"Ákveðin særing til að koma djöflunum út“ Þórður Ingi Jónsson skrifar 21. ágúst 2014 10:30 Erna sér fegurðina í ljótleikanum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Danslistakonan Erna Ómarsdóttir hefur verið valin af sameiginlegri dómnefnd RIFF og fulltrúum vídeóverkahátíðarinnar Hors Pistes til þess að sýna myndbandslistaverk sitt á Pompidou-safninu í París á næsta ári. Myndin verður frumsýnd á RIFF í Norræna húsinu í byrjun október. Verkið er ljóðræn heimildarmynd um störf listahópsins Shalala sem Erna skipar ásamt Valdimari Jóhannssyni tónlistarmanni. Hópurinn hefur unnið mikið með öskur í gegnum tíðina. „Þetta er ákveðin særing til að koma djöflunum út,“ segir Erna en hún segist sjá fegurðina í ljótleika öskursins. Shalala-hópurinn bjó meðal annars til það sem kallast „The Black Yoga Screaming Chamber“, öskurklefa sem þau gáfu bæði Alþingi og borgarstjórn Reykjavíkur. Klefinn var uppi í mánuð í Ráðhúsinu að sögn Ernu en Alþingi hefur ekki enn komið honum í notkun. „Það er staður þar sem menn myndu hafa gott af því að hafa öskurklefa nálægt sér,“ segir hún. Á Menningarnótt mun Shalala sýna listir sínar. Sýningin FOLK? I do (not) agree! verður í gangi frá 13.00 til 18.00 í Iðnó og tekur Shalala þátt í henni ásamt íslenskum og pólskum sviðslistamönnum. Klukkan 14.00 verður svokallað „Screaming Spa“ í Kling og Bang þar sem verður „íslensk heitapottsstemning“ og menn geta látið nudda sig með öskurhljóðbylgjum. Klukkan 15.30 í Iðnó mun Erna síðan leiða tíma í „Metal Aerobics“, líkamsrækt sem blandar eróbikki við þungamálmstónlist. „Menn geta fengið smá aukaorkulosun þar,“ segir Erna létt í bragði. RIFF Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira
Danslistakonan Erna Ómarsdóttir hefur verið valin af sameiginlegri dómnefnd RIFF og fulltrúum vídeóverkahátíðarinnar Hors Pistes til þess að sýna myndbandslistaverk sitt á Pompidou-safninu í París á næsta ári. Myndin verður frumsýnd á RIFF í Norræna húsinu í byrjun október. Verkið er ljóðræn heimildarmynd um störf listahópsins Shalala sem Erna skipar ásamt Valdimari Jóhannssyni tónlistarmanni. Hópurinn hefur unnið mikið með öskur í gegnum tíðina. „Þetta er ákveðin særing til að koma djöflunum út,“ segir Erna en hún segist sjá fegurðina í ljótleika öskursins. Shalala-hópurinn bjó meðal annars til það sem kallast „The Black Yoga Screaming Chamber“, öskurklefa sem þau gáfu bæði Alþingi og borgarstjórn Reykjavíkur. Klefinn var uppi í mánuð í Ráðhúsinu að sögn Ernu en Alþingi hefur ekki enn komið honum í notkun. „Það er staður þar sem menn myndu hafa gott af því að hafa öskurklefa nálægt sér,“ segir hún. Á Menningarnótt mun Shalala sýna listir sínar. Sýningin FOLK? I do (not) agree! verður í gangi frá 13.00 til 18.00 í Iðnó og tekur Shalala þátt í henni ásamt íslenskum og pólskum sviðslistamönnum. Klukkan 14.00 verður svokallað „Screaming Spa“ í Kling og Bang þar sem verður „íslensk heitapottsstemning“ og menn geta látið nudda sig með öskurhljóðbylgjum. Klukkan 15.30 í Iðnó mun Erna síðan leiða tíma í „Metal Aerobics“, líkamsrækt sem blandar eróbikki við þungamálmstónlist. „Menn geta fengið smá aukaorkulosun þar,“ segir Erna létt í bragði.
RIFF Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira