logi segir:Mjög flott ef hann myndi greiða sér „Þessi nýja klipping hjá Gunnari væri mjög töff ef hann myndi greiða sér. Án efna í hárinu virkar þetta ekki nógu vel, hárið ofan á verður í raun bara eins og dúskur. Hann er nú ekki vanur að greiða sér, annaðhvort er hann með lubba eða snoðaður. Ef hann myndi henda smá bláu DiFi í hausinn á sér yrði hann enn ógnvænlegri og það myndi líka hækka hann um nokkra sentimetra. Lubbinn var svona villimennskulúkk, hann var nokkurs konar hipster sem hlustaði á Hjálma þegar hann labbaði inn í hringinn, ætli hann setji ekki Justin Timberlake eða eitthvað svoleiðis á fóninn þegar hann labbar inn í hringinn núna fyrst hann er kominn með tískugreiðslu. Hann var grjótharður þegar hann var snoðaður, það eru menn eins Bruce Willis, Jason Statham og The Rock sem eru snoðaðir og þeir eru allir grjótharðir. Þú þarft að vera mjög harður til að snoða þig og Gunni er grjótharður. Stutta hárið á klárlega eftir að hjálpa honum í hringnum, það er auðveldara að rífa í síða hárið en stutta. Ég gef nýju klippingunni hæstu einkunn, það er að segja ef hann er greiddur, annars finnst mér hann flottastur snoðaður ef hann greiðir sér ekki. Í öðru sæti er þá snoðaði Gunni en í síðasta sæti er lubbinn því það er svo ósnyrtilegt.“ Elvar Logi segir hártískuna hjá karlmönnum í haust einkennast af mjög stuttu í hliðunum. „Haustið einkennist af mjög „skinshave“ í hliðunum, sem er bara extra stutt í hliðunum, svona 1920-fílingur. Sumir vilja svo hafa meira að ofan og aðrir minna, eftir því hvernig menn vilja greiða sér. Síða hárið verður ekki jafn vinsælt og það stutta í haust.“Theódóra Mjöll Skúladóttir JackMynd/EinkasafnTheódóra mjöll segir:Mest töff þegar hann er snoðaður „Gunnar Nelson er alltaf mjög töff og mér finnst hárgreiðslan hans ekki skipta miklu máli. Nýja klippingin hans er mjög vinsæl í dag, þetta er heitasta klippingin í dag. Hann er greinilega að elta heitustu hárstraumana. Hann er töff með nýju klippinguna. Hann var líka mjög töff með lubbann, það voru margir að hneykslast á lubbanum en ég var að fíla það. Nýja klippingin er allavega meira „smooth“ og andstæðingurinn getur allavega ekki togað í hárið á honum eins og hann er núna. Ég held að nýja klippingin hafi ekki verið stílíseruð sérstaklega, heldur frekar hugsuð út frá sjónarhorni íþróttarinnar. Mér finnst Gunnar samt mest töff þegar hann er snoðaður, það er svo hrikalega hart að vera snoðaður. Ég gef snoðuðum Gunna hæstu einkunn, í öðru sæti er svo Gunnar með lubbann og nýja tískugreiðslan er í síðasta sæti, þó svo að hún sé töff. Hefði hann hins vegar fengið sér strípur ætti hann að sleppa því að mæta í hringinn.“ Theódóra Mjöll segir hártískuna hjá karlmönnum í haust vera fjölbreytta og í raun alls konar. „Þetta verður alls konar í haust, í rauninni er allt í tísku. Stutt í hliðunum heldur áfram að vera mjög vinsælt en svo eru alltaf vissir straumar sem koma inn á milli. Svo er bítlahárið alltaf kúl.“Lubbi NelsonVísir/GettySnoðaður Nelson MMA Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Bardagaíþróttamaðurinn Gunnar Nelson hefur heldur betur breytt um hárgreiðslu en hann er nú staddur í Stokkhólmi við kynningu á sínum næsta UFC-bardaga sem fer fram þann 4. október þar í borg. Andstæðingur hans verður Bandaríkjamaðurinn Rick Story. Gunnar hefur verið í myndatökum í Stokkhólmi fyrir bardagann og ber nú nýja og töff hárgreiðslu, með stutt í hliðunum en smá hár ofan á, sem gefur mikla möguleika hvað varðar hárgreiðsluna. Í gegnum árin hefur Gunnar mætt með mismunandi hárgreiðslu í hringinn og hafði Fréttablaðið því samband við hártískusérfræðingana Elvar Loga Rafnsson, eiganda Kompanísins, og Theodóru Mjöll Skúladóttur hárgreiðslukonu, og spurði hvað þeim þætti um greiðslur Gunnars í gegnum tíðina. Þá er einnig aðeins farið yfir hausthártískuna hjá karlmönnum.Elvar Logi RafnssonMynd/EinkasafnElvar logi segir:Mjög flott ef hann myndi greiða sér „Þessi nýja klipping hjá Gunnari væri mjög töff ef hann myndi greiða sér. Án efna í hárinu virkar þetta ekki nógu vel, hárið ofan á verður í raun bara eins og dúskur. Hann er nú ekki vanur að greiða sér, annaðhvort er hann með lubba eða snoðaður. Ef hann myndi henda smá bláu DiFi í hausinn á sér yrði hann enn ógnvænlegri og það myndi líka hækka hann um nokkra sentimetra. Lubbinn var svona villimennskulúkk, hann var nokkurs konar hipster sem hlustaði á Hjálma þegar hann labbaði inn í hringinn, ætli hann setji ekki Justin Timberlake eða eitthvað svoleiðis á fóninn þegar hann labbar inn í hringinn núna fyrst hann er kominn með tískugreiðslu. Hann var grjótharður þegar hann var snoðaður, það eru menn eins Bruce Willis, Jason Statham og The Rock sem eru snoðaðir og þeir eru allir grjótharðir. Þú þarft að vera mjög harður til að snoða þig og Gunni er grjótharður. Stutta hárið á klárlega eftir að hjálpa honum í hringnum, það er auðveldara að rífa í síða hárið en stutta. Ég gef nýju klippingunni hæstu einkunn, það er að segja ef hann er greiddur, annars finnst mér hann flottastur snoðaður ef hann greiðir sér ekki. Í öðru sæti er þá snoðaði Gunni en í síðasta sæti er lubbinn því það er svo ósnyrtilegt.“ Elvar Logi segir hártískuna hjá karlmönnum í haust einkennast af mjög stuttu í hliðunum. „Haustið einkennist af mjög „skinshave“ í hliðunum, sem er bara extra stutt í hliðunum, svona 1920-fílingur. Sumir vilja svo hafa meira að ofan og aðrir minna, eftir því hvernig menn vilja greiða sér. Síða hárið verður ekki jafn vinsælt og það stutta í haust.“Theódóra Mjöll Skúladóttir JackMynd/EinkasafnTheódóra mjöll segir:Mest töff þegar hann er snoðaður „Gunnar Nelson er alltaf mjög töff og mér finnst hárgreiðslan hans ekki skipta miklu máli. Nýja klippingin hans er mjög vinsæl í dag, þetta er heitasta klippingin í dag. Hann er greinilega að elta heitustu hárstraumana. Hann er töff með nýju klippinguna. Hann var líka mjög töff með lubbann, það voru margir að hneykslast á lubbanum en ég var að fíla það. Nýja klippingin er allavega meira „smooth“ og andstæðingurinn getur allavega ekki togað í hárið á honum eins og hann er núna. Ég held að nýja klippingin hafi ekki verið stílíseruð sérstaklega, heldur frekar hugsuð út frá sjónarhorni íþróttarinnar. Mér finnst Gunnar samt mest töff þegar hann er snoðaður, það er svo hrikalega hart að vera snoðaður. Ég gef snoðuðum Gunna hæstu einkunn, í öðru sæti er svo Gunnar með lubbann og nýja tískugreiðslan er í síðasta sæti, þó svo að hún sé töff. Hefði hann hins vegar fengið sér strípur ætti hann að sleppa því að mæta í hringinn.“ Theódóra Mjöll segir hártískuna hjá karlmönnum í haust vera fjölbreytta og í raun alls konar. „Þetta verður alls konar í haust, í rauninni er allt í tísku. Stutt í hliðunum heldur áfram að vera mjög vinsælt en svo eru alltaf vissir straumar sem koma inn á milli. Svo er bítlahárið alltaf kúl.“Lubbi NelsonVísir/GettySnoðaður Nelson
MMA Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira