Framsókn hatursins Magnús Már Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2014 14:55 Afar ógeðfelld og óvægin umræða fór fram um múslima og byggingu mosku í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í maí síðastliðnum. Upphafið má rekja til umdeildra ummæla oddvita Framsóknarflokksins. Umræðan sem fór af stað í kjölfarið var mun grófari í garð múslima en þekkst hefur. Ein af ástæðunum er vafalítið sú að opinberar persónur – frambjóðendur til borgarstjórnar og áhrifafólk – gáfu umræðunni samfélagslegt samþykki með orðum sínum og gjörðum. Það er í það minnsta niðurstaða umfangsmikillar greiningar á hatursorðræðu í ummælakerfum íslenskra netfréttamiðla sem Bjarney Friðriksdóttir, doktorsnemi í Evrópulöggjöf, vann að frumkvæði mannréttindaráðs Reykjavíkur og var nýverið kynnt. Greininguna má nálgast á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is.Hótað lífláti Sá hluti úttektarinnar sem snýr að moskumálinu byggir á um tæplega 6.000 ummælum. Þar má finna ummæli sem gætu verið skilgreind sem hatursorðræða samkvæmt almennum hegningarlögum, t.a.m. var fyrrverandi formanni Félags múslima á Íslandi hótað lífláti. Á umræðuþráðum eru ummæli sem einkennast af nýrasisma, kynþáttahyggju og þjóðernishyggju. Rauður þráður í þessum ummælum er að hættulegt sé að leyfa byggingu mosku, það muni leiða til þess að múslimum fjölgi gríðarlega mikið og að þeir muni taki að lokum yfir landið. Í mörgum tilfellum settu þátttakendur inn slóðir á myndbönd sem ætlað er að sýna fram á slæmar afleiðingar þess að leyfa múslimum að búa á Íslandi og byggingu mosku.Samfélagslegt samþykki áhrifafólks Upphaf þessarar ógeðfelldu umræðu má rekja til ummæla oddvita Framsóknarflokksins, en framboð flokksins mældist ekki með mann inni í skoðanakönnunum þegar þau féllu. Það breyttist skömmu eftir að umræðan hófst og skilaði að lokum tveimur sætum í borgarstjórn Reykjavíkur. Kjörnir fulltrúar Framsóknarflokksins, þar á meðal ráðherra jafnréttismála, tjáðu sig ekki um málið í langan tíma og leyfðu þannig umræðunni að grassera.Óstjórntækur flokkur Þögn forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins var æpandi. Þegar hann loksins tjáði sig um málið var innihaldið afar rýrt. Hann hafnaði ekki málflutningi oddvitans og sagði þess í stað umræðuna hér á landi ekki nógu frjálslynda og að mjög fáir stjórnmálamenn þyrðu að ögra og vekja athygli á málum sem skipta máli. Skömm Framsóknarflokksins er mikil. Þrátt fyrir fjölmörg tækifæri og úrsagnir úr Framsóknarflokknum hefur flokksforystan og flokkurinn ekki gert hreint fyrir sínum dyrum. Réttast væri að Framsóknarflokkurinn bæðist formlega afsökunar. Framsóknarflokkurinn er ekki stjórntækur eins og málin standa og er í rauninni ótrúlegt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki gert athugasemdir við þetta útspil samstarfsflokksins í ríkisstjórn.Fjölbreytt þjóðfélag Íslenskt þjóðfélag er fjölbreytt og því ber að fagna. Að mati mannréttindaráðs Reykjavíkur er mikilvægt að uppræta hinar ýmsu staðalmyndir m.a. þjóðerna og trúarbragða, líkt og fram kemur í bókun ráðsins í tilefni af útgáfu greiningarinnar. Til þess þarf að efla fræðslu og umræðu og temja sér virðingu gagnvart samborgurum sínum. Virðingarvert væri ef Framsóknarflokkurinn gerði einmitt það og bæðist afsökunar á hlut sínum í moskumálinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Afar ógeðfelld og óvægin umræða fór fram um múslima og byggingu mosku í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í maí síðastliðnum. Upphafið má rekja til umdeildra ummæla oddvita Framsóknarflokksins. Umræðan sem fór af stað í kjölfarið var mun grófari í garð múslima en þekkst hefur. Ein af ástæðunum er vafalítið sú að opinberar persónur – frambjóðendur til borgarstjórnar og áhrifafólk – gáfu umræðunni samfélagslegt samþykki með orðum sínum og gjörðum. Það er í það minnsta niðurstaða umfangsmikillar greiningar á hatursorðræðu í ummælakerfum íslenskra netfréttamiðla sem Bjarney Friðriksdóttir, doktorsnemi í Evrópulöggjöf, vann að frumkvæði mannréttindaráðs Reykjavíkur og var nýverið kynnt. Greininguna má nálgast á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is.Hótað lífláti Sá hluti úttektarinnar sem snýr að moskumálinu byggir á um tæplega 6.000 ummælum. Þar má finna ummæli sem gætu verið skilgreind sem hatursorðræða samkvæmt almennum hegningarlögum, t.a.m. var fyrrverandi formanni Félags múslima á Íslandi hótað lífláti. Á umræðuþráðum eru ummæli sem einkennast af nýrasisma, kynþáttahyggju og þjóðernishyggju. Rauður þráður í þessum ummælum er að hættulegt sé að leyfa byggingu mosku, það muni leiða til þess að múslimum fjölgi gríðarlega mikið og að þeir muni taki að lokum yfir landið. Í mörgum tilfellum settu þátttakendur inn slóðir á myndbönd sem ætlað er að sýna fram á slæmar afleiðingar þess að leyfa múslimum að búa á Íslandi og byggingu mosku.Samfélagslegt samþykki áhrifafólks Upphaf þessarar ógeðfelldu umræðu má rekja til ummæla oddvita Framsóknarflokksins, en framboð flokksins mældist ekki með mann inni í skoðanakönnunum þegar þau féllu. Það breyttist skömmu eftir að umræðan hófst og skilaði að lokum tveimur sætum í borgarstjórn Reykjavíkur. Kjörnir fulltrúar Framsóknarflokksins, þar á meðal ráðherra jafnréttismála, tjáðu sig ekki um málið í langan tíma og leyfðu þannig umræðunni að grassera.Óstjórntækur flokkur Þögn forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins var æpandi. Þegar hann loksins tjáði sig um málið var innihaldið afar rýrt. Hann hafnaði ekki málflutningi oddvitans og sagði þess í stað umræðuna hér á landi ekki nógu frjálslynda og að mjög fáir stjórnmálamenn þyrðu að ögra og vekja athygli á málum sem skipta máli. Skömm Framsóknarflokksins er mikil. Þrátt fyrir fjölmörg tækifæri og úrsagnir úr Framsóknarflokknum hefur flokksforystan og flokkurinn ekki gert hreint fyrir sínum dyrum. Réttast væri að Framsóknarflokkurinn bæðist formlega afsökunar. Framsóknarflokkurinn er ekki stjórntækur eins og málin standa og er í rauninni ótrúlegt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki gert athugasemdir við þetta útspil samstarfsflokksins í ríkisstjórn.Fjölbreytt þjóðfélag Íslenskt þjóðfélag er fjölbreytt og því ber að fagna. Að mati mannréttindaráðs Reykjavíkur er mikilvægt að uppræta hinar ýmsu staðalmyndir m.a. þjóðerna og trúarbragða, líkt og fram kemur í bókun ráðsins í tilefni af útgáfu greiningarinnar. Til þess þarf að efla fræðslu og umræðu og temja sér virðingu gagnvart samborgurum sínum. Virðingarvert væri ef Framsóknarflokkurinn gerði einmitt það og bæðist afsökunar á hlut sínum í moskumálinu.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun